Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Page 84

Fréttatíminn - 13.12.2013, Page 84
84 heklað Helgin 13.-15. desember 2013  Hekl Í bókinni eru einfaldar og skemmtilegar Hekluppskriftir HIN FULLKOMNA JÓLAGJÖF Óskaskrín henta fullkomlega í harða pakka fyrir þá sem vilja upplifa og njóta, þá sem velja sjálfir, þá sem eiga allt. Það er einfalt að velja rétta gjöf – gefðu upplifun í öskju, gefðu Óskaskrín. Opna – Velja – Njóta sími 577 5600 info@oskaskrin.is www.oskaskrin.is PI PA R\ TB W A • S ÍA Ugla sat á kvisti Heklaðar fígúrur Marín Þórsdóttir hefur heklað frá því hún var unglingur en er einnig liðtæk með prjónana. Hún var að gefa út sína fyrstu heklbók sem er tileinkuð smáfólkinu. Þar eru 32 uppskriftir að hekluðum dýrum og öðru nýtilegu fyrir börn og foreldra. É g lærði að hekla í grunnskólanum í Mosfellsbæ, Gaggó Mos. Það fyrsta sem ég heklaði mér var vesti sem mér fannst mjög töff en ég veit ekki hvort það myndi ganga í dag,“ segir Marín Þórsdóttir. sem var að senda frá sér bókina „Heklað fyrir smáfólkið.“ Hún hefur alltaf lagt stund á handavinnu og í raun prjónað meira en heklað í gegn um tíðina. „En eftir að ég eignaðist strákinn minn, sem er núna fjögurra ára, þá fórum við vinkonurnar að hekla lítil dýr eftir amerískum upp- skriftum. Þetta þróaðist síðan út í að ég fór að hekla eftir mínum eigin uppskriftum. Ég hef oft verið spurð hvort ég vilji selja hlutina sem ég hef heklað en þar sem handavinna er svo lágt verðlögð lang- aði mig aldrei að hekla til að selja. Frekar vil ég gefa handavinnuna mína eða hjálpa öðrum að hekla sjálfir. Þá spratt upp sú hugmynd að gefa út heklbók,“ segir hún. Þetta er fyrsta bókin sem Marín gefur út ein en hún átti uppskriftir í bæði Prjónaperlum og Fleiri prjónaperlum, en þeim bókum var ritstýrt af Halldóru Skarphéðinsdóttur og Erlu S. Sigurðardóttur. Í bók- inni „Heklað fyrir smáfólkið“ er að finna ýmiss konar fígúrur en líka barnasmekki, húfur og teppi. „Allar fígúrurnar hafa sín persónueinkenni. Innblástur að uglunni sótti ég til lítils vinar míns sem segir ekki mikið en þegar hann talar segir hann eitthvað mjög gáfulegt. Þessi litli vinur minn sem uglan er tileinkuð heitir Bjartur og hugmyndin að henni fæddist einn góðan sumardag í bílnum á leiðinni frá Akureyri. Upp- skriftin að uglunni er einföld og ef fólk getur heklað hana þá ætti það að geta heklað allar hinar uppskriftirnar í bókinni,“ segir Marín en meðal annarra fígúra í bókinni eru fíllinn Oddvar, Hanna kolkrabbi og nærsýn kisa með gleraugu. Marín deilir uppskriftinni að uglunni með lesendum Fréttatímans. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Uglan segir fátt en þegar hún segir eitthvað er það afskaplega gáfulegt. Ljósmynd/ Móa Hjartardóttir Það sem þarf er: Garn: Afgangar af Mandarin Classic og Mandarin Petit Heklunál: 3 mm Tróð Uglan er um 15 cm á lengd Búkur Heklið fram og til baka. Heklið 21 LL. 1. umf.: Heklið 1 FL í aðra L frá nál. Heklið 1 FL í hverja L út umf. Endið þessa umf. og allar umf. hér eftir á 1 LL og snúið við. 2.-64. umf.: Heklið 1 FL í hverja L út umf. Endið hverja umf. á 1 LL og snúið við. Slítið frá og gangið frá lausum endum. Auga Heklið í hring. Heklið 2 LL. 1. umf.: Heklið 6 FL í aðra L frá nál. Tengið saman hringinn með KL og heklið 1 LL. 2. umf.: Heklið 2 FL í hverja L út umf., alls 12 FL. Tengið saman í fyrstu L með KL og heklið 1 LL. 3. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í næstu L. * Endurtakið frá * til * út umf., alls 18 FL. Slítið frá og gangið frá lausum endum. Heklið hitt augað eins. Saumið augasteina í augun. Vængir Heklið í hring, skiptið um lit í þriðju hverri umf. Heklið 2 LL. 1. umf.: Heklið 6 FL í aðra L frá nál. Ljúkið þess- ari umf. og öllum umf. hér eftir með því að tengja saman hringinn með KL í fyrstu L og hekla 1 LL. 2. umf.: Heklið 2 FL í hverja L, alls 12 FL. Munið að tengja saman í fyrstu L með KL og heklið 1 LL. 3. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í næstu L.* Endurtakið frá * til * út umf., alls 18 FL. 4. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í næstu 2 L.* Endur- takið frá * til * út umf., alls 24 FL. 5. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í næstu 3 L.* Endur- takið frá * til * út umf., alls 30 FL. 6. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í næstu 4 L.* Endur- takið frá * til * út umf., alls 36 FL. Uglurass Heklið í hring. Heklið 2 LL. 1. umf.: Heklið 6 FL í aðra L frá nál. Ljúkið þess- ari umf. og öllum umf. hér eftir með því að tengja saman hringinn með KL í fyrstu L og hekla 1 LL. 2. umf.: Heklið 2 FL í hverja L, alls 12 FL. Munið að tengja saman í fyrstu L með KL og heklið 1 LL. 3. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í næstu L.* Endurtakið frá * til * út umf., alls 18 FL. 4. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í næstu 2 L.* Endur- takið frá * til * út umf., alls 24 FL. 5.-8. umf.: Haldið áfram að auka út í um 6 FL í hverri umf. með þessum hætti þar til FL telja 48. Slítið frá og gangið frá lausum endum. Saumið alla hlutana sam- an og saumið gogginn í. Fyllið með tróði áður en saumað er fyrir búkinn að fullu. Marín Þórsdóttir hefur heklað frá því hún var unglingur og byrjaði að hekla fígúrur eftir að sonur hennar fæddist. Lj ós m yn d/ M óa H ja rt ar dó tt ir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.