Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Síða 114

Fréttatíminn - 13.12.2013, Síða 114
Verkalýðurinn skapar samfélag Það var verkalýðurinn sem skapaði Þríhrossin; vinnufólk sem flúði í sjávarþorpin undan ánauðarkerfi bændanna, kerfi sem var aðeins skör yfir þrælahaldi (þrælahald lagðist af á Íslandi án átaka vegna þess að ánauðarkerfið var hagkvæmara fyrir bændurna). Í fyrstu var vinnufólkið frelsinu fegið; fegið að geta stofnað fjölskyldu og reynt að skrimta í verstöðvum af daglaunum eða aflahlut. En fljótlega myndaði verka- lýðurinn samtök og gerði kröfur um að samfélagið yrði aðlagað að þeirra þörfum; að laun yrðu hækkuð, hvíldartími tryggður og vinnutími styttur en líka að heilsugæsla og skólaganga yrði almenn og að fjölskyld- um yrði tryggt öruggt húsnæði; sem sagt hefðbundnar kröfur lágstéttar um samhjálparkerfi sem byggt er upp af skattlagningu tekna; en ekki síður eigna. Yfirstéttin þurfti ekki slíkt kerfi. Hún gat tryggt sér öruggt húsnæði, veitt börnum sínum menntun og byggt upp afkomu á efri árum með sparnaði af tekjum sínum. Lágstéttin gat ekki staðið undir slíku af lágum launum sínum. En hún var fjölmenn og með samtaka- mætti gat hún þrýst á um að samfélagið þjónaði ekki aðeins hinum ríku og vold- ugu (lögga og dómstólar til að verja eign- arrétt) heldur líka að þörfum alþýðufólks (almenn velferð). Hver láglaunamaður var fátækur og valdalaus en saman gat alþýðan sótt sér næstum takmarkalaus völd til að breyta samfélaginu. Hún varð ekki rík af slíkri baráttu en samfélagið varð mannúðlegra og sanngjarnara; á endanum svo að það var hægt að lifa með reisn þótt maður væri blankur. Verkalýðsstéttin flutti með sér hug- myndir úr sveitunum um hvernig gott samfélag ætti að vera; hugmyndir sem höfðu kviknað í sveitunum urðu stórar í bænum: Lestrarfélög urðu að bókasöfn- um, farandkennarar að skólum, yfirsetu- konur að heilsugæslu. Og svo framvegis. Verkalýðurinn stofnaði með sér samtök, byggði upp sparisjóð og kaupfélag, gaf út blað og bækur, hvatti fólk til mennta, heilsueflingar, listiðkunar og útiveru; til sjálfsköpunar. Á breyttum tímum var það nauðsyn hvers manns og konu að breyt- ast sjálf og styrkjast. Þetta er goðsögnin um lágstéttirnar. Hún var í fyrstu misnotuð en náði með samtakamætti að þröngva yfirstéttunum til að draga úr stéttamun með sann- gjarnari launagreiðslum og samrekstri á þeirri grundvallar velferðarþjónustu sem allir þurfa á að halda; heilbrigði, menntun og framfærslu til handa þeim sem geta ekki vegna fötlunar, lasleika eða elli brauðfætt sig og sína. Með þessu batnaði líf alþýðunnar, stéttamunur minnkaði og börn verkafólks gátu sótt sér menntun og unnið sig þannig upp úr lágstéttinni. Í þessu lá hins vegar fræ fyrirsjáan- legra vonbrigða. Þótt verkalýðurinn byggi við betri kjör og meiri reisn en vinnufólkið á tímum ánauðar þá bjó í hverri fjölskyldu draumurinn um að næsta kynslóð yfirgæfi verkalýðsstétt- ina; stigi upp um eitt þrep hið minnsta. Og síðan myndi næsta kynslóð taka enn annað skref upp á við. Það getur náttúrlega hver séð að þetta er ekki sjálfbært væntingakerfi. Það er innbyggt inn í það einskonar verðbólga væntinganna. Ef allir ná að klifra upp hlýtur fjöldinn að sunka niður. Það geta ekki bara verið liðþjálfar í hernum. Hrunin sjálfsmynd Ef það tekur hálfa öld fyrir lágstéttirnar að komast undan taumlausri misnotkun fyrstu kynslóða kap- ítalista; þá tekur það líklega álíka langan tíma fyrir samtök verkalýðsins að flytja áherslurnar frá uppbygg- ingu sanngjarns samfélags sem hentar eignalausri lágstétt yfir í kröfur um