Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1975, Page 104

Læknablaðið - 01.12.1975, Page 104
146 LÆKNABLAÐIÐ september 1972 World Congress on Medical Education í Kaupmannahöfn. Skýrsla um þessa ferð liggur frammi á skrif- stofunni. AÖalfundur AlþjóÖasamtaka lceknaféluganna Arinbjörn Kolbeinsson sat aðalfund Alþjóða- samtaka læknafélaganna, sem haldinn var í Amsterdam dagana 17.—21. september 1972. Erlendir gestir 9. ágúst 1973 kom til landsins skemmtiferða- skip með rúmlega 100 þýzka lækna. Hafði skipið hér aðeins dægurviðdvöl, en sigldi síðan austur um haf. Að beiðni World Medical Association hlutað- ist L.I. til um, að Arinbjörn Kolbeinsson fræddi hina erlendu gesti um heilbrigðismál á Islandi. Flutti hann erindi með skýringar- myndum, sem skrifstofa L.I. hafði látið gera. Erindið í heild liggur frammi á skrifstofu læknafélaganna. Nordisk Medicin Þetta er annað árið, sem L.I. stendur að út- gáfu Nordisk Medicin. Hefur þátttaka okkar öll mætt á Baldri Fr. Sigfússyni, sem dvelur við framhaldsnám í Svíþjóð. I blaðinu hafa á síðasta ári birzt greinar eftir íslenzka lækna, svör formanns L.I. við spurningum blaðsins um stöðu lækna og læknafélaga og þróun heilbrigðismála og hringborðsumræður um stjórnun heilbrigðis- mála, sem m.a. Ólafur Ólafsson, landlæknir tók þátt í. Berlega hefur komið i Ijós, að rit þetta er hið þarfasta og mun stuðla að bættu upplýs- ingastreymi milli lækna á Norðurlöndum og bættum samskiptum um heilbrigðismál og fé- lagsleg efni. Ritið er sem áður sent læknum þeim að kostnaðarlausu. IV. KAFLI LÆKNABLAÐIÐ, SJÚÐIR OG NEFNDAR- STÖRF: Lœknablaöiö Um síðustu áramót tók Læknablaðið ham- skiptum. Var broti þess breytt, blaðið saumað í stað þess að vera heft, og bryddað upp á ýmsum nýmælum í efnisvali og uppsetningu. Með hinu nýja broti nýtist blaðsíðurými betur. Stefnt er að fjölgun tölublaða og hefur ekki skort efni í blaðið, en vegna tafa í prent- smiðju hefur útgáfa dregizt. Prófarkalesari blaðsins, Sverrir Tómasson, cand. mag, lét af störfum um áramót, en Páll Ásmundsson, ritstjóri, hefur annazt prófarka- lestur. SjóÖir 1. LífeyrissjóÖur lœkna Við síðustu kjarasamninga sjúkrahúslækna, þar sem kveðið var á um greiðslur vinnuveit- enda í Hfeyrissjóði, iókst Lífeyrissjóði lækna mjög bolmagn, þvi að ákvæði þetta gerði það að verkum, að yngri læknar sýndu mun meiri áhuga á inngöngu í sjóðinn heldur en áður hafði verið. 2. NámssjóÖir Tveir námssjóðir eru starfandi á vegum lækna. Annars vegar Námssjóður lækna og hins vegar Námssjóður sjúkrahúslækna. Aðilar að Námssjóði sjúkrahúslækna hafa fyrst og fremst verið læknar í starfi hjá ríkisspitölun- um, og hefur iðgjald verið 5% fastra launa. I Námssjóði iækna, sem varðveittur er hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, renna hins vegar 4 Vl> % fastagjalds heimilislækna hér í Reykja- vík og sama hlutfall fastagjalds sérfræðinga. Ákvörðun hefur verið tekin af stjórnum læknafélaganna um sameiningu, og hefur bréf þar að lútandi verið sent stjórnum beggja sjóð- anna. Stendur nú á svari frá Námssjóði lækna, en Námssjóður sjúkrahúslækna hefur fyrir sitt leyti samþykkt sameiningu. 3. Styrktarsjóöur lækna Allir starfandi læknar greiða til Styrktar- sjóðs lækna. Iðgjald þangað er innifalið í ár- gjaldi til svæðafélaga og til L.I. og er nú kr. 600.00. Nefndastörf 1. Kjaranefnd L.f. Þann 29. september 1972 var gerður nýr samningur milli L.I. og menntamálaráðuneyt- isins um gjald fyrir heilsuvernd í skólum. Samningur þessi fól í sér rúmlega 7% grunn- kaupshækkun á gjaldi frá því sem áður var. Þá gerði Kjaranefnd L.I. einnig samning við Tryggingastofnun ríkisins f.h. sjúkrasamlag- anna á Akranesi, Akureyri, Isafirði og Siglu- firði um númeragjald til heimilislækna á þeim stöðum. L.R. er einnig aðili að þessum samningi f.h. starfandi lækna í Hafnarfirði, Garðahreppi, Keflavík og Njarðvíkum. Er þetta i fyrsta skipti, sem númerasamningur þessi er gerður sameiginlega af báðum félögunum. Samningur þessi fól í sér sömu grunnkaupshækkun og þá, sem náðist hjá starfandi heimilislæknum í Reykjavík. I samningnum eru nýmæli um fast gjald fyrir vaktir á þrem stöðum, þannig að ríkissjóður greiðir hluta héraðslæknislauna, sem síðan skiptist milli vakthafandi lækna. Framlag ríkissjóðs er sem hér segir: 50% hér- aðslæknislauna í Hafnarfirði, 70% á Akureyri og 85% i Keflavík. Vaktir eru reiknaðar 490 á ári. 2. Laganefnd L.í. Laganefnd L.l. skilaði áliti s.l. haust og voru breytingatillögur hennar sendar öllum svæða- félögum til umsagnar. Hafa nokkrar breyt- ingatillögur borizt og verða þær teknar fyrir á aðalfundi í haust. I uppkasti laganefndar er m.a. lagt til, að stjórn L.I. verði skipuð 7 mönnum. 3. Starfsmatsnefnd L.t. Starfsmatsnefnd L.I. var fyrst skipuð í samn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.