Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 54
Þú skalt ekki hlæja, þó að
hún sé með hring í nefi;
hver veit nema þú sért
alveg eins hlægileg
í hennar augum.
Kynþokki
um víSa veröld
Eftir WALTER MARTIN
ÞAÐ HEFUR verið orðað
margvíslega gegnum aldirnar,
en kannske aldrei betur en
svona; „Hver maður eftir sínum
smekk,“ sagði kerlingin, þegar
hún kyssti kúna.
Sannleikurinn er sá, að á þess-
ari jöi'ð eru að minnsta kosti
3—4000 þjóðfélög, hvert með
sína þjóðfélagshætti og ekkert
þeirra er eins. Það, sem skilur
þjóðfélagshættina langmest að,
er kynþokki, eða það, sem hverj-
um um sig finnst vera kynþokki.
Þetta er hugtak, sem erfitt er
að skýra. Fyrir suma getur það
þýtt, að þeir falla í leiðslu þeg-
ar þeir sjá mynd af Marilyn
52
Monroe, en aðrir hnussa og segja
— „of föl, of mögur, engin ör,
engar tattóveringar og auk þess
er sitjandinn ekki nógu stór“.
Akfeita söngkonan Kate
Smith í Bandaríkjunum, eða
fitukeppurinn Elsa Maxwell,
sem hefur að undanförnu verið
að sigla í Miðjarðarhafi með
ýmsu „fínu fólki“, myndu kann-
ske gera lukku í sumum þjóð-
félögum. í öðrum myndi leik-
konan Katherine Hepburn vera
talin of feit. Sekkurinn er eitt-
hvað á þessa leið:
Túnisbúar og Egyptar vilja
maka sína feita — því feitari þvf
betri. Meðal hirðingja af ætt-
HEIMILISRITIÐ