Heimilisritið - 01.11.1955, Side 47

Heimilisritið - 01.11.1955, Side 47
„Þér vitið nafn mitt. Viljið þér ekki segja mér yðar?“ „Rebecca March.“ „Ég mun verða yður mjög þakklátur ef þér getið gert við bílinn. Hann er mjög duttlungafullur." „Af hvaða tegund er hann?“ Hann sagði henni það. „Lukkunnar panfíll," sagði hún, og þegar þau komu fyrir bcygju á vegin- um og sáu hann. „Ó, en sá vagn.“ Hann opnaði húddið og vék síðan frá til þess að lofa henni að skoða, pota og hugsa. Hún lét hann setja vélina í gang. Hún var fljót að gefa sjúkdóms- lýsinguna. Hún lokaði húddinu, tók við sígarettunni, sem hann bauð henni og þurrkaði síðan olíuna af sér á sam- festingnum. -Ég vona, að þér séuð ekki að flýta yður,“ sagði hún. „Eigið þér við að þetta sé mikið verk?“ „Það er ekkert verk. Nýtt stykki, sem mun kosta yður um fimm shillinga plús afhendingarkostnaður. Næsta verkstæði er Dillery í Ashersham, en þeir þurfa kannske að panta það frá London. Stykkið kemst með farþegalest og þeir hjá Dillery senda auðvitað bíl með það hingað, það er að segja, ef yður er sama hvað það kostar, en ef svo er, er ég hrædd um, að þér komizt ekki héðan fyrr en í kvöld." Hann komst ekki af stað fyrr en um kvöldið, en Graham var sama. Ef satt skal segja var hann hinn ánægðasti. Þau fóru aftur heim á býlið og Rebecca sagði: „Nú verðið þér að hafa ofan af fyrir yður sjálfur. Ég þarf að fóðra hænsnin.“ „Má ég hjálpa yður?“ Hann bar föturnar með hænsnafóðr- inu; það lyktaði hræðilega, en hænsnun- um virtist þykja það ágætt. Þau söfnuðu NÓVEMBER, 1955 hundruðum eggja í fötur, en á meðan sasði Rebecca honum frá hænsnabú- Ö skapnum. „Ég hef hagað mér eins og kjáni. Það er hægt að hafa svolítið upp úr þessu, ef menn eru varkánr og hafa til að bera þekkingu. Ég fór of geyst af stað, og nú er ég að heita má komin á haus- inn.“ Þetta var auðvitað hvorki kvörtun eða bón. Aðeins blákaldar staðreyndir. Þrátt fyrir það hafði Graham mikla meðaumkun með henni, og hann lang- aði til þess að hjálpa henni, þó hann reyndi að segja sjálfum sér að það væri hin mesta heimska. En ekki gat hann boðið stúlkunni peninga. Síðasti hópurinn, sem þau komu að, þótti honum skemmtilegur. Hann hafði aldrei séð slíkar hænur. Þær voru helm- ingi minni cn hinar, en höfðu þeim mun litauðugri fjaðraskraut. „En hvað þetta eru fallegir fuglar.“ „}á, en þeir eru til einskis gagns. Önnur af hinum bjálfalegu hugmynd- um mínum. Ég á hundruð af þessum litlu kvikindum. Ég fékk þær fyrir lít- ið hjá hænsnaeiganda, sem fór á haus- inn. Ég fékk þá bjálfalegu hugmynd að bömum myndi þykja gaman að svona litlum eggjum. Satt var það að vísu, en mæðmnum er ekkert um að greiða fullt verð fyrir örvcrpi. Ég litaði nokkur fyrir síðustu páska. Mér gekk ágætlega að selja þau, cn aðeins um páskana." „Hvaða fuglar eru þetta?" „Dverghænur. Hondia dverghænur em þær kallaðar. Mér er sagt að þær séu ættaðar einhvers staðar frá Indlandi. Eggin em mjög ljúffeng á bragðið." Þau fóm aftur heim og Rcbecca bauð honum að borða. „Egg, pylsur og kart- öflur er víst allt, sem ég get boðið upp á. Svo á ég líka eitthvað af bjór.“ 45

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.