Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Side 116

Fréttatíminn - 13.12.2013, Side 116
 Í takt við tÍmann DavÍð antonsson Svitna þegar ég kem inn í verslunarmiðstöðvar Davíð Antonsson er 23 ára trommari og bakraddasöngvari í hljómsveitinni Kaleo sem vakið hefur mikla athygli fyrir fyrstu plötu sína. Kaleo treður upp á Gauknum 20. desember en útgáfutónleikar sveitarinnar verða eftir áramót. Davíð horfir á Boston Legal og er hörku kokkur. Seljabraut 54 og Langarima 21 Take-away - Heimsending Nýir og glæsilegir staðir Sími 5 444444 Þú sækir stóra pizzu, 2 lítra gos og stóran skammt af frönskum og færð aðra stóra pizzu frítt með. Greitt er fyrir dýrari pizzuna! eða 20% afsláttur af pizzum þegar þú sækir (gildir ekki með öðrum tilboðum) JÓLATILBOÐ! PLANET PIZZA PIZZA GRILL 5 444444 PIZZA.IS Pizzur - Hamborgarar - Pítur - Franskar - Salöt Davíð var í þrjá og hálfan mánuð í sjálfboðastarfi í Egyptalandi þegar hann var sextán ára. Ljósmynd/Hari Vélbúnaður Ég er Apple-maður og á bæði Macbook Pro og iPad 4. Ég hef samt aldrei tímt að kaupa mér iPhone því ég er svo duglegur að eyðileggja síma. Ég er því með einhvern Galaxy Mini-síma. Ætli ég noti ekki Facebook mest, þegar síminn virkar. Ég er með meira blæti fyrir tónlistargræjum þessa dagana. Við í Kaleo höfum verið að sanka að okk- ur allskonar spennandi græjum upp á síðkastið. Aukabúnaður Ég er mjög duglegur að elda og góður í því líka. Ég vann sem kokkur í túrista hópferð kringum landið og svo lærir maður margt af þessum Mast- erchef-krökkum. Þegar ég elda ekki sjálfur borða ég alls kyns skyndibita en mér finnst líka gott að fá mér sushi. Sushisamba hefur verið í uppáhaldi upp á síðkastið og ég fer líka á Train. Ef ég fæ mér steik fer ég annað hvort á Hereford eða Argentínu og ég fíla líka indverskan og asískan mat. Já, mér finnst gott að borða. Ég hef alltaf ferðast rosalega mikið, bæði með foreldrum mínum þegar ég var krakki og síðar sjálfur. Í fyrra fór ég einn á flakk um Evrópu. Það var ekkert planað, ég byrjaði á leiklistarnámskeiði í Þýskalandi og lagði svo bara af stað með bakpoka og hjólabretti. Eftirminni- legasta ferðalagið var þegar ég var sextán ára. Þá fór ég til Sviss í þrjá mánuði og var svo í sjálfboða- starfi í Egyptalandi í þrjá og hálfan mánuð. Ég ferðaðist með bedúínum um eyðimörkina í þrjár vikur og var einn um nótt í Kaíró. Það magnað- asta var þegar við gistum uppi á Sinai-fjalli og vöknuðum til að sjá sólarupprásina. Það var alveg geggjað.  appafengur Það er einfalt mál að breyta snjallsímanum sínum í hallamæli. Þú þarft bara að sækja eitt app; Bubble level. Nú þarf því enginn lengur að leita að hallamælinum í verkfærakassanum þegar hengdar eru upp myndir í stofunni heldur nægir að kveikja á símanum. Þrenns konar hallamælar eru í þessu appi, þessi hefð- bundni, yfirborðsmælir og mælir sem hentar í jeppa- ferðir upp á hálendið, það er ef bíllinn er ekki sjálfur búinn slíkri græju. Bubble level fyrir iPhone er ókeypis og því fylgja honum auglýsingar. App með sama nafni en þó ekki alveg eins er fáanlegt fyrir Android og fyrir Windows síma er hægt að fá app sem heitir Bubble Level, Calculator, Ruler. Það er því hægt að breyta öllum snjall- símum í hallamál. Svona er tæknin nú dásamleg. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Bubble level Staðalbúnaður Fatastíllinn minn einkennist voða mikið af gallabux- um og stuttermabolum. Ég pæli ekki neitt í merkj- um, ég fer bara í það sem mér finnst flott. Fötin kaupi ég nær eingöngu erlendis. Mér finnst svo rosalega leiðinlegt að fara inn í fatabúðir og verslunarmið- stöðvar að einu skiptin sem ég hef mig út í það er í útlöndum þar sem allt er ekki eins dýrt og hér. Það síðasta sem ég keypti mér hér á landi voru íþrótta- skór. Ég hringdi þá í vin minn sem vann í Útilíf og bað hann að hafa þá tilbúna, hljóp inn með bílinn í gangi og borgaði. Ég byrja bara að svitna og verð ómögulegur í verslunarmiðstöðvum og fatabúðum. Hugbúnaður Það er allur gangur á því hvert ég fer á djamminu, það fer eftir því með hverjum ég er. Undanfarið hef ég endað mikið á Dollý eða Harlem og svo er gaman að rokka svolítið á Ellefunni þegar hinir staðirnir loka. Ég panta mér annað hvort bjór eða gin eða vodka í tónik á barnum. Þegar ég er ekki að stússast í tónlist hef ég gaman af bíómyndum. Ég var eiginlega bíó- sjúkur um tíma en nú fer ég ekki eins oft og áður í bíó. Ég horfi mikið á þætti, eiginlega eitthvað á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa, til dæmis Breaking Bad og It’s Always Sunny in Philadelphia. Og svo Big Bang Theory, Suits og Boston Legal. Upp á síðkastið hef ég horft svolítið á raunveruleikaþætti eins og Masterchef Junior. Það er eitthvað fyndið að horfa á litla krakka sem eru góðir að elda, það er í raun stórfurðulegt hvað þau eru góð. Ég hef mjög gaman af að vera á snjóbretti og hef tvisvar tekið þátt í Íslandsmóti á því. Nú er kom- in einhver smá hræðsla í mig því ég má ekki meiða mig á höndunum. 116 dægurmál Helgin 13.-15. desember 2013
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.