Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Side 118

Fréttatíminn - 13.12.2013, Side 118
H A N D S M Í Ð A Ð Á S T A Ð N U M L a u g a v e g i 5 2 , s í m i 5 5 2 - 0 6 2 0 , R v í k . Demantar Ljúfmetisverslunin Búrið Nóatúni 17 hefur undanfarin ár slegið upp tjaldi á bílaplaninu framan við verslunina og haldið þar jólamatar- markað sem farinn er að skapa sér fastan sess í jólaundirbúningi matgæðinga landsins. Markaðurinn hefur vaxið með hverju árinu og nú er komið að því að færa hann í stærra húsnæði, Hörpu. „Þetta verður stærsti markaðurinn hingað til. Það er sífelld aukning milli ára og áhugi bæði framleiðenda og neytenda virðist bara aukast. Þetta ber vott um áhuga allra á Beint frá býli hugmyndafræðinni. Fólk verður sífellt meira meðvitað um framleiðsluaðferðir og upp- runa varanna sem það neytir,“ segir Eirný, eigandi Búrsins og einn skipuleggjenda markaðarins. Í fyrra tóku 43 framleiðendur þátt og 4000 gestir mættu í tjaldið. Nú um helgina taka yfir 50 framleið- endur þátt og Eirný býst við fleiri gestum en í fyrra. Það er þó ekki aðeins vegna fólksfjölgunar sem markaðurinn færir sig niður að höfninni heldur er það eitt skref á leið Búrsins í ný heimkynni, en verslunin mun flytja á hafnarsvæðið í janúar. Eirný segist sjá fjöldann allan af tækifærum í hafnarsvæðinu og ekki bara vegna nálægðar þess við miðbæinn. Hún sér fyrir sér að halda þar götumarkaði í sumar og er bjartsýnin uppmáluð þegar hún segist búast við stórgóðu sumri. „Þrátt fyrir að hafa ekkert á móti bílaplan- inu hérna í Nóatúni þá hlakka ég mikið til að fylgjast með árstíðun- um við höfnina.“ Ekki finnst henni heldur skemma fyrir að vera með nágranna á Grandagarði eins og ísbúðina Valdísi og veitingastaðinn Coocoo's Nest sem deila með henni matarástríðunni. Þessi stærsti matarmarkaður Íslands verður haldinn í Hörpu núna um helgina 14. til 15. desember og opið verður frá 11 til 17 báða dagana. Halla Harðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is  Eirný Jólamatarmarkaður Búrsins vErður í Hörpu í ár Búrið flytur út á Granda Eirný hlakkar mikið til að halda götumarkaði við höfnina næsta sumar. Hafa safnað hálfri milljón fyrir UNICEF „Eftir að hafa séð fréttir af hamförunum sem áttu sér stað þann 8. nóvember á Fillipps- eyjum ákváðum við að sameina krafta okkar og leggja neyðar- starfi UNICEF lið. Úr því varð þessi uppskriftabæklingur. Upp- skriftirnar eru allar án sykurs og hveitis og henta þeim sem eru sykursjúkir, eru á lágkol- vegna mataræði og öðrum sem vilja hollari útgáfu af bakstri,“ segir Hafdís Priscilla Magnús- dóttir sem heldur úti matarblogg- inu Dísukökur. Hún fékk félaga sinn, Ágúst Ævar Guðbjörnsson hjá 23 Auglýs- ingastofa, til að hanna bókina en í henni eru 14 uppskriftir sem henta vel fyrir jólin. Þar er meðal annars að finna uppskriftir af kókostoppum, kryddköku, mar- engskökum og jarðarberjaís, en yfirskrift söfnunarinnar er: „Látum gott af okkur leiða í jólabakstrinum.“ Samkvæmt sölutölum síðdegis á fimmtudag höfðu safnast 520 þúsund krónur til hjálparstarfsins. Fellibylurinn sem skall á Filippseyjum í nóvember olli gríðarlegri eyðileggingu. Börnin eru meðal látinna og særðra. Þau hafa orðið viðskila við fjöl- skyldur sínar og jafnvel misst foreldra sína. Fyrir andvirði eins bæklings er hægt að bólusetja 40 börn gegn mænusótt, kaupa 4 kíló af orkuríkum kexkökum sem hjálpa börnum í neyð eða hreinsa 6 þúsund lítra af óhreinu vatni og breyta í heilnæmt drykkjarvatn. Bæklinginn er hægt að kaupa í gegnum vefsíðuna bokin.disukok- ur.is á 990 krónur. Við það bætist sendingarkostnaður upp á 135 krónur en allar 990 krónurnar renna óskiptar til neyðarsöfnun- arinnar. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  sElJa uppskriftaBók til að styðJa við HJálparstarf á filippsEyJum  inga BJörg stökk sEint í JólaBókaflóðið Inga Björg Stefánsdóttir segist hafa orðið mjög feimin þegar fyrsta bókin hennar kom út en hún sé að læra að vera stolt af verkum sínum og heldur því ótrauð áfram. Mynd/Hari i nga Björg Stefánsdóttir, söngkona með meiru, sendi frá sér ævintýra-bókina Dimmuborgir 2010 og hefur síðustu daga verið á fleygiferð að dreifa framhaldinu, Undraborgir, í verslanir. Í bókinni segir af frekari ævintýrum Flóka og sérkennilegra vina hans sem hófust í Dimmuborgum. Flóki lét að vísu bíða lengi eftir sér núna og á tímabili leit út fyrir að hann yrði að sitja hjá þessi jól. „Ohh. Guð minn almáttugur. Halelúja! Stynur Inga þegar talið berst af siglingu bókarinnar yfir hafið. „Átti að koma um miðjan nóvember og í síðasta lagi 1. desember en skipinu seinkaði svo mikið. Ég stóð því frammi fyrir spurningunni um hvort ég ætti að geyma bókina en hugsaði að þetta væri bara týpísk ég. Ég er alltaf á síðustu stundu og ákvað að láta vaða og það var bara hlaupið af stað að dreifa henni í búðir.“ Síðustu vikur hafa verið annasamar enda mikið að gera í tónlistarlífinu og kórastarfinu á aðventunni. „Ég er bara búin að vera á fullu. Svo á ég líka fimm börn í prófum og ég er búin að vera að gleyma þeim út um allt. Hef farið með þau í boð og keyrt heim án þess að fatta að þau voru ekki með. Þetta er bara búið að vera fyndið.“ Inga segir nemendur sína og jafnvel tengdamóður vera fyrirmyndir sumra persóna í bókinni en ævintýrið byrjaði hjá börnunum hennar. „Ég var að bulla sögur fyrir börnin mín og þar var sama persónan farin að koma ítrekað við sögu og ákvað bara að prófa að skrifa þetta niður.“ Inga segir ævintýrið síðan hafa undið upp á sig smám saman og vinnan við það varð í raun kærkomin hvíld. „Þetta er orðin afslöppun. Það eru svo mikil læti í vinnunni minni þar sem ég er endalaust að kenna tónmennt eða söng og vinna með kórum. Þannig að það er dásamlegt að geta kúplað sig inn í annan heim.“ Þegar Inga var að taka kennslurétt- indi við Listaháskólann kynntist hún myndskreytinum Karli Jóhanni Jónssyni og hún fékk hann til liðs við sig. Og þá fór boltinn að rúlla. „Þegar persónurnar fóru að taka á sig mynd hjá honum þá varð þetta svo spennandi að það var ekki annað hægt en halda áfram á fullri ferð.“ Inga segir ævintýrið vera þríleik og að lokahnykkurinn, Veggjaborgir, sé næst- ur á dagskrá. Hún kýs að gefa sér góðan tíma og taka tvö ár í hverja bók þannig að framhaldið ætti að vera tilbúið 2015. „Ef ég ætlaði að gera bók á ári þyrfti ég að hætta í einhverju öðru og þetta verður ekki gaman lengur ef ég fer að setja á mig tímapressu.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Hafdís Priscilla Magnúsdóttir. Hún og Ágúst Ævar Guðbjörnsson buðu starfsfólki UNICEF á Íslandi upp á kökur bakaðar eftir upp- skriftum úr bæklingnum. Bullaði ævintýri sem endaði í bók Inga Björg Stefánsdóttir er lærð óperusöngkona. Hún kennir tónmennt í Mýrarhúsaskóla og stýrir kórum á Seltjarnarnesi. Hún á það til að flýja amstrið inn í ævintýraheim sem hún bullaði upp fyrir börnin sín en hann er grunnur ævintýrabókarinnar Undraborgir sem hún fékk með síðasta skipi og kastaði í bóka- flóðið á elleftu stundu. Ég er alltaf á síðustu stundu og ákvað að láta vaða. 118 dægurmál Helgin 13.-15. desember 2013
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.