samfélag sem þjónar þörfum og væntingum millistéttarinnar. Fyrir það fyrsta tekur það skemmri tíma fyrir forystusveit verkalýðs- ins að aðlagast millistéttarlífi og taka upp lífsviðhorf millistéttarinnar. Forystan verður á skömmum tíma að stjórnsýslustétt verkalýðsins. En megindriftin að baki færslu samtaka verkalýðsins frá kröfum um almenna velsæld og yfir í kröfur um að hver eigi rétt á tækifær- um til að byggja upp sína eigin einkavelsæld liggur í væntingaskekkjunni sem ég nefndi áðan. Kúgaður hópur þarf að byggja upp og viðhalda sterkri sjálfsmynd til að halda sig við þær kröfur sem sannanlega þjóna best hagsmunum hans. Ef sjálfs- myndin er veik upplifir hópurinn sig alltaf sem gallaða útgáfu af kúgara sínum; konur sem veika karla, svartir sem lélega hvíta, fatlaðir sem gallaða heilbrigða. Og svo framvegis. Ef hópurinn sækir ekki stolt sitt í stöðu sína, eiginleika og uppruna; veikjast og útvatnast kröf- ur hans. Á endanum verða þær aðeins umsókn um að fá að vera sem líkastur andstæðingnum; kúgaranum. Kannski var íslenskur verkalýður aldrei ýkja stoltur. Mér sýnist þó af þeim heimildum um baráttuna á fyrri helmingi síðustu aldar sem ég hef séð að hann var þá margfalt stoltari en í dag. Ég man hins vegar varla eftir stoltum verkamönnum. Í barnsminni mínu eru aðeins nokkrar myndir af ungkörlum með vinnuvettlinga upp úr rassvasanum gasprandi hátt út í sjoppu yfir dag- blöðunum; lemjandi í borðið eins og valdið væri þeirra. Þegar ég fór að fylgjast með pólitík var Gvendur Jaki hins vegar sestur að tafli með Albert Guðmundssyni. Síðustu stóru átökin á almennum vinnumarkaði voru 1978. Hjá opinberum starfsmönnum 1984. Stéttaátök voru að mestu aflögð á Íslandi fyrir 35 árum. Hugsið um verkalýðsfélagið ykkar í dag ef þið efist um að svo sé. Lokið augunum og sjái formanninn fyrir ykkur á mynd. Hver er við hliðina á formanninum? Jú, einmitt; formaður samtaka þeirra sem kaupa vinnuna ykkar (sem vildu fyrst heita vinnuveitendur en síðan atvinnulífið sjálft). Milli: Löngu áður en stéttarátök voru svæfð hafði verkalýðs- hreyfingin tekið upp kröfur um að lágstéttirnar gætu líka fetað leið millistéttarinnar að farsæld. Um miðja síðustu öld gat millistéttarfólk keypt eigið húsnæði og byggt upp ævisparnað af launum sínum. Láglaunafólk gat það hins vegar ekki. Þrek þess fólst í sam- takamættinum. Á sjöunda og áttunda áratugnum tók verkalýðshreyfingin hins vegar upp leið millistéttarinnar; séreigna- stefnu í húsnæðismálum og uppbyggingu lífeyrissjóðs fyrir hvern launamann. Þetta tvennt; lífeyrissjóður og sér- eignarhúsnæði sem aðalbaráttuamál launþega; átti ekki aðeins eftir að brjóta niður og gelda verkalýðsbaráttuna og stöðva þannig þróun almennrar velferðar í þágu fjöldans; heldur varð þetta síðar meir ásamt menntunarblekkingunni; að rótarmeini hinnar útblásnu millistéttar. Eftir að hafa með allskyns brellum reynt að halda lífi í væntingum meginþorra fólks byggðum á þessum stoðum; féllu þær saman í Hruninu. Þá afhjúpaðist að væntingar útblásinnar millistéttar um góða afkomu og öryggi voru reistar á sandi; þær höfðu verið innistæðulausar áratugum saman. Trú meginþorrans á þessa blekkingu hafði hins vegar opnað tækifæri fyrir þá ríku og valdsmiklu til að sópa til sín meiri auði en sést hafði síðan á frumbýlisárum kapítalismans. Það kom í ljós í Hruninu að millistéttin getur ekki verið mótvægi við yfirstétt- ina eða haldið aftur að henni. Hún er í vitlausri stöðu á vellinum. Henni er eigin- legt að vera samverkamaður og þjónn yfirstéttarinnar. Millistéttin hefur engin tæki til baráttunnar. Þegar