Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 49
í stóru, seytjándu aldar húsi á bökkum
Wappingárinnar, sem stóð innan um
sóðaleg og gömul vörugcymsluhús. Fyr-
ir öllum gluggum út að götunni voru
þykk gluggatjöld, sem aldrei voru dreg-
in til hliðar. Efri hæðin var samt ríku-
lega búin húsgögnum, þótt ekki væru
þau smekkleg. Ekki var þetta þó vottur
um auðlegð húsráðandans, því allt var
þetta til sölu. Eleimili Maluz Ali var
cinnig vörugeymsla hans.
Graham reyndi alltaf að vera hnitt-
inn er hann hitti hinn- persneska kunn-
ingja sinn, því ekki var laust við að
hið kaldhæðnislega en góðláta bros hans
gcrði Graham taugaóstyrkan. Það var
eins og Maluz Ali vissi um hverja ein-
ustu ósæmilega hugsun, sem Graham
hafði gaman af. Hm kæruleysislega af-
staða hans til lífsins virtist vera eitt-
hvað á þessa leið: „Hvílík svín erum
við mennimir, ha? Sérstaklega ég og
þú. Jæja, jæja, það gerir ekki svo mikið
til, við munum halda áfram að látast.
Við skuluni fyrir alla muni halda áfram
að látast, en ef við værum reglulega heið-
arlegir hver við annan. . . .“
Graham heilsaði Persanum: „Jæja,
Maluz, hvernig gengur eiturlyfjasalan?"
Það var nefpilega algengur brandari hjá
þeim, að Maluz væri stórlax í eitur-
lyfjasölunni. Brandari . . . já, . . . en
einnig á þessu sviði hafði Graham óljós-
an gran um að kannske væri þetta eng-
inn brandari og að Maluz væri að rifna
af hlátri innra með'sér á kostnað Gra-
hams.
„O, Allardyce, þér endið með því
að ganga af vini yðar dauðum með þess-
um illkvittnu brönduram."
„Guð forði mér frá því, Maluz. Ann-
ars er ég á hraðri ferð. Hvernig geng-
ur . . . hérna . . . eggjasalan.“
„Þér verðið að tala við innpökkunar-
deildina, Allardyce."
NÓVEMBER, 1955
Innpökkunardeildin var í litlu her-
bergi, sem snén út að ánni, og hafði
verið notaS undir tóma umbúðakassa.
Það hafði verið tekið til í því og borð
sett upp undir glugganum. Lítill og
þögúll Japani, sem virtist vera mál-
laus, því ekki tók hann undir kveðju
Grahams, var að vinna við örverpi. Hann
var að lita þau ljósrauð. í
„Það vora miklir erfiðleikar mcð lit-
inn, Allardyce," sagði Maluz. „Ó, herra
minn. Það er mikið talað um kraftaverk
vísindanna, en ef þig vantar eins ein-
faldan hlut og hættulausan lit fyrir ör-
verpi, þá er hann ekki til. En okkur
tókst að búa hann til að lokum.“
„Hættulausan, Maluz? En það étur
enginn skurnina.“
„En eggjaskurnin er gljúp, Allardyce/
„Guð minn góður, er hún það? Guði
sé lof að þér vissuð það. Þér erað mik-
ill maður, Maluz.“
„Nei, nei, Allardyce, en ég er mjög
varkár maður, og vandur að virðingu
minni. Auk þess vil ég ekki lenda í
klandri við lögregluna. Ekki veit ég
hvernig á því stendur, Allardyce, en
mér er alltaf órótt, ef lögreglan er í
nánd.“
„Það er ckkert ólöglegt við þetta,“
sagði Graham hvassyrtur.
Pcrsinn yppti öxium.
„Löglegt, ólöglegt. Hver veit um það?
Ekki einu sinni lögfræðingarnir, Allar-
dyce. Það er erfitt fyrir einfalda og
vinnusaman verzlunarmann frá Austur-
löndum eins og mig að skilja hina cnsku
löggjöf."
„Jæja, en í þetta sinn get ég full-
vissað yður um að allt cr löglegt."
„Ég vona það sannarlega, Allardyce."
„Jæja, hvenær getum við byrjað?“
spurði Graham.
„Hvenær sem þér viljið. Opi á þegar
orðið nokkuð af eggjum ,á lager“.“
47