Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 14
brigðin í ,.kyn“. Samt má segja
að 1 stórum dráttum skiptist
þeir í þrjá eða fjóra aðalflokka
með tveim undirflokkum fram-
komnum við kynblöndun. Ev-
rópu- eða Kákasiski flokkurinn,
sem byggir (burtséð frá nútíma
útflytjendum) Evrópu og nær
yfir Norður-Afríku og vestur-
og suðurhluta Mið-Asíu, Negra-
flokkurinn byggir Afríku, ásamt
bróðurflokk, austur-negrum í
Papua og Malakkaeyjum, og
Mongólaflokkurinn Austur-Asíu,
ásamt undirflokk, mjög blönd-
uðum hliðargreinum, einni í
Ameríku, og einni í Suðaustur-
Asíu og Kyrrahafi; en Ástralska
„kynið“ má skoða annað hvort
sem sérstæðar, aðskildar leyfar
af frumstæðri, forsögulegri gerð,
eða gamla grein af frumstæðri
Kákasiskri gerð.
Afbrigði aðeins
Að endingu, svo horfið sé aft-
ur að byrjuninni, verður það
aldrei of skýrt fram tekið, að
kynin eru aðeins afbrigði. Enda
þótt þau hafi náð allmiklum
stöðugleika, og þó þau séu mjög
ólík sín á milli, tilheyra þau öll
sömu tegund, Homo sapiens,
„nútíma maður“.
Sum þessara afbrigða kunna
að sýna arfgeng einkenni, sem
líkjast meir frumstæðri gerð for-
Venjulegur ítali
Flestir ítalir eru af Miðjarðarhafs-
tegund: lágvaxnir, dökkhærðir, með
dökk augu og ílangt höfuð.
feðranna, en einkenni hinna
gera, en líffræðivísindin, ,sem
flokka menn í kyn eftir líkam-
legum einkennum, líta á öll þessi
afbrigði sem meðlimi einnar og
sömu tegundar í heimi lífver-
anna. Þau gefa enga ástæðu til
að merkja einn flokk Öðrum
fremur sem lægra sett kyn.
„Lægri“ staða þjóða, sem aftar-
lega standa, er hvorki kynbund-
in né meðfædd. Hún er menn-
ingarsöguleg, og ástand, sem
hægt er að bæta úr. *
12
HEIMILISRITIÐ