Læknablaðið - 01.12.1975, Page 92
138
LÆKNABLAÐIÐ
KAFLAR OR ÁRSSKÝRSLU L.í. ÁRIÐ 1972-1973
Inngangur
Skýrsla þessi, sem var flutt af Snorra P.
Snorrasyni á aðalfundi L.L 22. ágúst 1973, nær
yfír tímabilið frá 24. júní 1972 til 22. ágúst 1973.
Gjaldskyldir félagar í L.I. árið 1972 voru 316,
þar af 250 í L.R. Innheimta félagsgjalda gekk
vel. Aðeins 1 læknir á ógreitt árgjald ársins
1972.
Stjórn LæJcnafélags Islands
Á aðalfundi L.I., sem haldinn var 24. júní
1972, voru eftirtaldir kjörnir í stjórn:
Guðjón Magnússon, Reykjavík, endurkjörinn
ritari til 2ja ára, Guðmundur Sigurðsson, Eg-
ilsstöðum, kjörinn gjaldkeri til 2ja ára, Snorri
P. Snorrason, Reykjavík, formaður, kjörinn í
september 1971 til 2ja ára.
Úr stjórn gekk Guðmundur Jóhannesson,
Reykjavík, gjaldkeri.
I varastjórn voru kjörnir::
Guðmundur Jóhannesson, Reykjavik, til 2ja
ára, Heimir Bjarnason, Hellu, til 2ja ára.
Fyrir í varastjórn var:
Brynleifur H. Steingrímsson, Selfossi, kjör-
inn í september 1971 til 2ja ára.
Bókaðir fundir stjórnar L.I. urðu alls 28, en
að auki voru haldnir 5 sameiginlegir fundir
með stjórn L.R.
Verður hér getir helztu verkefna á liðnu
starfsári.
I. KAFLI
Frá skrifstofunni
Rekstur skrifstofunnar hefur runnið í líku
fari og undanfarin ár. Skrifstofan veitir nú
lögfræðilega aðstoð við gerð heildarkjarasamn-
inga lækna og hefur einnig veitt einstökum
læknum aðstoð við samningsgerð gagnvart
stofnunum.
Framkvæmdastjóri læknafélaganna sat aðal-
fund svæðafélaganna á Norðurlandi vestra og
á Austurlandi. Flutti hann þar yfirlit yfir
starfsemi skrifstofunnar og veitti ýmsar upp-
lýsingar um félagsleg réttindi lækna. Er þessi
þáttur í starfsemi' skrifstofunnar mjög æski-
legur til að læknár úti á landi verði ekki af-
skiptir, að því er varðar ýmsar upplýsingar um
þjónustu félagsins og félagsleg réttindi.
Stjórnir félaganna tóku þá ákvörðun á ár-
inu að ráða sérstakan mann til að annast dag-
lega afgreiðslu sjóða félaganna, og hefur sá
maður nú verið ráðinn. Er það Gunnar Sig-
urðsson, sem áður hafði verið kaupfélagsstjóri
á Hvammstanga í 11 ár. Væntir skrifstofan sér
góðs af svo reyndum starfskrafti. Gunnar mun
að auki færa allt bókhald skrifstofunnar, en
það hefur aukizt stórum að undanförnu, eink-
um vegna mikillar aukningar i Lífeyrissjóði
lækna, bæði á lánum og meðlimum.
Fanney Guðmundsdóttir, sem vann hér á
skrifstofunni í rúmt ár og annaðist bókhald
félaga og sjóða, hefur látið af störfum. Kann
stjórn L.I. henni beztu þakkir fyrir vel unnin
störf.
Bygging skrifstofuhúsnœöis
Það hefur lengi verið rætt innan læknasam-
takanna, að skrifstofuhúsnæði það, sem nú er
búið við, væri algjörlega ófullnægjandi fyrir
starfsemina og að félögin þyrftu sem fyrst að
eignast sitt eigið húsnæði. Hafa ýmsir mögu-
leikar verið kannaðir, en að lokum var tekin
ákvörðun af stjórnum félaganna um að byggja
viðbótarbyggingu við Domus Medica í austur-
átt. Byggingaframkvæmdir hófust 24. apríl sl.
og hefur miðað mjög vel áfram. Viðbótarbygg-
ing þessi er um 90m2 að stærð og er á tveim
hæðum. Efri hæð er viðbót við salinn í Domus
Medica og bætir mjög alla aðstöðu þar til
fundahalda og móttöku. Viðbótarbyggingin
gerði stækkun eldhússins einnig mögulega, en
þar var mjög þröng og erfið starfsaðstaða.
Skrifstofa læknafélaganna fær neðri hæðina
til umráða. Auk þess fær skrifstofan um 110m2
rými, sem skóverzlun Steinars Waage var áður
í og læknafélögin yfirtaka nú. Er þar um
eignayfirfærslu að ræða frá Domus Medica til
læknafélaganna.
L.I. gefur eftir bókaða skuld, sem Domus
Medica var í við L.I. að fjárhæð kr. 1. 530.000.
Þá yfirtaka læknafélögin skuld, sem Domus
Medica var í við Námssjóð lækna að fjárhæð
kr. 1.650.000. Hefur stjórn Námssjóðsins sam-
þykkt, að skuldaskipti þessi eigi sér stað, og
fá læknafélögin að borga skuldina niður á 5
árum. Þá fá félögin viðbótarlán úr Námssjóði
lækna að fjárhæð kr. 2.000.000 sem verður til
8 ára.
Byggingaframkvæmdum hefur miðað mjög
vel áfram, og er salurinn uppi tilbúinn. Á
neðri hæðinni er verið að innrétta, og standa
vonir til, að hægt verði að flytja inn með
skrifstofuhald fyrir miðjan september n.k.
Kostnaður við framkvæmdir skiptist þann-
ig, að Domus Medica og læknafélögin gera
bygginguna sameiginlega fokhelda og frá-