Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 93 ing hans á glákusjúkdómum með mjög svipuðum hætti og í dag. Virðist hann hafa betri skiLning á eðh þess sjúkdóms- flokks en margir um aldamótin síðustu. Er hann í þessu efni eins og mörgu öðru langt á undan sinni samtíð. Um flokkun gláku segir í fyrrnefndri grein Guðmundar Hannessonar: „Glaucoma er afarólíkt eftir því hvort er að ræða um G. inflamm. eða G. simplex. Hið fyrra er strax í byrj- un samfara kvölum og rekur sjúkl. óðara til læknisins. Öll sjúkdómsein- kenni eru venjulega skörp og skýr, svo diagnosis er barnaleikur, jafnvel án ophthalmoscopi. Meðferðin er sjálf- sögð og einföld, dugir auk þess alla- jafna ágætlega svo prognosis má heita allgóð. G. simplex byrjar aftur svo hægfara og þrautalaust, að sjúkl. láta reka á reiðanum til þess allt er í ótíma komið, þá er að vísu auðvelt að þekkja sjúkd. en allar sæmil. læknishorfur eru löngu famar. í byrjun sjúkdómsins eru þær talsvert betri, en þá er sjúkd. oft vandþekktur og flest einkenni hans geta brugðist. Öll lækning á honum er einnig langtum óvissari en gl. in- flammator. Nú er það einmitt Gl. simplex, sem stingur augun úr höfði íslendinga, svo að hér er oftast við ramman reip að draga og ekki allskostar rétt að taka mjög hart á læknunum þó sjúkd. blindi fjölda manna. Glaucoma inflammatorium. Sjúkd. er stundum acut, stundum tiltölulega chroniskur og nálgast þá nokkuð gl. simplex. Aldrei heldur hann jafn og stöðugt áfram heldur skiptast á meira og minna áköf versnunarköst og á milli þeirra sæmileg líðan. Af sjáif- um sér batnar hann aldrei og lifi sjúkl. það nemur, verður hann blindur fyrst á öðru og síðan á hinu auganu“. Fyrsta misserið, sem G. H. starfar á Ak- ureyri (15. maí 1896-31. des. 1896) leita til hans 22 glákusjúklingar, en hann gerir ekki aðgerð á neinum þeirra a. m. k. ekki á sjúkrahúsinu, og hann getur ekki um neina slíka aðgerð í fyrstu skýrslu sinni til landlæknis. Árið eftir, 1897, fyrsta heila starfsár hans á Akureyri, sér hann tíu sjúklinga með hægfara gláku og einn með bráðagláku. Þetta sama ár gerir hann fyrstu glákuaðgerð sína, lituhögg, með góð- um árangri, eins og segir í aðgerðaskýrslu hans. Væntanlega hefur hann gert aðgerðina á bráðaglákusjúklingnum, sem skráður er, enda var hún eina vonin um bata. Á Akureyrartímabili Guðmundar Hann- essonar leita til hans 116 glákusjúklingai, tveir með bráðagláku og hinir með hæg- fara gláku. Gerir hann aðgerð á seytján þeirra, allt lituhögg (iridectomia). Árið 1904 gerir hann auk þess fjórum sinnum lituhögg, en greinir ekki við hverju. Er sennilegast að um glákuaðgerðir sé að ræða. Hvað G. H. gerir fáar glákuaðgerðir sýnir, að hann er ekki ánægður með árang- urinn, er til lengdar lætur. í aðgerðaskrá sinni frá 1899 lætur hann þess getið um sjúkling nr. 41 í aðgerðaskrá sjúkrahúss- ins: „Glaucoma simplex — iridectomia gerð. Sanat. c. funct. Operationin gekk vel, en blindan hélt eigi að síður áfram“. Jafn glöggur læknir og G. H. hefur fljótt séð, að lituhöggið var næsta haldlítið við hægfara gláku, en hann heldur samt áfram að gera þessa aðgerð meðan hann fæst við augnlækningar, sennilega á langt leiddum sjúklingum, þar sem lyfjameðferð dugði ekki, í þeirri von að aðgerð myndi tefja eitthvað fyrir þróun sjúkdómsins. Á þessu tímabili var ekki um aðra glákuaðgerð að ræða en lituhögg og hvítuskurð, sem G. H. beitti ekki þrátt fyrir það að hann ráðleggi öðrum þessa aðgerð. Um meðferð á hæg- fara gláku segir hann í fyrrnefndri grein sinni: „Meðferð á gl. simplex er fljótsögó. Iridectomi eða Sclerotomi svo fljótt sem auðið er. Meðan hún ekki er gjörð miotica, eserin eða pilocarpin. En það þarf að vaka yfir sjúkl. alla æfi eða réttara meðan sjónin endist og endur- taka operation (sclerotomi), ef tensio eykst, stundum oft, ef miotica duga ekki vel. Og þó nú allt þetta sé gjörfc lege artis þá er eftir minni litlu reynslu víst að margir missa sjónina eigi að síður eftir 1-2 ár“. Við bráðagláku veit Guðmundur Har.n-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.