Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 64
122 LÆKNABLAÐIÐ læknaráði Landsspítalans um að eiga aðild að tilnefningu manns í þessa nefnd. Telur fund- urinn slíkt fyrirkomulag óhæfilegt, þar sem skipuleg verkaskipting sjúkrahúsa virðist ó- hugsandi án náins samstarfs við lækna og raunar allt heilbrigðisstarfslið sjúkrahúsanna. Tillaga III. Aðalfundur L.I. 1971 fer þess eindregið á leit við heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, að hann bæti einum manni við í þá nefnd, sem nú vinnur að skipulagningu samstarfs sjúkrahúsa í Reykjavík, og verði læknaráði Landspitalans gefinn kostur á að gera tillögur um skipun þessa manns. Tillaga IV. I sambandi við þann iskyggilega skort heilbrigðisþjónustu, sem víða ríkir nú á landinu og þau vaxandi vandkvæði, sem blasa við á komandi vetri, vill aðalfundur L.I. 1971 ieggja áherzlu á eftirfarandi atriði: a) Fundurinn harmar þann misskilning, sem fram kemur hjá stjórnarnefnd ríkisspítal- anna, um stofnun á nýjum stöðum við Landspítalann til lausnar á vissum vand- kvæðum dreifbýlisins, og leggur fundur- inn áherzlu á fyrri ábendingar Læknafé- lags Islands, að stöður þessar geta aðeins leyst tiltekinn bráðan vanda í sambandi við læknisþjónustu dreifbýlisins. b) Aðalfundur L.I. ályktar að fela stjórn Læknafélags Islands að vinna að þvi, að stofnaðar verði þriggja eða fjögurra mán- aða læknisstöður við deildir stærstu sjúkrahúsa landsins, sem læknar í dreif- býli eigi kost á að fá umfram aðra lækna til þess m.a. að fylgjast betur með nýj- ungum í lækningum (sbr. 2. mgr. laga L.I.). Tillaga V. Aðalfundur L.I. telur aðkallandi að gera nú þegar framtíðaráætlun um að leysa skort á hjúkrunarfólki og leggur áherzlu á þær leiðir, sem aðallega hefur verið bent á til iausnar í því sambandi: 1. Stækkun og endurskipulagning Hjúkrunar- skóla Islands. 2. Stofnun nýs almenns hjúkrunarskóla. 3. Stofnun hjúkrunardeildar við Háskóla Is- lands. Tillaga VI. Aðalfundur L.I. 1971 bendir á út- breiddan misskilning, sem fram hefur komið í fjölmiðlum og víðar í sambandi við ávanalyfja- og ávanaefnaneyzlu hér á landi. Til þess að leiðrétta þennan misskilning og tryggja, að mál þessi haldist í eðlilegu horfi, leggur fundurinn til við heilbrigðisyfirvöld, að „hypnotica" og „sedativa“ verði gerð skrásetningarskyld, svo sem áður hefur komið fram í erindum L.I. til íieilbrigðisyfirvalda. Verði haft fullt samráð við L.I. um fyrirkomulag og framkvæmd skráningarinnar. Tillaga. VII. Aðalfundur L.I. 1971 telur mjög aðkaliandi, að settur verði á stofn skóli fyrir sjúkraþjálfara hið allra fyrsta, þar sem mikill skortur er á þessum starfskrafti í landinu. Beinir fundurinn þeim tilmælum til stjórnar L.Í., að hún geri allt, sem i hennar valdi stendur, til að slíkur skóli megi komast á stofn. Tillaga VIII. Aðalfundur L.I. 1971 ályktar að fara þess á leit við heilbrigðisstjórnina, að hún stofni nefnd, sem fjalli um tillögur L.I. um nýjar stöður við Landspítalann tengdar læknisþjónustu i dreifbýlinu sbr. bréf til land- læknis 30.3 1971. Verði nefndin þannig skipuð: 1 fulltrúi frá yngri læknum á 1.—3. ári, 1 full- trúi frá Félagi læknanema, 1 fulltrúi frá læknaráði Landspítalans, 1 fulltrúi frá L.l. og 1 fulltrúi frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Tillaga IX. Aðalfundur L.I. 1971 felur stjórn félagsins að koma þeim tillögum fram við við- komandi stjórnvöld, að skipulag sjúkraflugs verði tekið til athugunar með það fyrir aug- um, að reynt verði að koma þar á fastri skip- an og að viðurkennt verði, að sjúkraflug sé þáttur hinnar almennu heilbrigðisþjónustu, sem tryggður sé með forsjá ríkisvaldsins. Greinargerö. Það er almenn krafa í nútíma- þjóðfélagi, að þegnum þess sé ekki mismunað með tilliti til þess, að þeir eigi allir, hvar á landinu, sem þeir búa, kost beztu fáanlegrar læknishjálpar, þegar slys eða alvarleg veikindi ber að höndum. Auðséð er, að ekki getur verið um að ræða nema fáa staði á iandinu, þar sem slík hjálp er fyrir hendi eða þar sem stærstu sjúkrahúsin eru staðsett. I fjölda tilfella er raunar um að ræða aðeins einn stað á landinu, sem býður upp á þá fullkomnustu þjónustu, þ.e. Reykjavík, og því oft, sem senda verður sjúkling á suðvesturhornið, þótt önnur sjúkra- hús séu nær. Hér er því um að ræða flutningsvandamál fyrst og fremst, og hefur það að mestu verið leyst af hendi hingað til af tveimur brautryðj- endum á sviði sjúkraflugs, öðrum í Reykjavík og hinum á Akureyri. Hafa þeir af sjálfsdáð- um tekið að sér órofa vaktskyldu, og verður það að teijast mannúðarstarf frá hendi þessara manna. Grundvöllur sjúkraflugsins er hins vegar algjörlega háður grundvelli annarra þátta leiguflugs, sem ekki er forsvaranlegt að treysta á til viðhalds öruggu sjúkraflugi. Al- mannasamtök, svo sem Slysavarnafélagið, hafa stutt hér að, en hlutur ríkisins er varla umtals- verður. Um leið og sverfur að rekstrargrund- velli sjúkraflugs, verða fleiri og fleiri héruð í landinu læknislaus og eftir því eykst þörfin á öruggu sjúkraflugi. Læknar og samtök þeirra gera sér ljósa grein fyrir Því, hvílíkt nauð- synjamál hér er um að ræða og telja óhugsan- legt, að þjónusta þessi verði af einhverjum ástæðum minni eða óöruggari en verið hefur og telja, ekki sízt með tilliti til áðurnefndrar fækkunar lækna úti á landi, að sjúkraflugið verði að bæta og gera eins öruggt og nútíma- tækni leyfir. Máli þessu verður varla tryggður framgangur nema með því móti, að tekið verði fram í lögum, hver skylda ríkisins skal vera í þessu efni. Athyglisvert er, að ekki er minnst einu orði á sjúkraflug í tillögum heilbrigðis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.