Heimilisritið - 01.11.1955, Qupperneq 23
Albert Kallenborn lögreglu-
maður flýtti sér á staðinn en
komst ekki inn. Hann lyfti litl-
um dreng inn um glugga, sem
var yfir hurðinni, og hann opn-
aði dyrnar. Fink lá dauður á
gólfinu.
Lögreglumaðurinn leyfði eng-
um að fara inn í herbergið fyrr
en leynilögreglumennirnir komu.
Þeir fundu tvö skotsár í brjósti
klæðskerans og eitt á vinstra
handarbaki. Hann hafði dáið
næstum samstundis. Það voru
peningar 1 peningakassanum.
Leynilögreglumennirnir rann-
sökuðu herbergið tommu fyrir
tommu. Þeir fundu enga byssu,
leynidyr eða lausar fjalir, þar
sem morðinginn hefði getað
komizt út og flúið. Samt hlaut
hann að hafa verið í herberginu,
því brunasár eftir púður, sem
voru á handarbaki Fink, sýndu
að skotið 'hafði verið á hann af
stuttu færi.
Kannske hefur hann komizt
út um gluggann yfir hurðinni.
Ef til vill; hafi hann verið dverg-
ur, eða mjög fimur. En því
skyldi hann klöngrast þannig út,
í stað þess að opna dyrnar eða
glugga?
Ef þú trúir ekki, að þetta hafi
skeð, skaltu lesa „The New York
Times“ dagana 10. og 11. marz
1929.
ÁRIÐ 1917 fengu nokkrir
brezkir trúboðar skilaboð um að
innfæddur prestur, sem væri að
deyja, vildi hafa tal af þeim.
Þeir flýttu sér að dánarbeði hans
og fundu hjá honum hvítan
dreng um það bil fjórtán ára
gamlan. Presturinn játaði að
hafa rænt drengnum á götu í
Wimbledon árið 1910. Með þessi
orð á vörum dó hann.
Drengurinn gat talað svolítið
ensku og sagði að nafn sitt væri
Albert. Hann mundi ekkert eftir
Englandi. Trúboðarnir gáfu þeg-
ar skýrslu um þetta til yfir-
manna sinna í London.
Frekari eftirgrenslanir leiddu
í ljós að allmargir drengir höfðu
horfið í Wimbledon árið 1910.
Enginn þekkti samt Nepal
drenginn þótt lögreglan leitaði
í þrjú ár. Að því er ég bezt veit
býr hann enn í Indlandi.
Hvernig gat Indverji gripið
dreng á götu í Englandi og síð-
an eytt vikum með hann um
borð í skipi á leið til Indlands
án þess að vekja athygli. Hvers
vegna týndust „allmargir11
drengir frá þessum hluta lands-
ins þetta ár? Hvað kom fyrir
minni drengsins, svo að allar
minningar hans um ár sín á Eng-
landi voru sem þurrkaðar burt?
NÓVEMBER, 1955
21