Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1975, Side 50

Læknablaðið - 01.12.1975, Side 50
116 LÆKNABLAÐIÐ tekjum. Réttur til lífeyrislauna i veikindum, ef aukatekjur falla niður og þ.h. skal hins vegar miðast við launaflokk skv. fylgiskjali 11“. Eftir ákvörðun fjármálaráðuneytisins voru laun héraðslækna í vissum héruðum skert með eftirfarandi hætti: Laun héraðslækna, sem hafa apótek, lækka um 10%, en staðar- uppbót verður kr. 7.800 í grunn á mánuði í stað hálfra byrjunarlauna áður. Áður en á- kvörðun þessi var tekin, höfðu fulltrúar fjár- málaráðuneytisins rætt við samninganefnd L.I. um þessi kjaramál. Á formannaráðstefnu L.I. í maí komu fram efasemdir um það, að á- kvarðanir þessar um lækkun á launum hér- aðslækna gætu staðizt lögum samkvæmt. I lok maí gerði stjórn L.I. lauslega athugun á lögmæti þessara framkvæmda, og sýndist hún orka tvímælis. 1 samráði við lögfræðing félags- ins var héraðslæknum, sem þarna áttu hlut að máli, bent á að taka við launum sínum með fyrirvara. Hróifur Ásvaldsson, viðskiptafræð- ingur, var fenginn til þess að reikna út, hver áhrif launabreytingarnar hafa á laun héraðs- lækna, sem áður voru i 18., 19. og 20. launa- flokki. Þá var lögfræðingur félagsins, Guð- mundur Ingvi Sigurðsson, fenginn til þess að kanna nánar lögmæti þessara ráðstafana. (Skýrslur þessara sérfræðinga voru meðal fylgiskjala ársskýrslu). Samninganefnd Eins og fram hefur komið í fréttabréfum, voru samningar lausir frá og með 1. marz sl. I sambandi við umræður um launaflokka hér- aðslækna var einnig rætt um taxta þann, sem verið hefur til endurskoðunar og umræðu sl. ár. Þegar samkomulag um launaflokka lá fyrir og áður er nánar greint frá í fréttabréfum, var gert munnlegt samkomulag um, að nýr taxti yrði eðlilegt framhald af launaflokks- ákvörðuninni (26. ifl.), og yrði hann ekki sam- inn fyrr en í haust eða eftir 1. okt. nk. Taxt- inn, sem þannig er ósaminn ennþá, en er í beinu framhaldi af Iaunahækkun héraðslækna, er þvi e.t.v. þýðingarmesti áfanginn, þegar um heildarlaun er að ræða. Sú samninganefnd, sem kosin verður á aðalfundi L.í. í haust, hef- ur því það verkefni að vinna að koma taxtan- um í það horf, sem fráfarandi nefnd hefur lagt grundvöll að. Eins og áður er frá greint, hefur Sjúkra- samlag Akureyrar í bréfi, er það sendir lækn- um, bent á, að L.I. sé skv. samningum skuld- bundið að útvega lækna á þá staði, Þar sem það hefur gert númerasamninga. Þar sem hinn undirritaði samningur er úr gildi genginn og hefur í rauninni aðeins verið lauslega framlengdur munnlega hvað greiðslur snertir, teljum við, að ekki sé hægt að líta þannig á, að læknafélagið sé bundið af honum að þessu leyti. Þetta bendir þó eindreg- ið til þess, að ekki sé hægt að láta ákvæði sem þessi standa í samningum lengur, því að sjálf- sögðu getur stjórn L.I. ekki skuldbundið sig til að útvega lækna á ákveðna staði, nema starfs- skilyrði og launakjör séu þannig, að þau upp- fylli kröfur um framkvæmd þeirrar beztu iækn- isþjónustu, sem hægt er að veita á hverjum tima. Samningar ná aðeins til greiðslna en ekki til starfsaðstöðu að neinu verulegu leyti, og er því fyrirsjáanlega ókleift fyrir Læknafélag Is- lands að takast á hendur neinar skuldbinding- ar um að útvega lækna til starfa, þar sem starfsaðstöður eru óskýrgreindar og enginn lágmarksstaðall verið settur. — Þá hefur for- maður kjaranefndar ásamt samninganefnd þeirri, er unnið hefur á vegum L.R. að samn- ingum fyrir skólalækna, rætt við fulltrúa ráðu- neytis um greiðslur til skólalækna, og munu þeir samningar vera á lokastigi, þannig að lík- legt er, að gengið verði frá þeim nú í þessum mánuði. Almannatryggingar Stjórn félagsins tók til meðferðar samþykkt, sem gerð var á aðalfundi L.I. 1970, en þar kom fram tillaga frá Læknafélagi Austurlands, þar sem stjórn L.I. var falið að hefja aðgerðir í þá átt að auka áhrif félagsins á mótun og framkvæmd almannatrygginga hér á landi, m.a. með því að fara þess á leit við ráðherra tryggingamála, að hann skipaði mann tilnefnd- an af L.I. í nefnd þá, sem sett hefur verið á iaggirnar til þess að semja frumvarp til nýrra tryggingalaga. Formaður félagsins og Guð- steinn Þengilsson ræddu við Pál Sigurðsson ráðuneytisstjóra um væntanlegar breytingar á almannatryggingum. Kvað Páll tillögur við- komandi nefndar komnar á lokastig, og því ekki tímabært að þessu sinni að reyna að fá fulltrúa frá L.I. í nefndina. Ýmis atriði, sem Iæknar hefðu bent á, væru þegar komin inn í tillögurnar, t.d. greiðslur fyrir nauðsynlega sjúkrahjálp erlendis, og talsverð hækkun verð- ur á sjúkrabótum til húsmæðra. Þá hefur einn- ig verið rætt um það í stjórn L.I að stofna sérstaka tryggingamálanefnd innan félagsins, og hefur stjórnin haft fund með Hauki Þórð- arsyni og beðið hann um að taka að sé for- ystu þessarar nefndar, en ekki hefur verið gengið frá nefndarskipuninni enn. Mál frá Alþingi Tvö mál bárust frá vorþinginu til umsagnar Læknafélags Islands. Fyrra málið var tillaga til þingsályktunar (nr. 102) um kynferðis- fræðslu í skólum, og var málinu svarað já- kvætt með bréfi 12. marz 1970. Hitt málið var tillaga til þingsályktunar (nr. 99) um einkarétt ríkisins til lyfjasölu, og var því svarað með eftirfarandi bréfi. 15. apríl 1971. Allsherjarnefnd sameinaðs Alþingis Reykjavík. Vér þökkum bréf yðar dags. 4. febr. 1971, þar sem beðið er um umsögn þingsályktunar- tillögu þess efnis, að ríkið fái einkarétt til lyfjasölu, mál nr. 89.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.