Heimilisritið - 01.11.1955, Qupperneq 12

Heimilisritið - 01.11.1955, Qupperneq 12
kynblöndun á tímum þjóðflutn- inganna. Frumskógaættkvíslir í Inðlandi Þó ekki sé beint sannað að þessi þjóðflutningabylgja hafi gengið yfir Indland, er dökka hörundið, þykku varirnar og hrqkkna hárið hjá einstökum innfæddum Indverjum merki um þessa ætt. Það getur samt stafað af sambandi við Afríku, sem sannanlega átti sér stað seinna. Önnur þjóðflutningabylgja hefur vissulega skilið eftir sig merki í Indlandi og Ceylon. Frá þessum flutningum stafar það, sem nú er eftir af frumskóga- ættkvíslum Indlands, stundum nefndar upprunaættkvíslirnar, og frumstæðir hellisbúar, Vedd- ar, á Ceylon. Þessi bylgja hélt áfram, sennilega yfir Austur- Indland, Síam, Malakkaskaga og næstum áreiðanlega yfir Java til Ástralíu, en önnur ennþá frum- stæðari gerð var þá þegar kom- in til Tasmaníu. Hvað tímann snertir, hefur þessi bylgja líklega fallið saman við upphaf síðasta tímabils eldri steinaldar í Evrópu, þegar Nean- derthalmaðurinn var að deyja út og ,,nútíma“-maðurinn var að koma í hans stað. Þetta mun hafa verið um það leyti er þjóð- flutningarnir til Norðaustur-Sí- beríu og Ameríku hófust. Að svo miklu leyti sem hægt er að álykta frá innbyrðis skyid- leika hinna ýmsu ættkvísla Ind- lands hvað líkamseinkenni snert- ir, kom það, sem hér er kallað brúna Miðjarðarhafskynið, næst á eftir. Af þessu kyni er fólk það á Indlandi sem nefnt er Dravidar einu nafni, af því það talar mál, sem tilheyrir þeim tungumála- flokki, sem svo er nefndur. Bor- ið saman við Miðjarðarhafsfólk er það alls ekki kynhreint; gróf- ari andlitsdrættir, dekkra hör- und og breiðari nef benda til þess að það hafi fengið í arf ríf- lega blóðblöndun frá frum-kyn- kvíslunum, sem voru fyrirrenn- arar þeirra. Dravidar voru einu sinni aðal íbúar Indlandsskagans, og virð- ast hafa komizt á hátt menning- arstig, því þeim eru eignaðar fornar borgir með glæsilegum menningarbrag og nú fyrir fá- um árum fundust í Indusdaln- um. Þessi menning er nátengd menningu Mesapotamíu, eins og hún hefur fundizt í borgum, sem sir Leonard Woolley og aðr- ir fornfræðingar grófu upp. Það var þetta kyn, eða af- brigði af því, sem á Austur-Ind- 10 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.