Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Page 2

Fréttatíminn - 13.12.2013, Page 2
PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 33 40 2 Sigtið hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt saman í skál og leggið til hliðar. Setjið Ljóma og sykur í hrærivélaskál og hrærið saman í um 5 mínútur eða þar til blandan verður mjúk og kremkennd. Hrærið eggjunum einu og einu saman við og hrærið vel á milli. Bætið vanilludropum út í deigið. Stillið hrærivélina á hægan hraða, bætið þurrefnunum í deigið og hrærið þar til hráefnin hafa blandast saman. Passið að ofhræra ekki deigið. Það ætti að duga að hræra það í 5–10 sekúndur. Bætið súkkulaðibitunum varlega í deigið. Setjið deigið í plastfilmu og geymið í ísskáp í 48 klst. eða að minnsta kosti 24 klst. Deigið má geyma í allt að 72 klst. Þegar það á að baka kökurnar er ofninn hitaður í 175°. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og mótið kúlur úr deiginu á stærð við golfkúlu. Setjið deigkúlurnar á bökunarplötuna (passið að hafa gott bil á milli því þær renna út) og stráið salti yfir. Bakið kökurnar í 18–20 mínútur eða þar til þær eru gylltar á lit en mjúkar. Látið kökurnar kólna á grind í 10 mínútur. NEW YORK TIMES SÚKKULAÐIBITAKÖKUR 2 bollar mínus 2 msk. hveiti 1 1/3 bolli brauðhveiti (ef þú átt það ekki notar þú venjulegt hveiti) 1 1/4 tsk. matarsódi 1 1/2 tsk. lyftiduft 1 1/2 tsk. gróft salt 1 1/4 bolli Ljóma 1 1/4 bolli ljós púðursykur 1 bolli plús 2 msk sykur 2 egg 2 tsk. vanilludropar 560 g dökkir súkkulaðibitar Sjávarsalt eða gróft salt til að strá yfir kökurnar . . . . . . . . . . . . . . . .. . . . . Baráttusamtök utangarðsfólks stofnuð Þorsteinn Víglunds- son, fram- kvæmda- stjóri Samtaka atvinnu- lífsins.  Kjarasamningar Viðræður í uppnámi eftir að así sleit Viðræðum Lægstu launin hindra heildarsamninga ASÍ vildi 11.000 króna hækkun lægstu launa um áramót sem SA hafnaði. Nú krefst Starfsgreina- sambandið 20.000 króna hækkunar lægstu launa. SA óttast að tilraunir til að hækka lægstu launin umfram önnur mistakist og hækkunin gangi upp allan launaskalann. á greiningur um hversu mikið eigi að hækka lægstu launin umfram önnur laun er það sem strandar á í kjaravið- ræðum Samtaka atvinnulífsins (SA) og verka- lýðshreyfingarinnar. Þegar viðræðurnar strönduðu krafðist Al- þýðusambandið (ASÍ) 11.000 króna hækkunar á lægstu laun og 3,25% hækkun launa yfir um 230.000-240.000 króna á mánuði. Gerður yrði samningur sem gilti í mesta lagi í eitt ár en að á grundvelli samningsins mætti í framhaldinu gera nýjan samning til lengri tíma. SA hefur lýst sig tilbúin til að hækka lægstu laun umfram önnur, en ekki svo mikið. SA segir að reynslan sýni að sérstakar hækkanir lægstu launa verði fljótt að engu. Prósentuhækkun lægstu launa gangi upp allan launastigann og leiði því til mun meiri kostnaðarauka fyrir fyrirtækin og verri áhrifa á efnahagslífið en um er samið. Þreifingar í gangi Eftir að Alþýðusamband Íslands sleit viðræðum við SA í síðustu viku fara aðildarsambönd ASÍ sjálf með samningsumboðið. Þau sambönd þar sem láglaunafólk er fjölmennast, Starfsgreinasam- bandið, Flóabandalagið og Lands- samband verslunarmanna hafa vísað sínum málum til ríkis- sáttasemjara og krefjast