Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 30

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 30
304 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Fig. 3. Distribution of abnormal sensation in various finger combination. Subjective: hypesthesia and/or paresthesias in 542 hands. Objective: decreased sensation for pin prick, touch and/or hyperesthesia in 344 hands. Finqer diatribution 150 300 No. of hands fannst við skoðun annar kvilli, sem hugsanleg orsök nærverkjarins, oftast í stoðkerfi. Kvört- un um máttleysi og klaufsku kom fram í tilviki um það bil 50% handa en máttleysi við skoðun var sjaldgæft. Við nánari athugun á 177 hönd- um sjúklinga, sem kvörtuðu um klaufsku og/ eða máttleysi án þess að máttleysi fyndist við skoðun, kom í ljós að 67 hendur (38%) höfðu eðlilega skynskoðun en 110 hendur (62%) voru með óeðlilega skynskoðun. í 426 höndum, þar sem hvorki var kvartað urn klaufsku né mátt- leysi og vöðvamáttur var eðlilegur, var skyn- skoðun hins vegar eðlileg í 180 (42%) og óeðli- leg í 246 (58%) höndum. Sjúklingar mistúlka stundum brenglað skyn sem klaufsku og/eða máttleysi. Engin orsök eða samverkandi sjúkdóms- ástand fannst hjá 172 sjúklingum með miðtaug- arþvingun í úlnliðsgöngum en hjá 211 (55%) fannst slíkt (tafla III). Sjö einstaklingar höfðu Raynaudsfyrirbæri, aðeins í einu tilfelli sam- fara annarri orsök; rauðum úlfum. Aukin fylling eða væg fyrirferð ofan við úln- lið á framhandlegg að framan og einkenni sem benda til truflunar á sjálfráða taugakerfinu sá- ust í rannsókninni en voru ekki skráð nægilega markvisst til þess að draga ályktun um tíðni þeirra. Slík fyrirferð var hlaupbelgur í tveimur höndum og taugaæxli í einni. Einkenni, sem benda til truflana á sjálfráða taugakerfinu, voru: Kvörtun um aukna svita- myndun í lófa, húðþurrkur og tilhneiging til sprungumyndunar á húð, hrörnun á húð með tapi á eðlilegum lófa- og fingurlínum og vægur handarbjúgur. Séu einstaklingarnir, sem gátu um verulega aukningu á handavinnu áður en einkennin hóf- ust, ekki taldir með voru 23 sem sögðu frá öðrum áverka sem hugsanlegri orsök taugar- fergisins. Hjá 13 einstaklingum, sem gátu um beinbrot, lágu fyrir upplýsingar um tímalengd frá beinbroti, sem var frá sex mánuðum upp í 40 ár eða að meðaltali 10 ár. Af 211 sjúklingum með annan kvilla voru 135 (64%) með ein- hvern stoðvefssjúkdóm. Tuttugu og sjö þjáðust af bandvefssjúkdómi vegna sjálfsónæmis, 83

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.