Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Page 94

Fréttatíminn - 13.12.2013, Page 94
J ólin væru bara eins og hver annar þriðjudagur ef ekki væri fyrir eina staðreynd. Á jólun- um þarf að setja sósu á allt. En marga hryllir tilhugsunin að baka upp sósur frá grunni. Kekkjaóttinn svokall- aði byrjar að gera vart við sig um des- ember miðjan og magnast svo fram að jólum. En það þarf ekki að óttast. Því að uppstúfnum undanskildum er hægt að einfalda sér sósustressið um jólin. Með því að gera einn góðan sósugrunn, ríkisgrunn. Hann má svo tvista og snúa svo úr verði sósa sem passar með því sem næst öllu. Orðatiltækið bragðast eins og kjúklingur varð ekki til úr engu. Kjúklingur er enda bragðlítill einn sér og sjálfur. Það gerir það hins veg- ar að verkum að kjúklingur hentar einkar vel sem grunnur. Það vill líka svo til að vængirnir af kjúklingnum henta sérlega vel til sósugerðar og kosta svipaðan pening og strætómiði. Grunnurinn Saxa grænmetið og setja í eldfast mót ásamt kryddjurtunum. Passa að mótið sé frekar stærra en minna. Þó þannig að grænmetið þekji botninn. Skera í holdið á kjúklingnum og skera vængina jafnvel í tvo þrjá bita. Dreifa þeim svo um fatið og velta öllu saman upp úr hlutlausri matar- olíu. Salta og pipra hóflega. Skella herlegheitunum inn í 200 gráðu heitan ofn og elda í klukku- tíma eða þar til að kjötið er byrjað að brúnast og fellur auðveldlega af beinunum. Færa allt gumsið yfir í stóran pott og steikja við lágan hita. Passa að skafa allt sem hefur fest við botninn á eldfasta mótinu og setja út í pott- inn. Hægt að nota nokkra dropa af vatni eða rauðvíni til að ná því erf- iðasta. Hræra vel í og þrýsta kraft- inum úr kjúklingnum og græn- fóðrinu. Skafa botninn reglulega svo ekkert brenni við. Því lengur sem steikt er, því bragðmeiri og dekkri verður sósan. Þá er að dreifa hveitinu yfir og hræra því saman við. Þegar mesta hveitibragðið hefur verið steikt úr eftir mínútu eða tvær er sjóðandi heitu vatni helt yfir og öllu hrært saman. Hækkað undir og ná upp suðu. Halda svo við suðumark í um 10 mínútur. Þá ætti sósan að hafa þykknað vel. Ef bragðbæta á með rauðvíni eða slettu af öðru bragðgóðu víni eins og sérrí, púrtvíni eða koníaki er tíminn núna. Líka hægt að nota smá malt ef ekki á að nota bús. Láta malla við vægan hita í um hálftíma. Sigta svo og kreista vel allan vökva úr grænmetinu og kjúklingn- um. Þetta geymist í tvo þrjá daga inni í kæliskáp en svo mánuðum skiptir í frystinum. Einfalt að frysta hæfilega skammta í pokum með zip lás. Ef þeir eru frystir flatt eru þeir enga stund að þiðna. Sósan kláruð Þegar tími er svo kominn til að drekkja góðum kjötbita í sósu er poki tekinn úr frystinum. Hann látinn þiðna meðan maturinn er eldaður. Safna saman öllum kjöt- safa og skófum af kjötbitanum. Ef feitmeti var á hlóðunum er best að fleyta burt mestri fitunni. Hræra svo saman við ríkissósugrunninn. Hita upp að suðu og láta malla um stund til að þykkja. Því næst er það heimagerða rifsberjagelið. Mat- skeið eða tvær af því setja punkt- inn yfir i-ið. Gott að sigta sósuna og halda henni heitri þangað til einhver segir gjörið svo vel. Rétt áður en sósan er borin fram er líka gott að skutla nokkr- um grömmum af köldu smjöri út í til að fá gljáa og gott bragð. Sletta af rjóma drepur svo engan svona rétt yfir hátíðirnar. Nema kannski einhvern sem er með ofnæmi fyrir mjólkurvörum. Kannski. 94 matur & vín Helgin 13.-15. desember 2013 Megi sósan vera með þér Rétt áður en sósan er borin fram er líka gott að skutla nokkrum grömmum af köldu smjöri út í til að fá gljáa og gott bragð. Sletta af rjóma drepur svo engan svona rétt yfir hátíðirnar. Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is Sósan Sósan hentar með flestum mat en eins og gefur að skilja er ekki hægt að nota vökvann af söltu kjöti. En þá er um að gera að nota eitthvað annað gott. Smá malt, eða kjötkraft. Sveppi, sultu eða tómatkraft. Svo er hægt að kaupa lítinn bita af ósöltu kjöti af sömu tegund. Steikja einhverja góða blöndu af þessu á pönnu með og skutla ríkisgrunninum svo út í pönnuna. Salta og pipra smá og sjóða svolitla stund þangað til að sósan þykknar. Sigta svo bitana frá og klára með rifsberjagelinu góða og drekkja svo hvurju því sem að kjafti vill koma í heitri sósunni. 1 pakki kjúklingavængir, u.þ.b. 600 gr. 2 laukar gróft saxaðir 2 stórar gulrætur saxaðar 2 sellerístilkar saxaðir 3 lárviðarlauf 3 salvíulauf 2 rósmaríngreinar 2 lítrar sjóðandi heitt vatn 1 dl rauðvínsglas rifsberjagel olía pipar salt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.