Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1994, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.09.1994, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 333 íðorðasafn lækna 57 Type, typus Ensk-ameríska heitið type er talið komið úr grísku, af typos sem þýða má á nokkra mismun- andi vegu, til dæmis sem fyrir- mynd, mark, merki eða mót. I latínu má reyndar finna heitið typus sem þýtt hefur verið með orðunum ^erð, tákn, mynd eða ímynd. í Iðorðasafni lækna má finna eftirfarandi skýringu á type: gerð. Sameindir, bakter- íur, frumur og vefir sem hafa sameiginleg einkenni. Dæmin, sem þar eru tekin um notkun type í læknisfræðilegum heit- um, eru tvær gerðir lungna- blöðrufrumna, type I og type II cell, og sex gerðir glýkógen- kvilla, type I-VI, en ofangreind þýðing á type er þó ekki notuð í þessum dæmum. í fljótu bragði tókst undirrituðum ekki að finna önnur dæmi í íðorðasafn- inu um notkun type í samsettum heitum, ef frá er talið heitið karyotype. Par hefur reyndar farið svo að erlenda heitið hefur verið þýtt beint samkvæmt orð- hlutum, kjarnagerð, en ekki tekið tillit til þeirra íslensku heita sem komin voru í notkun, litningamynd og litningagerð. Til útskýringar skal það nefnt að karyotype er notað á tvo vegu, annars vegar sem heiti á nákvæmum uppdrætti eða mynd af litningum manns eða dýrs og hins vegar sem heiti á lýsingu á byggingu og fjölda litninganna í ákveðnu tilviki. Sem dæmi má nefna að eðlilegir litningar karlmanns (the normal male chromosomes) eru tákn- aðir með stöfunum 46,XY, sem er táknleg lýsing á litningagerð hans. Mynd af eðlilegum eða af- brigðilegum litningum, teikni- mynd eða ljósmynd, nefnist ein- faldlega litningamynd. Litning- arnir eru vissulega staðsettir í frumukjarnanum, en heitið kjarnagerð er ekki heppilegt þegar eingöngu er verið að lýsa þeim. Typus Sem sérstakt uppflettiorð í íðorðasafni lækna finnst latn- eska heitið typus eingöngu í samsetningunni typus sanguin- is, blóðflokkur. í nýrri þýðingu á fósturfræðinni (nomina embr- yologica), sem gefin verður út á næstunni, kemur heitið typus meðal annars fyrir í samsetning- unni typus dysmorphicus, rang- formunargerð, það er að segja tegund vansköpunar. Eflaust má líta svo á að enska heitið type og latneska heitið typos séu samheiti. í læknisfræðiorða- bók Stedman’s eru fleiri dæmi um notkun type í samsetning- um, svo sem blood type og pers- onality type. Hefð er fyrir heit- inu blóðflokkur, en undirrituð- um er ekki kunnugt um það hvort slíkt á einnig við um pers- ónuleikagerð. Typing í orðabók Stedman’s er einn- ig að finna typing, sem er lýst þannig: Flokkun samkvæmt gerð (classification according to type). Typing er ekki sérstakt uppflettiorð í íðorðasafni lækna, en kemur meðal annars fyrir í samsetningunni blood typing, sem er samheiti við að- alheitið blood grouping, blóð- flokkun. Par er einnig komin á föst hefð. Sama má segja um tissue typing, vefjaflokkun, sem ekki finnst þó í íðorðasafninu. Karyotyping er heiti á þeirri að- gerð, að rannsaka og greina fjölda og byggingu litninganna með skoðun í smásjá eða á smá- sjármynd, og nefnist litninga- greining. Þessi heiti þarf að taka inn í íðorðasafn lækna. Group Síðasta flokkunarheitið, sem undirritaður vildi taka til um- fjöllunar í þetta sinnið, er group. Það finnst ekki sem sér- stakt uppflettiorð í íðorðasafn- inu, en kemur meðal annars fyrir í samsetningunum: Blood group, blóðflokkur; control group, samanburðarhópur og symptom group, einkennaheild. í fyrrgreindri orðabók Sted- man’s er heitið skilgreint sem hópur líkra eða skyldra hluta. Fleiri samsetningar má nefna, svo sem elemental group, frum- efnahóp; group medicine, hópstarf lækna; group therapy, hópmeðferð; muscle group, vöðvahóp og therapeutic group, meðferðarhóp. Undirritaður óskar eftir ábendingum frá lesendum um fleiri orð og heiti sem varða flokkun eða röðun í hópa, sem þýða þarf eða taka til samræm- ingar, og ættu heima í íðorða- safni lækna. Jóhann Heiðar Jóhannsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.