Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 29

Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 29
um sjálft morðið? spurði Quar- les. — Það er því miður ekki mik- ið, sem við vitum, sagði Abel lögregluforingi afsakandi. — Morðinginn hafði þurrkað af morðvopninu og engin fingraför fundust á því. Það höfðu ekki orðið nein átök. Morðinginn hlýtur að vera einhver, sem hún þebkti vel, og hún hefur sjálf hleypt honum inn. Það eina, sem við erum alveg vissir um, er að hann er einn af þeim, sem hefur fengið rógsbréf frá henni. Lögregluforinginn barði með krepptum hnefanum fast í bréfa- bunkann. — Ég er viss um að við höfum nafn og heimilisfang morðingjans í þessum bunka. Eða þá að það er einhver, sem ennþá hefur ekki afhent lög- reglunni þau nafnlausu bréf, sem hann hefur fengið. Það eru jú alltaf að koma fleiri og fleiri með níðskrif. Ef við eigum að komast til botns í þessu máli verðum við sannarlega að leggja heilann í bleyti. — Mér finnst að þér og yfir- lögregluþjónninn ættuð að gera það, sagði Quarles, á meðan ætla ég að labba svolítið um í bæn- um. Ég vil gjarnan fá þetta bréf lánað því að ég þekki vel mann- inn, sem fékk það sent. Hann tók annað af síðustu tveimur bréfunum. Síðan gekk Quarles út og leit í kring um sig í bænum, og rabb- aði við alla, sem vildu tala við hann. Hann talaði lengi við kaupmanninn, við grænmetis- salann og kjötkaupmanninn og í þessum verzlunum lögðu marg- ir viðskiptamenn sitthvað til málanna. Síðan heimsótti Quar- les sóknarprestinn og pósthúsið. Svo hélt hann í hverfið, þar sem hús hinnar látnu frú Hewitt stóð í stórum garði, og það voru um það bil 50 metrar til næstu húsa á allar hliðar. Quarles hringdi á dyr hjá tveimur ná- grönnum og fékk að heyra álit þeirra á nafnlausu bréfunum og morðinu. í öllum þessum samtölum kom það greinilega í ljós, að rógsbréf- in höfðu aðeins endurtekið kjaftasögurnar í bænum. Óveru- legar hneykslissögur, sem hvísl- að var yfir búðarborðin og við kaffiborðin á síðdögum, hafði bréfritarinn ýkt og fært úr öllu lagi og vitandi vits undirstrikað og aukið illgirnina, sem lá að baki orðanna. Eftir því sem Quarles komst næst, var örlítill sannleikskjarni í hverju bréfi. Það var greinilegt, að rógber- inn hafði um langt skeið skrifað hjá sér allt, sem sagt var og NÓVEMBER, 1955 27

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.