Læknablaðið - 01.12.1975, Page 18
94
LÆKNABLAÐIÐ
Fyrsti spítalinn á Akureyri 1873-1898.
esson aftur á móti að lituhögg er eina lækn-
ingin, en ekki var sú hjálp alltaf þegin,
sem læknir ráðlagði. Árið 1900 kom t. d.
sjúklingur til G. H. með óþolandi verk í
auga vegna gláku og óskaði sjúklingurinn
aðeins að augað væri tekið og var það gert,
þrátt fyrir fortölur læknisins.
Eins og áður segir er ekki farið að gera
frárennslisaðgerðir við hægfara gláku fyrr
en um þær mundir að G. H. hættir augn-
lækningum og auðnaðist honum því ekki
að gera aðgerð á hægfara gláku, sem gat
borið árangur til frambúðar.
Samkvæmt skýrslum G. H. leituðu 40
drersjúklingar til hans á Akureyri og er
gerð aðgerð á ellefu þeirra með góðum
árangri. Er hann gerir fyrstu dreraðgerð
sína 1897 eru liðin 77 ár síðan Thienemann
gerði drerstungur sínar á Akureyri og um
sjö ár síðan Björn Ólafsson gerir sínar
fyrstu dreraðgerðir á Akranesi.8 n
Samtals gerir G. H. 83 augnaðgerðir á
sjúkrahúsinu og sex augnsjúklingar fá þar
lyflæknismeðferð á því tímabili er hann
var héraðslæknir á Akureyri.
í 5. töflu greinir frá þessum aðgerðum.
Er taflan unnin úr ársskýrslum um sjúkra-
húsið á Akureyri, er G. H. sendi landlækni.
Skjálgsjúklingar eni ellefu á sjúkdóma-
skránni, en aðgerðir eru aðeins þrjár og
nefnir hann þær strabotomi.
Nokkrar minni háttar aðgerðir eru gerð-
ar á augnlokum, en meiriháttar skapnaðar-
aðgerðir og skinnflutning gerir G. H. ekki
eins og starfsbróðir hans Björn Ólafs-
son.0 9 Alloft tekur hann spillt auga.
Táragangsaðgerðir eru tíðar, enda tára-
gangsbólga algeng í þann tíð. Við ígerð í
tárasekk var skorið og kanni færður í nef-
hol. Hvorki Guðmundur Hannesson né
Björn Ólafsson námu burtu tárasekk. Þótt
augnaðgerðir Guðmundar Hannessonar
séu ekki margar á ári hverju og að fjöl-
breytni ekki sambærilegar við aðgerðir
Björns Ólafssonar, þá sýna þær hve fjöl-
hæfur G. H. var og áræðinn. Hann stendur