Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 38
108 LÆKNABLAÐIÐ og félagsmálanefndar efri deildar Alþingis á- samt greinargerö, þar sem m.a. var bent á, að hliðstæð þjónusta þessaxi hefði verið rekin frá Landspítalanum, sem hefur alloft á undan- íornum árum séð sjúkrahúsum úti á landi og raunar einnig síldveiðifiotanum fyrir læknum um tíma. Mun ofangreindri tillögu hafa verið vísað til ríkisstjórnarinnar. Aðalfundur Læknafélags Islands 1970 sam- þykkti síðan ályktiín, sem stjórn L.I. sendi heilbrigðismálaráðherra þ. 12. ágúst 1970, Þar sem lögð var áherzla á, að málið næði fram að ganga hið fyrsta. Svo hefur þó eigi orðið, og ber að harma það. Stjórn L.I. vill enn vekja máls á erindi þessu og beinir þeim eindregnu tilmælum til heil- brigðisstjórnar, að hún beiti sér þegar fyrir setningu laga á yfirstandandi Alþingi, sem heimili heilbrigðismálaráðherra að stofna a.m. k. 6 eins árs aðstoöarlœknisstöður viö ríkis- spítalana. Verði þær tengdar læknisþjónustu dreifbýlisins með þeim hætti, að læknum í stöðum sé skylt að sinna læknisstörfum i dreif- býli allt að helming ráðningartímans, þegar brýn nauðsyn krefur og ekki reynist unnt að fá lækna eftir venjulegum leiðum. Ráðherra setji reglugerð um stöður þessar, sem launað- ar verði skv. sérstökum kjarasamningum við L.R. og auglýstar eigi síðar en frá 1. sept. nk. Reynist eigi unnt að afgreiða erindi þetta á því þingi, er nú situr, telur stjórn L.I. nauð- synlegt, að sett verði bráðabirgðalög sama efnis hið fyrsta. Væntir stjórn L.I., þess, að iandlæknir veiti máli þessu brautargéngi, þar sem hún álitur Það mikilvæga tilraun til þess að leysa bráðan vanda í læknisþjónustu dreifbýlisins. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Læknafélags Islands, Arinbjörn Kolbeinsson Baldur Fr. Sigfússon formaður ritari Greinargerö stjórnar L.l. til landlœknis varö- andi Tœknispjónustu í dreifbýli Undanfarna vetur hefur viða á landinu ríkt tilfinnanlegur læknaskortur, sums staðar bein- línis neyðarástand, svo að til auðnar horfir í sumum byggðum. Því er nauðsynlegt að gera nú þegar raunhæfar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, að slíkt ástand endurtaki sig, jafnframt því sem unnið er eftir öðrum leiðum að varanlegum úrbótum á læknisþjónustu dreifbýlisins. Reynsla undanfarinna ára bendir til þess, að ekki verði yfirleitt unnt í framtiðinni að fá lækna til að ráða sig í sum einmenningshéruð til langs tíma. Hefur athygli oft verið vakin á þessu. Mikill skortur hefur verið á læknum til af- leysinga, þegar læknar í dreifbýli Þurfa að fara I sumar- og námsfrí, og engir læknar eru tiltækir að hlaupa i skarðið í veikindum og öðrum forföllum þeirra. Slík forföll leiða ætið til vandræðaástands, einkum þó í einmennings- héruðum og á vetrum, þegar samgöngur eru erfiðar. Er ekki ótrúlegt, að ofangreindur skortur staðgengla kunni einmitt að vera ein af meginorsökum þess, hve illa gengur að fá lækna til starfa í dreifbýlinu, einkum í ein- menningshéruðum. Fyrirsjáanlegt er, að framvegis verður úti- lokað að fá nægan fjölda lækna til slíkra skyndistarfa, sem hér um ræðir, verði ekki gerðar skipulegar ráðstafanir í þá átt. Flestir læknar á Reykjavíkursvæðinu eru bundnir við störf hjá hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum og sjúkrasamlögum, og þeir fáu, sem enn stunda eingöngu sjálfstæð störf, eru sérfræðingar á þröngum sviðum og geta ekki horfið frá þeim fyrirvaralaust til að sinna verkefnum i fjar- lægum landshlutum. Hér er um ígripavinnu eða skyndistörf að ræða, sem aðeins henta at- vinnulausum læknum, nema sérstakar ráðstaf- anir komi til. Atvinnuleysi í læknastétt er hins vegar óþekkt og verður ekki fyrir hendi í ná- inni framtíð, enda geta læknar umsvifalaust fengið fasta vinnu í nágrannalöndum, þar sem læknaskortur ríkir og mun ríkja enn um all- langt skeið. Af ofangreindum ástæðum er ljóst, að vart verður bætt úr þessu ástandi nema skapaðar verði eins konar lireyfanlegar læknisstööur, þar sem læknir er í fastri vinnu, en vinnu- staður ekki fastákveðinn með öllu. Þess má og geta, að svipaðar hreyfanlegar stöður kunna einnig að vera nauðsynlegar, til að bæta megi úr brýnni þörf aukinnar skyndiþjónustu á Reykjavíkursvæðinu sjálfu, og mætti taka það mál til nánari athugunar, þegar reynsla hefði fengizt á fyrrnefnda sviðinu. Stjórn L.I. gerir ráð fyrir, að um verði að ræða a.m.k. sex stöður aðstoðarlækna við rík- isspítalanna, þ.e.a.s. við ýmsar deildir Land- spítalans, Rannsóknastofu Háskólans, Klepps- spítalann og aðrar stofnanir, eftir því sem henta þykir. Yrðu þetta eins árs stöður og miðaðar við, að viðkomandi læknar sinntu að- allega náms- og rannsóknarstörfum við stofn- unina. Þó gætu þeir einnig að einhverju leyti gengið inn í störf annarra lækna i náms- og veikindafríum og jafnvel sumarfríum þeirra eftir samkomulagi, þannig að um leið yrði stuðlað að hagkvæmari rekstri, en ekki yrði gert ráð fyrir, að þeir sinntu venjubundnum störfum á viðkomandi stofnun að öðru leyti. Dvöl þessara lækna utan stofnunarinnar vegna neyðarþjónustu í dreifbýli gæti að sjálf- sögðu komið til uppfyllingar í „héraðsskyldu" þeirra, ef svo ber undir, meðan hún er enn við lýði. Yrði að dreifa slíkri neyðarþjónustu sem jafnast á læknana og tryggja þeim ákveðna hámarksskyldu i því efni. Telur stjórn L.I. eðlilegt, að lækni sé eigi skylt að fara oftar en tvisvar sinnum út á land miðað við eins árs ráðningartíma, og sé honum eigi skylt að gegna slíkum störfum lengur en helming ráðn- ingartímans. Þá sé lækni gefinn kostur á að sitja í aðliggjandi héraði þvi, sem hann á að þjóna, eftir þvi sem áður hefur tíðkazt og samgöngur leyfa. Að sjálfsögðu verður að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.