Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1975, Page 100

Læknablaðið - 01.12.1975, Page 100
142 LÆKNABLAÐIÐ III. Breytingartillögur við frv. til laga um samningsrétt opinberra starfsmanna: 1. Frá L.I. og B.H.M. 2. Frá form. samningsréttarnefndar. Breytingatillögur stjórnar L.I. við heilbrigð- isfrumvarpið voru samþykktar með nokkrum viðaukum og breytingum. Tillögur fundarins voru síðan birtar i fréttabréfi L.I. í apríl 1973 og verða því ekki raktar hér. Önnur atriði, sem fundurinn fjallaði um, koma fram á öðrum stöðum í ársskýrslunni. K.JARAMÁL 1. Oyinberir starfsmenn Kjarasamningar opinberra starfsmanna renna út um næstu áramót. B.H.M. mun fara með samningsrétt fyrir héraðslækna og yfir- lækna og aðra fastráðna lækna í opinberri þjónustu. Af því tilefni voru í júní s.I. haldnir fundir með kjaranefnd héraðslækna og var Félagi yfirlækna boðið að tilnefna 2 fulltrúa til viðræðna við kjaranefndina um, hvernig staðið skyldi að samningsgerð. Eins og áður er getið var Konráð Sigurðs- son, héraðslæknir, Laugarási, sem sæti á í kjaranefnd L.I., skipaður í launamálaráð B.H. M., en til vara 2 héraðslæknar og 1 yfirlæknir. Á fundi með kjaranefnd L.I. 24. júní 1973 var rætt um hugsanlegar kaupkröfur og aðrar kjarakröfur. M.a. kom fram, að héraðslæknar búa við mikið óöryggi. Þeir fá t.d. einungis greidd veikindalaun og laun í námsferðum af föstum launum, svo og tillag í lífeyrissjóð, en hafa enga tryggingu frá Tryggingastofnun rík- isins og litla tryggingu frá sjúkrasamlögunum. Þá kom einnig fram, að héraðslæknar eru lágt flokkaðir í launastiga opinberra starfsmanna miðað við aðra með sambærilega menntun og ábyrgð. Niðurstaða fundarins var á þá leið, að hvor aðili um sig, þ.e.a.s. héraðslæknar og yfirlækn- ar, semji greinargerð um launakröfur, sem síðan verði lagðar fram af fulltrúa L.I. i launamálaráði B.H.M. 2. LansráÖnir keknar Eins og áður er getið mun L.I. fara með samninga gagnvart ríkisvaldinu fyrir lausráðna lækna í opinberri þjónustu. Hefur L.I. skipað samninganefnd. I henni eiga sæti: Guðmundur Oddsson, formaður, Guðjón Magnússon, ritari, og Grétar Ólafsson, en til vara örn Smári Arnaldsson og Lúðvík Ólafsson. Þessi nefnd var áður samninganefnd L.R. fyrir sjúkrahús- lækna. Hefur nefndin haldið alls 7 fundi, er þetta er ritað, og gengið frá kröfugerð í megindrátt- um, sem lögð verður fyrir almennan fund sjúkrahúslækna siðari hluta ágústmánaðar. Kröfugerð til aðalkjarasamnings á að hafa borizt 1. september 1973. GeÖdeildarmál Á formannaráðstefnu læknafélaganna, þann 17. marz s.l., skýrði formaður L.I. frá fyrir- hugaðri geðdeildarbyggingu við Landspítalann, en heilbrigðismálaráðuneytið hafði þá ákveð- ið að byggt skyldi sérstakt geðdeildarhús á suðausturhorni Landspítalalóðar, 11860 gólf- flatarfermetrar að stærð. I byggingu þessari er gert ráð fyrir 120 sjúkrarúmum fyrir sjúkl- inga með bráða geðveiki og aðstöðu fyrir 40 dagvistarsj ú klinga. Þótt kostnaðaráætlun við geðdeildarbygg- inguna væri uppgefinn innan við 300 milljónir, þótti sýnt, að það væri alltof lágt áætlað fyr- ir sjúkrahúsbyggingu af þessari stærðargráðu. Var það álit fundarins, að hér væri um að ræða óhóflega mikla fjárfestingu á einu tak- mörkuðu sviði heilbrigðisþjónustunnar. Eink- um með tilliti til þess, að margar nauðsynlegar og kostnaðarsamar framkvæmdir í heilbrigð- ismálum bíða úrlausnar. Var upplýst á fundinum, að læknadeiid og Læknaráð Landspítalans hefðu bent á og gert tillögur um hagkvæmari lausn á vandamálum geðsjúkra. Til að árétta framangreind sjónar- mið samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun, sem send var viðkomandi ráðuneytum og jafnframt birt í fjölmiðlum: „Vegna mikilla framfara í iæknavísindum takmarkast magn og gæði læknisþjónustunnar um allan heim nú fyrst og fremst af þvi fjár- magni, sem veitt er til framkvæmda i heil- brigðismálum. Hér á landi hefur að undanförnu um 6% af þjóðartekjum verið varið til heilbrigðis- mála. Þetta fjármagn hefur þó hvergi nærri nægt til að fullnægja brýnustu þörfum um viðunandi aðstöðu til lækninga. Óskum lækna, bæjar- og sveitarfélaga um fé til brýnustu þarfa um húsnæði og tækjabúnað til að ann- ast Iækningar og heilsugæzlu hefur ekki verið unnt að sinna nema að takmörkuðu leyti og áætlaðar fjárhæðir til þeirra framkvæmda hafa verið skornar niður af fjárveitingavald- inu. Meðan svo er ástatt, þá er það háskaleg stefna að leggja í óhóflegar fjármagnanir á einstökum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og vanrækja samtímis aðra þætti hennar, ekki síður nauðsynlega. Stjórnvöld verða að taka upp áætlanagerð í heilbrigðismálum, sem byggist á ýtrustu hag- sýni og heildaryfirsýn yfir þarfir heilbrigðis- þjónustunnar. Heilbrigðisyfirvöld þurfa að kappkosta að velja sér jafnan ráðgjafa, sem hafa sem minnstra persónulegra hagsmuna að gæta, svo að tryggt sé, að hagur heildarinnar sitji ávallt í fyrirrúmi. Fundurinn áiyktar, að framangreind sjónar- mið hafi verið gróflega sniðgengin við skipu- lagningu fyrirhugaðrar geðdeildar við Land- spitalann og beinir þeirri eindregnu kröfu til viðkomandi yfirvalda, að taka geðdeildarmál Landsspítalans tafarlaust til gagngerðrar end- urskoðunar í ljósi framangreindra sjónar- rniða." Fjármálaráðuneytið skrifaði af þessu tilefni L.I. eftirfarandi bréf, dags. 12. apríl 1973:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.