Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 35

Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 35
Bláklukkur Stutt saga eftir Hjördísi Sœvar HELGA ók bílnum út af veg- inum eftir ósléttum troðningi í skjól við hólinn og steig út. Hún gekk alveg í hvarf frá veginum bak við hólinn og staðnæmdist á stórri þúfu. Rétt við fætur hennar lá kvosin — lítil kvos í hólnum, umlukt kjarri neðan- til, og í jaðri þess rann lækur, sem myndaði djúpan hyl áður en hann hvarf niður hallann gegnum kjarrið. Hún stóð lengi kyrr og horfði á sölnað grasið í lautinni —einhver hafði tjaldað þar nýlega —. Hún andvarpaði feginsamlega. Hún hafði verið hrædd við að einhver væri þar fyrir. Svo sneri hún við til bílsins aftur og sótti tjaldið, svefnpokann og töskuna og hófst handa. Hún vann rösklega. Mjúkur blær júlíkveldsins lék i brúnu hárinu, og rauð blússan fór vel við sólbrúnan litarhátt hennar. Á stuttri stund var tjaldið reist. Helga kveikti bál á sótugum hlóðarsteinum og sótti vatn í hylinn til að setja yfir. Svo sett- ist hún niður við eldinn. Ekkert rauf kyrrð næturinnar, sem var að falla yfir, nema skrjáfið í laufinu og niður lækjarins —, og hugur Helgu leitaði aftur í tímann. Hún minntist kveldsins sum- arið áður, þegar hún hafði stað- ið úti á veginum í ausandi rign- ingu, og reynt án árangurs að koma bílnum 1 gang. Að lokum gafst hún upp. Hún dró tjaldið út úr bílnum, þakklát fyrir að það skyldi vera þar, og svo lagði hún af stað í leit að skjóli og fann þá kvosina, sem veitti sæmilegt skjól fyrir vindinum og regninu. Á meðan hún barð- ist við að koma tjaldinu upp, gegnblaut og köld, heyrði hún reiðilegt bílflaut úti á veginum — auðvitað komst enginn fram hjá bílnum. Hún klöngraðist til baka, rann í moldareðju og datt, og langaði mest til að gráta. Bíllinn á veginum flautaði NÓVEMBER, 1955 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.