Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Síða 10

Fréttatíminn - 13.12.2013, Síða 10
Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is SIEMENS Bakstursofn HB 33G1541S (stál) Einnig fáanlegur í hvítu og svörtu. Jólaverð: 149.900 kr. stgr. SIEMENS Uppþvottavélar SN 45M205SK (hvít) SN 45M505SK (stál) Jólaverð (hvít): Jólaverð (stál): 129.900 149.900 kr. stgr. kr. stgr. Ap ríl 2 01 3 SIEMENS Ryksuga VS 59E20 Jólaverð: 19.990 kr. stgr.BOSCHSafapressa MES 20A0 Jólaverð: 17.900kr. stgr. Gigaset Símtæki A510 Jólaverð: 8.220 kr. stgr. Vendela Borðlampar Hæð: 35,5 sm. Jólaverð: 8.900 kr. stgr. Þ orleifi Friðrikssyni sagn-fræðingi var sagt að bók hans, Dagar vinnu og vona, hefði verið tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna í flokki fræðibóka nú um mánaðamótin. Frétt þess efnis var lesin í Ríkisútvarpinu og byggð á fréttatilkynningu Félags íslenskra bókaútgefenda. Tilnefningin var síðan afturkölluð á þeim forsendum að bókin hefði verið gefin út 2012 en ekki 2013. Hún kom úr prentsmiðju um miðjan desember í fyrra. Háskólaútgáfan, sem gefur út bók Þorleifs, er ósátt við hvernig staðið var að málinu og í samtali við Jörund Guðmundsson, framkvæmdastjóra Háskólaútgáfunnar, kemur fram að hann telur einnig hafa verið brotið á fyrirtækinu við tilnefningar á síðasta ári. Þá hafi Náttúruvá á Íslandi, 800 blaðsíðna riti sem 60 jarðvísindamenn unnu að í 13 ár, einnig hafnað á síðustu stundu þar sem hún var ekki tilbúin frá prentsmiðju þegar kom að því að kynna tilnefningar. Egill Örn Jóhannsson, útgefandi í Forlaginu, tók við formennsku í Félagi íslenskra bókaútgefenda á þessu ári og segist ekki þekkja til málsins varð- andi Náttúruvá á Íslandi. Hvað varðar Daga vinnu og vona segir hann að Háskólaútgáfan hafi gert mistök með því að tilnefna til verðlauna þessa árs bók sem kom út á síðasta ári. Skrif- stofa félagsins hafi hins vegar einnig gert mistök, sem fólust í því að átta sig ekki á útgáfuárinu og senda bókina til dómnefndar sem las síðan bókina áður en í ljós kom hvernig í málinu lá. Þorleifur og Jörundur telja hins veg- ar báðir að Háskólaútgáfan hafi staðið rétt að málum. Í reglum sem birtar eru á heimasíðu Félags íslenskra bókaút- gefenda segir að útgefendur tilkynni fyrir 6. október hvert ár hvaða bækur þeir vilja leggja fram til tilkynningar. Á fyrsta stigi megi leggja fram handrit eða prófarkir. Fyrir 20. október beri að leggja fram þrjú eintök og greiða 30.000 króna gjald vegna hverrar bók- ar sem útgefandi leggur fram. Þessu hafi verið fylgt. Óprentuð bók tilnefnd í ár Þeir benda einnig á að ein þeirra bóka sem nú er tilnefnd í flokki fræðibóka, Vatnið, eftir Guðmund Pál Ólafsson heitinn, sé ekki komin úr prent- smiðju eins og fram hafi komið í frétt Ríkisútvarpsins um prentun hennar þann 3. desember síðastliðinn. Þetta sé til marks um að ekki sé samræmi í ákvörðunum eftir því hver á í hlut. „Þetta eru mjög einkennileg vinnu- brögð,” segir Þorleifur. „Ég hló að þessu í fyrstu en sá fljótlega að þetta er alvarlegra en mér fannst í byrjun og mér finnst þetta reyndar mjög tragískt um leið og það er kómískt.