Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 5

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 281 Forsíða: Utan hrings og innan nr. 3, 1970 eftir Vilhjálm Bergsson. © Vilhjálmur Bergsson/MYNDSTEF. Olía. Stærð: 94x90. Eigandi: Listasafn íslands. Ljósm.: Kristján Pétur Guðnason. Frágangur fræðilegra greina Upplýsingar um ritun fræðilegra greina er að finna í Fréttabréfí lækna 7/94. Stutt samantekt Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A4 blöð með 40 mm spássíu vinstra megin. Hver hluti handrits skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtal- inni röð: Titilsíða Ágrip og nafn greinar á ensku Ágrip Meginmál Þakkir Heimildir Töflur: Hver tafla með titli og neð- anmáli á sér blaðsíðu Myndatextar Myndir eða gröf verða að vera vel unnin á ljósmyndapappír (glossy prints) eða prentuð með leysiprent- ara. Sendið frumrit og tvö afrit af grein- inni og öliu er henni fylgir (þar á með- al myndum) til ritstjórnar Lækna- blaðsins, Hlíðasmára 8, 200 Kópa- vogur. Greininni þarf að fylgja bréf þar sem lýst er yfir af hálfu þess höf- undar sem annast bréfaskipti að allir höfundar séu lokaformi greinar sam- þykkir og þeir afsali sér birtingarrétti (copyright) til blaðsins. Umræða og fréttir Heilsugæsla í Biombo héraðinu í Gíneu-Bissá: Geir Gunnlaugsson ......................... 326 íðorðasafn lækna 57: Jóhann Heiðar Jóhannsson................... 333 Heilsugæslustöð eða háskólaklíník: Guðmundur Helgi Þórðarson.................. 334 Eftirritunarskyld lyf: Ólafur Ólafsson ......................... 335 Tryggingafréttir........................... 338 Tillögur um vísindasiðanefnd og Siðaráð landlæknis: Frá landlæknisembættinu ................. 339 Handareining á vegum slysa- og bæklunarlækningadeildar Borgarspítalans: Magnús Páll Albertsson .................. 339 Okkar á milli ............................. 340 Stöðuauglýsingar........................... 341 Fundaauglýsingar .......................... 344 Ráðstefnur og fundir ...................... 346 Segavarnir Blóðsegamyndun í aðgerðum og í kjölfar þeirra er vel þekkt fyrirbrigði. Tíðni er mismunandi eftir aðgerðum og ástandi sjúklingsins. Talið er að hæsta tíðnin sé við liðskiptaaðgerðir, til dæmis á mjöðmum. Rek til lungna er alvarlegasti fylgikvilli þessara blóðsega og getur orðið sjúklingum að aldurtila. Á undanförnum árum hafa komið upplýsingar um segavarnir í sambandi við skurðaðgerðir og hafa ábendingar verið að skýr- ast. Á handlækningadeild Landspítalans var segavarnarmeð- ferð beitt í sambandi við skurðaðgerðir en engin ákveðin stefna var þó mörkuð. Undirritaður vann að því að setja á fót vinnu- hóp um segavarnir og var stjórnandi þeirrar vinnu Páll Torfi Önundarson. en með honum í hópnum voru Halldór Baldurs- son bæklunarskurðlæknir, Halldór Jóhannsson yfirlæknir á handlækningadeild og Þorsteinn Svörfuður Stefánsson yfir- læknir á gjörgæsludeild. Þessi hópur vann síðan greinargerð og hefur Páll Torfi skrifað yfirlitsgrein um segavarnir og birtist hún í þessu blaði. Niðurstaða vinnuhópsins koma skýrt fram í greininni og hafa þessar leiðbeiningar verið teknar í notkun á handlækninga- deild Landspítalans. Jónas Magnússon prófessor

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.