Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Qupperneq 53

Fréttatíminn - 13.12.2013, Qupperneq 53
551 1200 | HVERFISGATA 19 | LEIKHUSID.IS | MIDASALA@LEIKHUSID.IS S igríður Thorlacius býr á þriðju hæð í gömlu húsi í miðborginni. Íbúðin er gamaldags, á notalegan hátt, en þar má einnig sjá nýja ís- lenska hönnun. Líklega er Sigríður einmitt þannig, notalega gamal- dags og afar íslensk. Við setjumst við eldhúsborðið sem á er vasi með greni og rauðum berjum, og í glugganum eru heklaðar bjöllur – jólaljós sem vinkona Sigríðar bjó til handa henni. Annars fer lítið fyrir jólaskrauti. „Ég bý í svo litlu rými að ef ég skreytti mikið fyrir jólin þá væri bara drasl. Ég er með kerti, ljós og greni. Það er alveg nóg fyrir mig,“ segir hún. „Ég baka ekki. Mér finnst ekki gaman að baka. Ég fæ líka leið ef ég er með mikið af einni tegund. Það hentar mér betur að kaupa bara tíu smákökur, og ég er meira að segja líklega komin með leið á þeim áður en ég er búin með allar tíu.“ Desember er sannkallaður annatími hjá mörgum og ekki síst söngkonu eins og Sigríði sem kemur fram víða í aðdraganda jólanna enda ein ástsælasta söng- kona þjóðarinnar þrátt fyrir ungan aldur. „Fólk nýtir þennan tíma til að fara á tónleika, auk þess sem mörg fyrirtæki eru með jólagleði fyrir starfsfólkið sitt. Ég held að flestir í minni stöðu hafi mikið að gera á þessum tíma. Þetta er svo- lítið eins og að fara á sjó. Þetta er bara vinnutörn.“ Það hentar Sigríði því afar vel að eltast ekki við aðrar jólahefðir en þær sem henni finnst virkilega skipta máli. „Að baka og búa til piparköku- hús hentar ekki mínu mynstri. Þegar maður er búinn að ákveða að maður ætlar ekki að gera það sem allir eru að gera fyrir jólin þá losnar maður við ákveðið stress sem því fylgir. Mér finnst vera ákveðin krafa í samfélaginu um að þú gerir ákveðna hluti í aðdraganda jólanna. Ég gerði mér grein fyrir því þegar fyrsti í aðventu var liðinn að ég átti engan aðventukrans. Mér fannst ég þá verða að gera eitthvað fyrir annan í aðventu,“ segir hún og ég spyr í einlægni hvort hún hafi í alvöru hugsað svona því ég var einmitt í sömu sporum, alveg óvart með engan aðventukrans á fyrsta í aðventu og fannst ég hafa fundið jólasálufélaga minn í Sigríði. Hún er nú búin að setja fjögur kerti í stjaka með skrauti. „Það er alveg nóg fyrir mig. Ég veit samt ekki alveg af hverju ég er að gera þetta því ég á ekki von á því að hingað komi einhver jólalögga og skammi mig.“ Ekkert grátkast yfir pottunum Hún tekur fram að það sé þó langt því frá að hún sé einhver Skrögg- ur. „Ég er í raun mikið jólabarn. Ég er alin upp af eldra fólki, á mínu heimili var alltaf hlustað mikið á Rás 1, allar systur mínar voru í Hamrahlíðarkórnum og ég sjálf síðar. Mínar jólahefðir eru flestar tengdar tónlist, að hlusta á systur mínar syngja í messum og í Friðargöngunni. Tónlist er akkerið í mínu jólahaldi, að fara á vissa tónleika eða hlusta á Jólaórato- ríuna. Ég er alls ekki föst í því að borða ákveðinn mat eða ákveðnar smákökur og verð í raun mjög hissa þegar fólk á mínum aldri, um þrítugt, verður að fá einhvern ákveðinn mat á aðfangadag. Ég tengi ekki við það og væri alveg eins til í að borða bara góðan fisk. Síðan finnst mér nauðsynlegt að eiga nýja bók og kaupi mér bók sjálf til að það sé alveg öruggt. Ég er jólabarn og þykir vænt um þenn- an tíma en stundum finnst mér hann verða svolítið ruglaður. Mér finnst sorglegt þegar ég heyri af konum sem ég þekki vel og þær fá í alvörunni grátkast yfir pottunum. Mér finnst það svo leiðinlegt fyrir þær að það sé einhver utanað- komandi pressa um að þær þurfi að standa skil á ákveðinni sósu á ákveðnum tíma. Ég nenni ekki að taka þátt í því.“ Mjög íslensk plata Miðað við áherslur Sigríðar um jólin er því sérlega viðeigandi að hún sé að gefa út jólaplötu, þar sem lögin sjálf eru þó ekki sérlega jólaleg. „Það sem er jólalegt eru orðin. Ef þú hlustar ekki á textann eru þau ekkert svakalega jólaleg. Ég geri mér samt ekki alveg grein fyrir hvað það er sem gerir jólalög jólaleg. Ætli það sé ekki einhver bjölluhljómur og slíkt. En lögin á plötunni eru bara falleg lög sem fylgja ljóðunum eftir, gömlum ís- lenskum ljóðum.“ Upphaflega hugmyndin að plöt- unni kom frá Guðmundi Óskari Guðmundssyni, félaga Sigríðar úr hljómsveitinni Hjaltalín sem þar spilar á bassa, og Bjarna Frímanni Bjarnasyni, píanó- og fiðluleikara, og semja þeir öll lögin á plötunni sem heitir Jólakveðja. „Það var ekkert ákveðið frá byrjun að þetta yrði jólaplata en þegar það var ákveðið vildum við ekki fara að semja einhverja textahnoð í flýti og ég fór að finna ljóð. Mér fannst gaman að finna allan þenna fallega kveðskap. Þarna eru til að mynda Sigríður Thorlacius bakar ekki fyrir jólin og reynir að láta samfélagslegar kröfur ekki stýra sér í aðdraganda jólanna. Hún er þó mikið jólabarn og finnst mjög gaman bæði að hlusta á og syngja jólalög. Sigríður er nýbúin að gefa út plötuna Jólakveðja þar sem lögin sjálf eru ekki mjög jólaleg en text- arnir gömul íslensk ljóð sem fanga jólaandann. Hún segir að það þurfi ekki ákveðinn mat eða hluti til að jólin komi heldur nægi einfaldlega að stilla sig inn á þau. Framhald á næstu opnu Mér finnst sorg- legt þegar ég heyri af konum sem ég þekki vel og þær fá í alvör- unni grátkast yfir pottunum. viðtal 53 Helgin 13.-15. desember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.