nú 20.000 króna hækkunar lægstu launa. Önnur sambönd eins og Samiðn, Rafiðnaðarsam- bandið að eigin kröfugerð og undirbúa viðræður um eigin kjarasamninga. Þorsteinn Víglunds- son, framkvæmdastjóri SA, sagði við Fréttatím- ann að lítið væri hægt að segja um stöðuna og litlu hægt að spá um horfur. „Það eru þreif- ingar í gangi og það er verið að fara yfir sviðið með aðildarfélögum ASÍ,“ sagði Þorsteinn. Væntanlega skýrist á næstunni hvort grund- völlur sé fyrir samningum en lítið sé hægt að segja um stöðuna nú. Það þarf eitthvað til að hreyfa við „Málið er í hnút og það þarf eitthvað til að hreyfa við því,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, for- seti ASÍ. Verkalýðshreyfingin telji að at- vinnurekendur vilji leggja of lítið af mörkum. Sveitarfélögin hafi sýnt vilja til að greiða fyrir samningum með því að stöðva áformaðar gjaldskrárhækkanir sínar en framlag ríkis- stjórnarinnar valdi vonbrigðum og sé fólgið í því að kynna aðgerðir í skuldamálum sem stuðli að aukinni verðbólgu. Seðlabankinn hafi hins vegar kynnt það mat á stöðunni að þær tillögur sem bæði ASÍ og SA hafi lagt fram samrýmist verðbólgumarkmiði Seðla- bankans og að niðurstaða í anda þeirra til- lagna þyrfti ekki að kalla á vaxtahækkun. Stjórnendur stöðvi launaskriðið Varðandi áhrif hækkunar lægstu launa á launaskrið og hækkanir annarra starfsmanna fyrirtækja segir Gylfi að ósanngjarnt sé að krefjast að samningsbundin launahækkunin sé minni svo að fyrirtækin hafi meira svigrúm til að deila út launaskriði til hærra launaðra starfsmanna. Leiðin til þess að stöðva launa- skriðið sé sú að gera kröfur um aðhald til stjórnenda fyrirtækjanna. Stjórnendur fyrir- tækja beri ábyrgð á því að þær prósentuhækk- anir sem samið er um fyrir fólk undir 230- 240.000 krónur gangi ekki óskertar til fólks með 5-600.000 krónur á mánuði. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. H éraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær fjóra forsvarsmenn Kaupþings banka í fangelsi fyrir aðild að Al Thani-málinu. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hlaut fimm ára dóm, Ólafur Ólafs- son, einn aðaleigandi bankans, oft kenndur við Samskip, var dæmdur í fangelsi í þrjú og hálft ár en Magnús Guðmundsson, fyrr- verandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, hlaut þriggja ára dóm. Allir dómarnir eru óskilorðsbundnir. Al Thani-málið snerist um viðskipti sem gerð voru 22. september 2008, tveimur vikum áður en Kaupþing banki komst í þrot og var yfirtekinn af Fjármálaeftir- litinu. Tilkynnt var að Sheikh Mohammed Bin Khalifa Al Thani, milljarðamæringur og náfrændi emírsins í Katar, hefði keypt 5,01% hlut í Kaupþingi og greitt fyrir hann 25,7 milljarða króna. Þetta var haft til marks um styrka stöðu Kaupþings og þá trú sem bankinn nyti meðal fjárfesta. Síðar kom í ljós að Kaupþing hafði veitt Al Thani lán fyrir kaupverðinu með veði í hlutabréf- unum. Hreiðar Már og Sigurður voru ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun en Magnús og Ólafur fyrir hlutdeild í brotum hinna tveggja. Saksóknari taldi að þarna hafi verið um ræða málamyndaviðskipti sem ætlað var að halda uppi verði hluta- bréfa í Kaupþingi. Þá hafi lög verið brotin með lánveitingum