Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 44

Læknablaðið - 15.09.1994, Page 44
316 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Þvagfærasýkingar hjá börnum — gildi pokaþvags Lokasvar Fyrir hönd höfunda birtir undirritaður hér svör við síðustu athugasemdum Ólafs Stein- grímssonar um grein okkar „Þvagfærasýkingar hjá börnum-gildi pokaþvags“. Enn á ný finnur Olafur Steingrímsson sig knúinn til að koma á framfæri athugasemdum (við athugasemdir1) við grein okkar um gildi pokaþvags hjá börnum2. Ekki er að sjá, að hann komi fram með neinar nýjar athugasemd- ir í þessari grein og er hún að mestu endurritun á fyrri grein3. Þeirri grein hefur verið svarað1 og því óþarfi að endurtaka þau svör hér. Nauðsynlegt er þó að svara eða árétta nokk- ur atriði: 1. I klínískri vinnu (til dæmis við túlkun á niðurstöðum ræktana) leggja læknar að sjálf- sögðu mat á alla þá þætti sem snerta áreiðan- leika rannsóknarniðurstaðna. Aðeins niður- stöður sem áreiðanlegar þykja eru notaðar til að meðhöndla sjúklinga eða rannsaka þá frek- ar. í okkar rannsókn2 voru niðurstöður rann- sókna á pokaþvagi bornar saman við niður- stöður frá ástungu- eða slönguþvagi eins og gert er í klínískri vinnu. Að halda því fram að slíkar niðurstöður séu ónothæfar einungis vegna þess að ekki er getið um flutningstíma sýnanna er furðuleg staðhæfing. Slík staðhæf- ing dæmir út leik meginþorra birtra erlendra rannsókna á þvagfærasýkingum hjá börnum. Hitt er svo aftur annað mál, að sjálfsagt er að brýna vel fyrir öllum að standa vel að þvag- sýnatöku, enda var það gert í okkar grein2. 2. Ólafur telur enn, að sýklarannsóknar- deildin hafi verið sniðgengin. Þessu hefur áður verið svarað1 og óþarfi að endurtaka það hér. A hinn bóginn er umhugsunarefni hvort sú regla, að ekki megi birta niðurstöður opin- berra rannsókna nema með leyfi/samvinnu allra hlutaðeigandi, gildi einnig um klíníska vinnu. Ýmsar rannsóknardeildir hafa birt ágætar og þarfar rannsóknir sem oft byggja að miklu leyti á klínískum upplýsingum fengnum úr sjúkraskrám án þess að ábyrgur „klíníker'1 komi þar nærri. Umræður um einstakar greinar/rannsóknir læknatímarita eins og hér hafa farið fram geta verið til gagns fyrir lesendur og höfunda, svo fremi að þær séu málefnalegar og lausar við hleypidóma. Við vonum að lesendur Lækna- blaðsins hafi haft gagn af grein okkar um gildi pokaþvags hjá börnum svo og þeim umræðum sem fylgt hafa í kjölfarið. Af okkar hálfu er ekki að vænta fleiri skrifa um þetta mál. Fyrir hönd höfunda Þórólfur Guðnason barnalæknir, Barnaspítala Hringsins HEIMILDIR: 1. Guðnason Þ. Svar við athugasemdum. Læknablaðið 1994; 80: 167-8. 2. Guðnason Þ, Jónsdóttir Ó, Hreinsdóttir M. Þvagfæra- sýkingar hjá börnum-gildi pokaþvags. Læknablaðið 1994; 80: 63-8. 3. Steingrímsson Ó. Bréf til ritstjóra Læknablaðsins. Læknablaðið 1994; 80: 165-6. Athugasemd ritstjórnar Rétt þótti að gefa höfundum færi á að svara athugasemd Ólafs Steingrímssonar við svörum við fyrri athugasemd hans. Ritstjórn sér ekki ástæðu til andsvara og telur umræðu um málið lokið á vettvangi blaðsins.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.