“ Þorleifur segir að sér virðist óljóst hvort yfirleitt sé hægt að fá bækur sem koma úr prentsmiðju á síðustu vikum hvers árs tilnefndar til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. „Ef slíkar bækur vekja athygli þá gerist það varla fyrr en eftir næstu áramót. Það hefur blessunarlega átt við um Daga vinnu og vona,“ segir Þorleifur og spyr: „Þess vegna er spurningin hvers eiga bækur sem koma út 20. október til 31. desember að gjalda? Ef slík bók er fyrirfram útilokuð hvers vegna þá að taka við gjaldinu og láta þrjá valinkunna ein- staklinga strita við að lesa og meta 400 síðna verk?“ „Þetta er allt mjög skrýtið og engan veginn til þess að auka hróður þessara verðlauna sem mér finnst vera virkilega gott og flott framtak,“ segir Þorleifur og segir málið vekja spurningar um það hvort Íslensku bókmenntaverðlaunin séu í raun bókmenntaverðlaun eða auglýsinga- verðlaun útgefenda. Sögur fari af því að „ákveðnir forleggjarar hafi meiri áhrif en aðrir á það hvaða bækur hljóti tilnefningar.“ Jörundur Guðmundsson segir að tilnefningar til Íslensku bók- menntaverðlaunanna skipti miklu máli varðandi alla kynningu og þá athygli sem bækur fá. Hann segist telja að Háskólaútgáfan hafi staðið að tilnefningum í fullu samræmi við auglýstar reglur Félags íslenskra bókaútgefenda enda hafi verið tekið við bókum og tilnefningargjaldi og bækur sendar til dómnefndar sem tók síðan ákvörðun um tilnefningar. Fyrst þá hafi verið gerðar athugasemdir við útgáfuár og það hvenær bækur komu úr prentsmiðju. Hann bendir á það sem fram kom að ofan að Vatnið var óprentuð þegar tilkynnt var um til- nefningar. „Þarna er greinilega ekkert sam- ræmi í reglunum,“ segir Jörundur. „Ég veit það núna eftir tveimur að- ilum að Náttúruvá á Íslandi átti að fá tilnefningu í fyrra.“ „Við lögðum þá fram prentað eintak en óinnbundið en drógum hana síðan til baka eftir að okkur var sagt af fleiri en einum aðila sem voru í for- svari fyrir félagið að hún yrði að vera endanlega tilbúin á tilnefningardag- setningu. Við vitum núna að á þeim tíma var dómnefnd búin að ákveða að tilnefna bókina. Hún komst ekki einu sinni á blað í ár.“ Jörundur segir ekkert ákveðið um viðbrögð Háskólaútgáfunnar. Erfitt sé að gera nokkuð í málinu úr þessu. Stjórn útgáfufélagsins eigi eftir að koma saman. „Ég harma mjög að þetta hafi farið svona og mér finnst við ekki hafa fengið sanngjarna máls- meðferð,“ segir Jörundur. Mistökin eru útgefandans „Það var lögð fram bók sem kom út 2012. Mistökin eru útgefandans að leggja fram bók sem hann veit manna best að kom ekki út á þessu ári,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Fé- lags íslenskra bókaútgefenda og vísar þar til bókar Þorleifs, Daga vinnu og vona. Þetta sé eina ástæðan fyrir því að bókinni var vísað frá enda séu verðlaunin veitt bókum sem komið hafi út á árinu 2013. „Það er leitt að það skyldi hafa náð alla leið til dóm- nefndar en skrifstofan áttaði sig ekki á því að um ársgamla bók er að ræða.“ Háskólaútgáfan telur sig hafa verið hlunnfarna við tilnefningar til Ís- lensku bókmennaverðlaunanna síðustu tvö ár og segir ekki samræmi við tilnefningar eftir því hver á í hlut. Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir Háskólaútgáfuna hafa gert mistök og tilnefnt bók í ár sem kom út í fyrra. Deilt er um reglurnar og hvort yfirleitt sé mögulegt að fá bækur tilnefndar sem ekki er búið að prenta og binda inn um mánaðamótin nóvember desember.  Bókmenntaverðlaun tilnefning fræðiBókar afturkölluð eftir tilkynningu Titringur vegna tilnefninga Bókin Dagar vinnu og vona – Saga verka- mannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði var tilnefnd til bókmenntaverð- launa í flokki fræðibóka samkvæmt tilkynn- ingu sem Félag íslenskra bókaútgefenda sendi út. Síðan var sagt að um mistök hefði verið að ræða og að bókin hefði komið út fyrir síðustu áramót og væri því ekki gjaldgeng. Það hafi verið óheppileg mistök hjá skrifstofunni. Egill Örn tók við for- mennsku á þessu ári og segist aldrei hafa heyrt af málinu varðandi Nátt- úruvá á Íslandi. „Að réttu lagi hefði átt að tilnefna Daga vinnu og vona í fyrra. Ætla mætti að bók sem kemur út um miðjan desember sé til í prentskjölum nokkrum vikum fyrr. Mörg fordæmi séu fyrir því að dómnefndir hafi feng- ið handrit, prentskjöl og arkir til þess að vinna eftir enda sé það heimilt. „Dómnefndir fá bækurnar til yfirlestr- ar eins og þær koma út,“ segir Egill Örn. „Eins og allir vita er stærstur hluti jólabókaflóðsins óútkominn í október.“ Tilnefning Vatnsins eftir Guðmund Pál sé einmitt dæmi um að þetta sé í samræmi við reglur. Sú bók hafi verið í prentsmiðju þegar tilnefningar voru kynntar en Forlagið hafi lagt fram prentskjöl og prentaðar arkir eins og leyfilegt er. Mega skila pdf-skjölum Um það hvernig hægt sé að fá til- nefndar bækur sem koma út síðustu daga og vikur ársins segir Egill að ekki séu vandkvæði á því og fyrir því séu ný og gömul fordæmi. „Reglurnar eru nokkuð skýrar. Það er opið fyrir það og vel þekkt að útgefendur skili pdf-skjöl- um, prentuðum örkum og öðru sem er tilbúið.“ Verið sé að keyra nýprentaðar bækur til dómnefndar frá skrifstofu Fé- lags íslenskra bókaútgefenda allt fram á síðustu stundu. Egill segir ennfremur að formaður félagsins hafi ekki afskipti af störfum dómnefndar og að hann þekki ekki þær innri starfsreglur sem dómnefndir setji sér um mat á verkum. Hann segir að það hafi ekki verið rætt að breyta regl- unum þannig að línan sé ekki dregin jafnskýrt um áramót heldur gefinn um- þóttunartími þannig að bækur sem eru prentaðar í lok árs fáist tilnefndar með útgáfu næsta árs. „Það væri þá stjórnar félags útgefenda að ræða það en það hefur ekki komið til tals,“ segir hann. Spurður hvort það skapi tor- tryggni að forsvarsmaður langstærstu bókaútgáfunnar sé í forsvari fyrir félag bókaútgefenda, segir Egill Örn: „Fyrir því eru áratugafordæmi og ekki bara hérlendis heldur erlendis þar sem við þurfum ekki annað en að líta til Norðurlandaþjóðanna en þar eru formenn félaganna yfirleitt stærstu bókaútgefendur hvers lands. Formenn félaganna ákveða ekki hvaða bækur eru tilnefndar til verðlaunanna. Ég vissi ekki einu sinni hvaða fólk sæti í nefndunum.“ Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Jörundur Guðmundsson. Egill Örn Jóhannsson. Mynd Hari Þorleifur Friðriksson. Ég hló að þessu í fyrstu en sá fljót- lega að þetta er alvarlegra en mér fannst í byrjun... 10 fréttaskýring Helgin 13.-15. desember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.