Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Page 40

Fréttatíminn - 13.12.2013, Page 40
- Hrein snilld - Í ELDAMENNSKUNA Gerðu máltíðina enn betri með teningunum frá Bong því þeir laða fram það besta úr góðu hráefni. EKKERT MSG ENGIN TRANSFITA ENGIN LITAREFNI Sígaunaspilin eru einfaldari en hefð- bundin tarotspil og þessi eru sér- staklega hönnuð til að ná til ungs fólks.  Dægurmál Vinkonur til ellefu ára gefa saman út bók og spáspil Sígaunaspilin segja til um framtíðina Hafdís Heiðarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnars- dóttir áttu báðar sígauna- spil sem unglingar og nota þau enn. Hafdís segir erfitt að nálgast góð sígauna- spil og eftir að þeirra eigin unglingar fóru að stelast í spilin þeirra ákváðu þær að hanna sín eigin spil. Við hönnun spilanna fæddist söguþráður að bók um stelpu sem fær sígaunaspil í kistli frá ömmu sinni í Rúmeníu og úr varð bókin Galdra þulan. V ið höfum báðar átt spáspil frá því við vorum unglingar og það er skondin tilviljun að við byrjuðum báðar að læra á sígaunaspil því þessi spil eru ekki mikið notuð hér á landi og erfitt að nálgast góð sígaunaspil,“ segir Hafdís Heiðarsdóttir sem ásamt Vilborgu Aldísi Ragnarsdóttur, samstarfskonu sinni og vinkonu til ellefu ára, var að gefa út ung- lingabókina Galdraþulan en með bókinni fylgja sígaunaspil. Þær Hafdís og Vilborg hafa síðustu ár rekið saman fyrirtækið Arca design sem sérhæfir sig í íslenskri hönnun á vörum úr plexigleri og áli, og ákváðu að færa út kvíarnar með útgáfu bókarinnar og spilanna. Bryndís segir að sígaunaspilin séu spáspil en heldur ein- faldari en hefðbundin tarotspil. „Við eigum báðar unglinga sem eru alltaf að stelast í spilin okkar og við ákváðum að búa til okkar útgáfu af spilunum. Þegar við vorum að hanna spilin þá eiginlega bara kom bókin til okkar. Ég veit að það hljómar eins og klisja en þannig var það,“ segir Hafdís hlæjandi. Spilin fylgja með bókinni og leika sígaunaspil þar stórt hlutverk. „Sagan fjallar um Kæju sem er ósköp venjuleg íslensk stelpa en á 15 ára afmælisdaginn fær hún sendan ævafornan kistil frá ömmu sinni í Rúmeníu. Inni í kistl- inum finnur hún gömul sígaunaspil og þegar hún leggur þau í fyrsta skipti kemur í ljós galdraþula. Það sem Kæja vissi ekki er að þulan var bannfærð af ungri norn sem hafði gengið í lið með hinu illa og eftir að Kæja fór með þuluna fór ýmislegt að gerast. Hún breyttist í útliti og komst að því að hún getur galdrað. Kæja kynnist síðan strák sem er í nornareglu á Íslandi. Galdraþulan er í þremur hlutum og þegar Kæja fór með fyrsta hluta hennar opnaði hún fyrir gáttir í Rúmeníu þar sem nornaþingið vill ekki að hún fari með seinni hlutana tvo og reyna allt til að eyða yfirvofandi ógninni,“ segir Hafdís en til stendur að gefa út tvær aðrar bækur í framhaldi af Galdraþulunni. Þær fengu grafíska hönnuðinn Ólöfu Erlu Einarsdóttur, sem þekkt er fyrir að skapa magnaða töfraver- öld með myndum sínum, til að gera forsíðukápuna en fyrirsætan á káp- unni er dóttir Hafdísar, Birta. Haf- dís segir vinnuna við bókina gengið mjög vel en erfiðara hafi verið að prenta spilin. „Það var erfitt að láta gera þau einmitt eins og við vildum hafa þau. Til stóð að bókin og spilin kæmu til landsins í síðasta lagi í byrjun nóvember en því seinkaði um mánuð. En við erum ánægðar með útkomuna þannig að biðin var þess virði.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hafdís Heiðarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnars- dóttir eru höfundar bókarinnar, en þær reka saman hönnunarfyrir- tækið Arca design. Ljósmynd/Hari Grafíski hönnuður- inn Ólöf Erla Einars- dóttir hannaði bókarkápuna og fyrir- sætan á kápunni er dóttir annars höfundarins. 40 viðtal Helgin 13.-15. desember 2013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.