Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1994, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.09.1994, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 321 framkvæmd, einnig blóðrannsóknir og holsjár- skoðun, ásamt því að sýni voru tekin úr slím- húð í magahelli (tafla II). I upphafi og við hverja komu (tafla II) voru einkenni sjúklinga skráð: 1) Verkur fyrir bring- spölum á daginn 2) á nóttunni 3) brjóstsviði og 4) ógleði. Reynt var að meta hversu mikil ein- kennin voru með stigagjöf, 0 = engin, 1 = væg, 2 = meðal, 3 = mikil. Einkenni voru talin 1) væg, ef þau trufluðu ekki eðlilegt líf, 2) meðal, ef þau tufluðu stundum eðlilegt líf og 3) mikil, ef þau trufluðu alltaf eðlilegt líf. Sjúklingarnir fengu ítarlegar upplýsingar varðandi tilgang rannsóknarinnar, eðli með- ferðarinnar og hugsanlegar aukaverkanir hennar. Holsjárskoðanirnar voru framkvæmdar á speglanadeildum St. Jósefsspítalans í Hafnar- firði og Borgarspítalans. Rannsóknin fór fram á tímabilinu frá mars 1991 til desember 1993. Við tölfræðilega útreikninga var stuðst við Fisher’s exact test. Niðurstöður Sextíu sjúklingar tóku þátt í rannsókninni. Lyfjameðferðin skiptist þannig að 30 sjúkling- ar fengu DMT og 30 sjúklingar fengu DMA meðferð. Enginn tölfræðilegur munur var á þessum tveimur hópum þegar litið er til kyns, aldurs, lengdar meltingasárasögu eða reyk- ingasögu (tafla III). Skeifugarnarsár höfðu 50 sjúklingar (83,3%) en 10 sjúklingar (16,7%) höfðu magasár. Af þeim sjúklingum sem greindust með skeifugarnarsár, fengu 25 DMT og 25 DMA en af þeim sem höfðu magasár fengu fimm DMT og fimm DMA (tafla III). Meðalaldur sjúklinganna með magasár var 59,9 ár, en þeirra sem höfðu skeifugarnarsár var 52,1 ár. Árangur meðferðar var metinn í 12 mánuði frá lokum þriggja lyfja meðferðar. CLO prófið var framkvæmt í öllum tilvikum og var sam- svörun niðurstaðna mjög góð við vefjarann- sókn og/eða ræktun sem gerðar voru í lang- flestum tilvikum. Aðeins einu sinni (við þriggja mánaða eftirlit) reyndist ræktun og vefjarann- sókn neikvæð þegar CLO próf var jákvætt (falskt jákvætt). Einum mánuði eftir lok meðferðar voru 54 sjúklingar (90%) CLO neikvæðir en sex sjúk- lingar (10%) héldust CLO jákvæðir. Marktæk- ur tölfræðilegur munur (p = 0,024) var á H. pylori neikvæðum í DMA- (24 sjúklingar) og Number of patients Figure. Ulcer recurrence in six H. pylori + ve patients DMT (30 sjúklingar) hópi (tafla IV). Við eins árs eftirlit varð einn sjúklingur til viðbótar CLO jákvæður, en hann hafði verið H. pylorí neikvæður við eins, þriggja og sex mánaða eft- irlit frá lokum þriggja lyfja meðferðar. Af 53 sjúklingum, sem voru CLO neikvæðir við 12 mánaða eftirlit, voru 30 (100%) meðhöndlaðir með DMT, en 23 (77%) með DMA meðferð (tafla V). Tölfræðilega marktækur munur (p = 0,0105) var milli hópanna. Kannað var hvort þeir sex sjúklingar, sem ekki svöruðu DMA meðferðinni (tafla IV), voru að einhverju leyti frábrugðnir þeim sem svöruðu meðferð (DMT eða DMA) með tilliti til kyns, aldurs, staðsetn- ingar meltingarsárs (skeifugörn eða maga), tímalengdar sárasögu, fyrri notkunar sýkla- lyfja, meðferðarheldni og reykingasögu. Ekki reyndist neinn marktækur munur á þessum sjúklingum. Einn sjúklingur sem varð CLO neikvæður eftir þriggja lyfja meðferð (DMA) fékk melt- ingarsár á eftirlitstímanum og hafði hann notað NSAID lyf skömmu fyrir holsjárskoðun. Allir sem héldust H. pylori jákvæðir fengu sár á eftirlitstímanum eftir einn mánuð (þrír sjúk- lingar), þrjá mánuði (einn sjúklingur), sex mánuði (einn sjúklingur) og 12 mánuði (einn sjúklingur) (mynd). Fimm sáranna voru skeifugarnarsár og eitt var magasár. Langflest- ir þeirra (94%) sem héldust H. pylori neikvæð- ir og voru án meltingarsára urðu einkennalaus- ir, en þrír (6%) kvörtuðu um brjóstsviða (tveir sjúklingar vægan = 1, einn sjúklingur meðal = 2), vegna vélindabakflæðis. Þeir sem héldust H. pylori jákvæðir og fengu síðar endurtekin sár, lýstu líkum einkennum og í upphafi með- ferðar. Aukaverkanir voru tíðar og komu fyrir hjá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.