Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Side 8

Fréttatíminn - 13.12.2013, Side 8
B úseta í sveitarfélagi ræður mestu um hvaða félagsleg úrræði bjóðast fólki sem leitar missir heimili sín í kjölfar nauðungaruppboðs eða gjaldþrots eða það þarf að selja ofan af sér til að fá greiðsluaðlögun. Ekki liggja fyrir opinberar tölur um hversu fjölmennur þessi hópur er en um 200 fjölskyldur af þeim lið- lega 2000, sem hafa fengið greiðslu- aðlögun fyrir milligöngu Umboðs- manns skuldara (UMS), hafa þurft að selja fasteignir sínar, segir Svan- borg Sigmarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi UMS. Óvíst er hve margir hafa orðið heimilislausir eftir gjaldþrot og nauðungaruppboð. Á vefsíðu Hags- munasamtaka heimilanna kemur fram að í einni viku í október hafi 154 fjölskyldur misst heimili sitt á nauðungaruppboði. Eftir nauð- ungaruppboð býðst fólki yfirleitt að leigja íbúð sína áfram í eitt ár en síðan tekur leigumarkaðurinn við. Leiga á því tímabili miðast yfirleitt við ákveðið hlutfall fasteignamats og er lægri en húsaleiga á frjálsum markaði á höfuðborgarsvæðinu. 200 hafa þurft að selja eignir til að fá greiðsluaðlögun Fólki sem leitar eftir greiðsluaðlög- un hjá Umboðsmanni skuldara er gert að selja heimili sitt ef útreikn- ingur á tekjum og framfærslukostn- aði bendir til þess að viðkomandi ráði ekki við að greiða reglulegar afborganir af áhvílandi lánum. Um- boðsmaður skuldara veit ekki hve stór hluti af þessum 200 fasteignum voru heimili skuldara og hve stór hluti voru aðrar fasteignir í eigu skuldarans, svo sem hesthús eða sumarbústaðir en eitthvað er um það þótt yfirleitt sé um heimili að ræða. Svanborg segir að ekki sé heim- ild í lögum til að lækka greiðslur af áhvílandi lánum eða fella niður kröfur fyrr en að greiðsluaðlögun- artímabili loknu en þá eru felldar niður þær skuldir sem eru umfram verðmæti íbúðar, ef umsækjandi stenst skilyrði fyrir því. Ekki er heldur tekið inn í myndina hvort fólk hafi yfirleitt greiðslugetu til þess að fara út á leigumarkaðinn. Mjög misjafn stuðningur sveitarfélaga við leigjendur Að öðru leyti er fyrirgreiðsla við fólk sem missir heimili sín vegna skulda hin sama og gildir á almenn- um leigumarkaði og er á hendi sveitarfélaga í formi húsaleigubóta. Þær bætur eru mjög misjafnar eftir því hvar fólk er búsett. Grunnbæturnar eru þær sömu um land allt og geta mest numið 50.000 krónum en þó ekki meira en helmingi af leigufjárhæð. Almennu húsaleigubæturnar byrja að skerð- ast þegar heildartekjur fjölskyldu eru hærri en 2.550 þúsund krónur á ári eða 212.000 krónur á mán- uði. Fjölskylda með eitt barn sem á engar eignir, hefur 500.000 króna heildartekjur og greiðir 150.000 krónur í leigu á mánuði fær 36.000 krónur á mánuði í húsaleigubætur. Ef heildartekjur sömu fjölskyldu eru 650.000 krónur eru húsaleigu- bæturnar 9.535 krónur á mánuði. Sum sveitarfélög greiða síðan út svokallaðar sérstakar húsa- leigubætur ofan á almennu húsa- leigubæturnar. Þær eru ætlaðar leigjendum sem búa við mjög erf- iðar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður. Flest stærri sveitarfélög landsins og öll sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu nema Seltjarnarnes og Garðabær greiða sérstakar húsa- leigubætur. Fjárhæðirnar eru hins vegar afar breytilegar. Langmestur stuðningur í Reykjavík. Í Reykjavík geta sérstakar húsa- leigubætur numið 1.300 krónum fyrir hverjar 1000 krónur sem veitt- ar eru í almennar húsaleigubætur en heildarstuðningurinn má þó aldrei vera hærri en 70.000 krónur eða 75% af leigufjárhæð. Réttur til sérstakra húsaleigubóta miðast við að einstaklingur hafi lægri tekjur en um 2,8 milljónir króna á ári en hjón og sambúðarfólk hafi lægri heildar- tekjur samtals en 4 milljónir króna á ári. Fyrir hvert barn innan við 20 ára bætast við 479.000 króna tekju- heimild á ári. Kópavogur greiðir einnig sér- stakar húsaleigubætur sem veita þó mun þrengri rétt en Reykvíkingar njóta. Til marks um það er hámarks sérstakra húsaleigubóta í Kópavogi 8.500 krónur á mánuði. Þær byrja að skerðast þegar heildartekjur einstaklings eða sambúðarfólks ná 180.000 krónum á mánuði og réttur til þeirra fellur niður ef skattskyld- ar mánaðartekjur einstaklings eða sambúðarfólks ná 213.000 krónum á mánuði eða um 2,5 milljónum á ári. Eins og fyrr sagði er réttur til sérstakra húsaleigubóta allt upp í 4 milljóna króna árstekjur í Reykja- vík. Í Mosfellsbæ miðast skerðingar- mörkin við 2.056.404 krónur á ári fyrir einstakling, eða 171.000 kr. á mánuði, en kr. 2.933.701 krónur á ári, eða um 244.000 krónur á mán- uði, fyrir hjón og sambúðarfólk, auk 329.112 króna fyrir hvert barn á framfæri innan 18 ára. Almennar og sérstakar húsaleigubætur í Mos- fellsbæ geta aldrei orðið hærri en 50.000 krónur á mánuði eða 75% af leigufjárhæð. Það munar því 20.000 krónum á mánuði á hámarki sér- stakra húsaleigubóta í Reykjavík og Mosfellsbæ, auk þess sem þeir sem sækja um sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík geta haft töluvert hærri tekjur en í Kópavogi, Mosfellsbæ og öðrum þeirra sveitarfélaga sem skoðuð voru og á annað borð veita þessa tegund félagslegrar aðstoðar. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is  Leigjendur FéLagsLeg úrræði Miklu munar á húsnæðis- stuðningi sveitarfélaga Reykjavík virðist langörlátasta sveitarfélagið í garð leigjenda. Miklu munar á stuðningi við leigj- endur í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum sem greiða sérstakar húsaleigubætur. Garðabær og Seltjarnarnes greiða ekki slíkar bætur. Þeir sem missa eignir sínar vegna skulda eru háðir húsaleigustuðningi sveitarfélaga. Búseta í sveitarfélagi ræður mestu um hvaða félagsleg úrræði bjóðast fólki sem leitar missir heimili sín í kjölfar nauðungarupp- boðs eða gjaldþrots eða það þarf að selja ofan af sér til að fá greiðsluaðlögun. Ljósmynd/Hari 8 fréttir Helgin 13.-15. desember 2013 i-Helicopter Stjórnað með iPhone, iPad, iPod touch Sölustaðir: Epli, Bókabúð Máls og menningar, Bókaverslun Stefáns Þórarinssonar, Myndiðjan, Símabúðin Firði, Superkaup.is, Símabær, Vísir. Dreifing: Demantskort, sími 860-8832 Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Minnum á desember- uppbótina Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.