Heimilisritið - 01.11.1955, Side 42
ÞITT AUGNADJÚP
(Lag: María Markan. — Texti: Frey-
steinn Gunnarsson. — SungiS af Mar'm
Markan á hljómfl. lsl. tóna, 1. M. 86.)
I dag cr lífið létt og blítt,
ljúft er allt og rótt.
Um mig streymir angan vors og blóma.
Blærinn andar undur þýtt,
allt er svo hljótt,
sál mín heyrir vorsins unaðsóma.
Eg heyri þig, í hægum sunnanvindi.
Ég heyri þig, er stormur fer um vog.
Ég heyri þig, í hljóm frá efsta tindi.
Ég heyri þig, við djúpsins öldusog.
Þitt augnadjúp er dökkt sem nóttin
svarta,
er stormur tendrar glóð í huga mér.
Þú hefur fjötrað allt mitt unga hjarta,
svo framar aldrei skal ég gleyma þér.
★
ÆSKUNNAR ÓMAR
(Lag: Pfeiffer. — Texti: Þorst. Sveinsson.
— Sungið af Noru Brocksted á hljóm-pl.
Islenzkra tóna, I. M. <)2.)
„Sofnaðu rótt, senn kemur nótt,“
segir hún mamma og vaggar þér hljótt.
„Lokaðu brá, liðinn er hjá
ljómandi dagur í kvöldhúmsins sjá.
Dimmir nú ótt, því að dagsbirtan þverr.
I dúnmjúkri sænginni hvílir þú hér.
Bernskunnar gull, sem bættu þinn hag,
'bros þitt þú vcitir og þakkar í dag.“
Góða nótt, gullin mín kær,
gott er að dreyma og hafa ykkur nær.
Þökk, mamma mín, þökk, pabbi minn,
þvílíka gleði og ástúð ég finn.
Kettlingurinn, sem er kátur og frár,
kúrir hjá eldstónni og sleikir sitt hár.
Fuglana smá upp á fjallsins brún
finn ég á morgunn og lokka’ út á tún.
Ár líða öll, gull eru gleymd,
geymd upp á lofti í ryki’ og leynd.
Barnanna þrá, blíðra og smá,
breytist er æskan er liðin þeim frá.
Eitt man ég þá, jafnan árla og síð,
sem ómar svo fagurt frá æskunnar tíð.
Traustasta vinátta, tryggð og ást,
trúaðrar móður, sem aldrci mér brást.
★
UNNUSTA SJÓMANNSINS
(Texti: Dulinn. —Sungið af Tónasystr-
um á hljómplötu ísl. tóna, I. M. go.)
Nú syng ég blítt við bylgjunið
og blessa þitt nafn.
Er máninn vefur mildi þýtt
um minninganna safn.
Til mín — til mín
þú kemur víst senn.
Ég bíð þín, bíð þín enn.
Til mín — til mín-
þú kemur víst senn.
Ég bíð þín, bíð þín enn.
Á sigling glæstri um hyldjúp höf,
þú hugsar um mig.
Mín von og þrá, að dimmn gröf,
er draumur um þig.
Til mín — til mín o. s. frv.
Og þótt þú aldrei eigir leið.
að eilífu heim.
Mun brimið hvísla í beiskri neyð
úr bládýpis geim.
Til mín — til mín o. s. frv.
40
HEIMILISRITIÐ