verkalýðs- stéttin beitir sínum eigin samtökum fyrir vagninn leitar millistéttin til ríkisvalds- ins. Ríkisvaldið er hins vegar ekki vald fólksins og hefur aldrei verið. Ríkisvaldið er alltaf í höndum þeirra ríku og voldugu. Aðhaldið með því valdi getur aldrei verið innan þess. Millistéttin trúði sögusögnum um að hún væri hjarta og nýru lýðræðiskerfisins og þar með meginstoð ríkisvaldsins. Hún lagði traust sitt á stofnanir þess; að þær tryggðu öryggi, yki jöfnuð og sköpuðu velferð og velsæld. Hrunið afhjúpaði þá blekkingu. Þá kom ekki aðeins í ljós að þessar stofn- anir voru ófærar um að veita aðhald heldur kom í ljós að þær höfðu einmitt alla tíð þjónað sérstaklega hinum ríki og voldugu. Það er í eðli þeirra. Ríkið þjónar hinum voldugu. Ef ríkið á að þjóna lágstéttunum (og þar með talinn meginþorri þess fólks sem heldur að það tilheyri millistétt) þurfa lágstéttirnar að sækja sér aukið vald – utan ríkisvaldsins. Þetta er súpan sem við sitjum í. Samtök lágstétt- anna eru ófær um að gæta hagsmuna launamanna eða móta samfélagið að þörfum hinna valda- og eignalausu. Draumur stærsta hluta millistéttarinnar um velsæld og velferð byggðri á eigin getu til að byggja upp eignir og sparnað er fallinn. Þessi draumur reyndist blekking; enn nýtt tæki hinna ríku og valdamiklu til að mjólka almúgann. Á leiðinni í súpuna höfum við týnt hæfninni til að tala um samfélagið eins og það er. Það er víðtækt almennt í samfélaginu um þá sýn að við séum á sam- eiginlegu ferðalag í sama bátnum og þurfum öll að þola sömu ágjafirnar. Reyndin er að við höfum siglt á þess- um báti inn í meiri misskiptingu auðs, valda og öryggis að við þurfum að rifja upp bernskuár kapítalismans til að finna samjöfnuð. Þetta gerðist á vakt millistéttarinnar, sem allir vildu tilheyra og allir telja sig tilheyra; vöggu lýðræðis og góðra siða. Ég ætla loks að koma mér að efninu í næstu viku og fjalla þá um þetta fyrirbrigði; millistéttarblekk- inguna; og hvernig hún hefur brotið niður samfélagið. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Núverandi stjórnarflokkar halda því til dæmis fram að það sé ekki fiskurinn í sjónum, sjó- mennirnir sem veiða hann eða verkafólkið sem vinnur fiskinn sem séu undir- stöður sjávar- útvegs á Íslandi heldur útgerðar- fyrirtæki. Til að efla sjávarútveg þurfi fyrst að efla útgerðar- mennina! Þetta er álíka speki og bæta megi lífsgæði þræla með því að gefa þrælahaldar- anum vindil. • 300W 32 bita magnari • 1 hátalari og þráðlaust bassabox • Bluetooth tengimöguleiki Verð 79.990.- • Full HD 1920 x1080 punktar • 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Nettengjanlegt og innbyggt WiFi Tilboð 179.990.- Verð áður 199.990.- Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni / 569 7700 Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645 Smíðuð fyrir ævinTýrin Sony ActionCam WIFI HDRAS30 • Full HD vatnsheld upptökuvél • 1/2.3 baklýst Exmor myndflaga • Carl Zeiss Tessar linsa f 2.8 Verð 59.990.- Góð kaup á anDrOiD SnjallSíma Sony Xperia E • 3,5” TFT snertiskjár með HD upplausn • 3.2 pixla myndavél • Videoupptaka Verð 25.990.- fullkOmnar mynDir beinT í Símann þinn DSCQX10 • Myndavél sem smellur á snjallsíma • 18,2 pixla 1/2.3 Exmor myndflaga • Full HD Video Verð 39.990.- frábært verð! framúrSkaranDi mynDGæði 42” Led sjónvarp KDL42W653 heimabíó m. þráðlauSum baSSaháTalara HTCT260H 5 ára ábyrGð fylGir öllum Sjónvörpum hátíðartilboð 179.990.- har ðir pa kka r eru gó ðir pa kka r www.sonycenter.is 114 samtíminn Helgin 13.-15. desember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.