bankans til Al Thani. Mennirnir neituðu allir sök og staðhæfðu að þrotabú Kaupþings stæði betur en ella vegna viðskiptanna en Al Thani greiddi þrotabúinu 3,5 milljarða króna vegna upp- gjörs viðskiptanna. Sakborningarnir voru einnig dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun á bilinu 13-33 milljónir króna. -pg  Dómur fjórir Kaupþingsmenn DæmDir í þriggja til fimm og Hálfs árs fangelsi Þungir dómar í Al Thani málinu Alma Rut Lindudóttir var kjörinn formaður Raddarinnar, baráttusamtaka fyrir réttindum utangarðsfólks, á stofnfundi samtakanna á miðvikudagskvöldið. „Ég er stolt að vera partur af þessu og virkilega þakklát því trausti sem mér var sýnt með því að vera kosin for- maður. Ég mun gera allt sem ég get til að sinna því með sóma Ég mun leggja allt mitt í þetta málefni eins og ég hef gert í þau ár sem ég hef komið að þessu,“ segir Alma. Hún hefur unnið mikið að málefnum utan- garðsfólks og kynnt sér vel þau úrræði sem í boði eru en Loftur Gunnarsson, útigangsmaður sem lést aðeins 32 ára í ársbyrjun 2012, var mikill vinur hennar. Meðal annarra stjórnarmanna eru Þorleifur Guðlaugsson, varaborgar- fulltrúi Vinstri grænna, sem einnig hefur látið málaflokkinn sig mikið varða. -eh London vinsæl- asti áfanga- staðurinn Fimmta hver vél eða 21 prósent fór til London af þeim 700 áætlunarferðum sem fóru frá Keflavíkur- flugvelli í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum af vefnum turisti.is. Easy Jet, Icelandair og Wow air fljúga öll til London allt árið um kring og hefur umferðin þangað tvöfaldast á tveimur árum. Í síðasta mánuði var næst vinsælasti áfangastaðurinn Kaupmannahöfn, eða 13% og svo Osló, 10%. Flugsam- göngur við aðrar borgir eru mun minni. Í haust hóf Ice- landair að fljúga til Newark flugvallar í nágrenni við New York borg. Þar með hefur ferðum þangað fjölgað því að félagið heldur áfram að fljúga til JFK flugvallar. Spáir hærra fasteignaverði Greiningardeild Arion banka spáir því að íbúðarhúsnæði muni hækka um 14% næstu tvö árin sem samsvarar 7 til 8 prósenta verðhækkun á hvoru ári fyrir sig. Samkvæmt spánni munu aukin umsvif í hagkerfinu samhliða vaxandi kaupmætti og fólksfjölgun þrýsta á hækkun á verði íbúðarhúsnæðis. „Við teljum að fjölbýli muni hækka meira í verði en sérbýli og reiknum með að hverfisálag mið- svæðis hækki lítillega þar til leiguverð eða markaðsverð skapa ótvíræðan hvata til nýbygginga,“ segir í tilkynningu frá bank- anum. Hönnuðir og arkítektar fá fé Hönnunarsjóður úthlutaði í fyrsta skipti ríflega 41 milljón króna til hönnuða og arkítekta. Meira en 200 umsóknir bárust og í heildina var sótt um 400 milljónir en 41 milljón var til skiptanna. 29 verk- efni hlutu styrki en auk þess voru ferðastyrkir veittir. Ungir og upprenn- andi fatahönnuðir með nýjar fatalínur voru meðal þeirra sem hlutu styrki til markaðssetningar erlendis. Vöru- og húsgagnahönn- uðir voru einnig á meðal þeirra sem hlutu styrki en mjög mikilvægt þykir að fjárfesta í starfsemi fjölmargra hönnuða og fyrirtækja. Verkefni á sviði grafískrar hönnunar, arkítektúrs, leirkerahönn- unar, skartgripahönnunar og textílhönnunar hlutu styrki. 2 fréttir Helgin 13.-15. desember 2013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.