Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 35

Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 35
Bláklukkur Stutt saga eftir Hjördísi Sœvar HELGA ók bílnum út af veg- inum eftir ósléttum troðningi í skjól við hólinn og steig út. Hún gekk alveg í hvarf frá veginum bak við hólinn og staðnæmdist á stórri þúfu. Rétt við fætur hennar lá kvosin — lítil kvos í hólnum, umlukt kjarri neðan- til, og í jaðri þess rann lækur, sem myndaði djúpan hyl áður en hann hvarf niður hallann gegnum kjarrið. Hún stóð lengi kyrr og horfði á sölnað grasið í lautinni —einhver hafði tjaldað þar nýlega —. Hún andvarpaði feginsamlega. Hún hafði verið hrædd við að einhver væri þar fyrir. Svo sneri hún við til bílsins aftur og sótti tjaldið, svefnpokann og töskuna og hófst handa. Hún vann rösklega. Mjúkur blær júlíkveldsins lék i brúnu hárinu, og rauð blússan fór vel við sólbrúnan litarhátt hennar. Á stuttri stund var tjaldið reist. Helga kveikti bál á sótugum hlóðarsteinum og sótti vatn í hylinn til að setja yfir. Svo sett- ist hún niður við eldinn. Ekkert rauf kyrrð næturinnar, sem var að falla yfir, nema skrjáfið í laufinu og niður lækjarins —, og hugur Helgu leitaði aftur í tímann. Hún minntist kveldsins sum- arið áður, þegar hún hafði stað- ið úti á veginum í ausandi rign- ingu, og reynt án árangurs að koma bílnum 1 gang. Að lokum gafst hún upp. Hún dró tjaldið út úr bílnum, þakklát fyrir að það skyldi vera þar, og svo lagði hún af stað í leit að skjóli og fann þá kvosina, sem veitti sæmilegt skjól fyrir vindinum og regninu. Á meðan hún barð- ist við að koma tjaldinu upp, gegnblaut og köld, heyrði hún reiðilegt bílflaut úti á veginum — auðvitað komst enginn fram hjá bílnum. Hún klöngraðist til baka, rann í moldareðju og datt, og langaði mest til að gráta. Bíllinn á veginum flautaði NÓVEMBER, 1955 33

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.