Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 30
gert í bænum — til þess að geta
svo túlkað það á svívirðilegasta
hátt síðar.
Öll bréfin voru meiðandi, ill-
gjörn og hatursfull, en Quarles
gat ekki fundið neitt í þessum
bréfum, sem hefði getað æst við-
takandann svo upp, að hann
fremdi morð út af því.
— Morðið hefur vafalaust ver-
ið framið af einhverjum, sem
ekki hefur enn snúið sér til lög-
reglunnar með bréf sitt. Ég held
að Abel lögregluforingi hafi á
réttu að standa í því atriði,
sagði Quarles við sjálfan sig er
hann gekk út að bóndabýlinu,
þar sem Jennifer Waterlow bjó.
— Hvað getur það verið, sem
rógberinn hefur borið á morð-
ingjann? spurði hann sjálfan sig
er hann bankaði á dyr og Jenni-
fer opnaði fyrir honum.
— Góðan dag, Jennifer, sagði
einkaspæ j arinn.
Quarles mundi eftir henni frá
því að hún var á gelgjuskeiði
fyrir mörgum árum, er hann
vann að ránnsókn máls með föð-
ur hennar, hinum þekkta glæpa-
málasérfræðingi, Sir Geoffrey
Waterlow. Jennifer tók hjartan-
lega á móti honum og kynnti
hann fyrir háum, ungum manni,
sem var nýkominn í heimsókn
til hennar.
— Þetta er unnusti minn,
Jack Belton. Við ætlum að gifta
okkur í næsta mánuði, sagði
hún. — Það var vingjamlegt af
yður að líta inn, herra Quarles.
Ég get ímyndað mér að pabbi
hafi sagt yður að ég byggi hér.
Ég hef alltaf málað og teiknað
dálítið hér. . .. Já, það hefur ver-
ið dásamlegt hér — það er að
segja þangað til þessi rógberi tók
upp iðju sína.
— Það er einmitt það, sem við
skulum tala um, sagði Quarles.
— Þér hafið einnig fengið svona
snepla, að því er mér skilst. Og
hafið þér snúið yður til lögregl-
unnar?
— Annað tveggja bréfanna,
sem komu upp um rógberann,
aðvöruðu mig, sagði Jennifer og
roðnaði. — Ég var áður búin
að fá þrjú nafnlaus bréf með
svívirðingum um Jack og mér
var hótað að ég skyldi lenda í
verra hneyksli, ef ég hætti ekki
að vera með honum. Frú Mewitt
hlýtur að hafa verið geðbiluð.
Nú er hún fallin á verkum sín-
um. Er nokkur ástæða til þess
að ég skipti mér meira af mál-
inu?
— Við skulum tala svolítið
um síðasta bréfið, sagði Quarles.
Það fannst á laugardagsmorgun
í póstkassanum skammt frá
heimili frú Hewitt og 1 því er
talað um dansleik, þar sem þér
28
HEIMILISRITIÐ