Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1975, Side 34

Læknablaðið - 01.12.1975, Side 34
104 LÆKNABLAÐIÐ stofnana. Var kosin nefnd til þess að undirbúa þann fund, og áttu sæti í henni: Ásmundur Brekkan, Tómas Helgason og Baldur Fr. Sig- fússon. Fundur þessi var haldinn 26. og 27. febrúar 1971, og var dagskrá hans sem hér segir: 1. Almennur stjórnunarfræðilegur inn- gangur; próf. Guðiaugur Þorvaldsson. 2. Lákarens roll i sjukhusadministrationen; fil. dr. Rune Tersman, frkv.stj. Sambands sænskra sjúkrahúsa. 3. Áætlunargerð og skipulagning í sjúkrahússtjórnun; ph.d. Kjartan Jóhannsson, verkfr. 4. Frumkvæði læknisins; próf. Tómas Helgason. 5. Lákarens administrativa utbild- ning; phil. dr. Rune Tersman. Að loknu hverju erindi voru fyrirspurnir og umræður. Að lok- um voru almennar umræður og fyrirspurnir um þörf íslenzkra lækna fyrir stjómunar- menntun o.fl. Fræðslufundur þessi var haldinn með fjárhagslegum styrk frá Skrifstofu ríkis- spítalanna og Reykjavikurborg, og var stjórn- endum heilbrigðisstofnana boðin þátttaka í fundinum, svo og sérfræðingum við sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir, læknum, þar sem læknamiðstöðvar eru komnar eða eru í undirbúningi, framkvæmdastjórum sjúkrahúsa um allt land, fulltrúum frá Hjúkrunarfélagi íslands og Félagi læknanema og síðast, en ekki sízt, helztu ráðamönnum heilbrigðismála, svo sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ráðuneytisstjóra, landlækni, skólayfirlækni, fulltrúa læknadeildar og fleirum. Alls sóttu umræður 71 þátttakandi auk fyrirlesara, þar af 52 læknar. Þátttakendur utan Stór-Reykja- víkur voru 21, þar af 11 læknar. Domiis Medica Á aðalfundi L.I. 1970 var stjórninni falið að gera athugun á kostnaði við byggingu á þaki Domus Medica fyrir skrifstofuhúsnæði L.l. Unnið hefur verið að máli þessu í samvinnu við stjórn L.R., en ekki hefur fengizt heimild til þess að byggja ofan á þak Domus Medica. Og enda þótt sú heimild fengizt, þá væri hún í höndum eigenda háhýsisins aðallega og þyrfti stjórn L.I. og L.R. að afla sér byggingarréttar- ins hijá eigendum. En eins og áður segir, hafa borgaryfirvöld eigi samþykkt neina byggingu á þaki Domus Medica. Enn er unnið að máli þessu. Einnig er verið að gera áætlun um við- byggingu við Domus Medica, þar sem mögu- legt væri að fá allgott húsnæði fyrir skrifstof- ur læknafélaganna. Samiök heilbrigöisstétta Fulltrúar í Samtökum heilbrigðisstétta voru Arinbjörn Kolbeinsson og Stefán Bogason, kosnir á aðalfundi. En við athugun á heimild L.I. til þátttöku í fulltrúaráði heilbrigðisstétta og lögum samtakanna kaus stjóm L.I. til við- bótar varafulltrúa, Bergþóru Sigurðardóttur, Kristínu Jónsdóttur og Friðrik Sveinsson. Að- alfundur samtakanna var haldinn föstudaginn 30. okt. 1970, og mættu þar aðalfulltrúar fé- lagsins, Arinbjörn Kolbeinsson og Stefán Boga- son, og mætti varafulltrúi, Bergþóra Sigurðar- dóttir, einnig á fundinum, þar sem úrskurðað var, að L.I. ætti rétt á að senda 3 fulltrúa þangað. Samtök heilbrigðisstétta efndu til almenns umræðufundar um hjúkrunarvandamálið í Domus Medica laugardaginn 25. apríl 1971, en þar fluttu framsöguerindi Sigmundur Magnús- son, Haukur Benediktsson og Ingibjörg Magn- úsdóttir. Á fundinn var boðið forráðamönnum heilbrigðismála hjá ríki og borg. Framsögu- erindi þau, sem flutt voru á fundinum, hafa birzt í dagblöðum. Samstarf við B.H.M. Bandalag háskólamanna (B.H.M.) hefur unnið að því að afla samningsréttar fyrir há- skólamenntaða menn, og leit út fyrir síðast- liðinn vetur, að sá áfangi væri eigi langt und- an, en enginn fundur hefur verið haldinn í full- trúaráðinu um langt bil, og hafa Læknafélagi Islands ekki borizt neinar fregnir af starfsemi B.H.M. á þessu ári annað en mótmæli B.H.M., sem það hefur birt varðandi röðun ýmissa aka- demiskt menntaðra manna í launaflokka skv. nýiustu samningum B.S.R.B. Ekki er stjórn L.I. heldur kunnugt um, hvort félagið hefur áður áorkað neinum breytingum til bóta í þeim málum. L.I. á nú engan mann i stjórn B.H.M.. en í síðustu stiórn átti sæti Snorri P. Snorrason. Má það vera, að þess vegna hafi verið lítið samband milli L.I. og B.H.M. 1 full- trúaráði B.H.M. eiga sæti Arinbjörn Kolbeins- son, Snorri P. Snorrason og Tómas Helgason. Hlutverk fulltrúa er eingöngu að mæta til full- trúafundar. en svo sem fvrr segir, hefur ekki verið boðað til neins sliks fundar af hálfu B.H.M. um langan tíma. I bréfi frá B.H.M. dags. 9. 10. 1970 var skýrt frá því, að stjórn B.H.M. hefði ákveðið að setja á stofn ráð sjálfstætt starfandi háskólamanna eftir fyrirmvnd þeirri, sem tíðkast á Norður- löndum. Jafnframt var lýst eftir tillögu um einn fulltrúa L.I. í ráðið. sem mun fjalla um kjör þeirra háskólamanna. sem eru ekki opin- berir starfsmenn. Ákveðið var að kjósa til þessa starfs Stefán Bogason. Stiórnir og sjóösstjórnir Lífeyrissióður lækna: Stjórn sjóðsins skipa: Kjartan Jóhannsson, Jón Gunnlaugsson og Jón Þorsteinsson. Læknaþingssióður: Stjórn sjóðsins skipa: Haukur Kristjánsson, Jónas Hallgrímsson og Tómas Á. Jónasson. Námssióður lækna: Stjórn sjóðsins skipa: Gunnar Möller, Bergsveinn Ólafsson og Gunn- ar Biering. Námssjóður s.iúkrahúslækna: 1 stjórn eru: Árni Biörnsson. Jón Þorsteinsson og Guðmund- ur Jóhannesson. Stvrktarsjóður lækna: I stiórn eru: Víkingur H. Arnórsson, Frosti Sigurjónsson og Jón Þor- steinsson. Elli- og örorkutryggingasióður lækna: I stjórn eru: Karl S. Jónasson, Bergsveinn Ólafs- son og Kristbiörn Trvggvason. Styrktarsjóður ekkna og munaðarlausra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.