Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1994, Síða 66

Læknablaðið - 15.09.1994, Síða 66
334 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Heilsugæslustöð eða háskólaklíník Nýlega var auglýst staða heilsugæslulæknis við Heilsu- gæslustöðina Sólvangi. Þessi auglýsing hefur orðið mér um- hugsunarefni, og við lestur hennar hafa rifjast upp fyrir mér innanhússumræður, sem áttu sér nokkrum sinnum stað, með- an ég var starfandi á þessari stöð, þar sem rætt var um mönnun á stöðinni. I áðurnefndri auglýsingu er tekið fram, hvaða kostum um- sækjandi skuli búinn, og þa$, gefur væntanlega til kynna hvað hann skuli aðhafast þegar hann er kominn í stöðuna. Þar stend- ur meðal annars „ Vegna kennslu og ránnsóknarskyldu á vegum Háskóla Islands, eru kenitsla og vísindastörf mikilvœgir þœttir starfsins.“ Og ennfremur: „Lögð er áliersla á reynslu við rannsóknastörf'. Þarna er verið að segja, að þessi læknir skuli taka að sér vinnu fyrir Háskóla íslands, það er að umtalsverðum hluta af vinnutíma hans skuli varið til annars en annast heimilislækn- ingar fyrir Hafnfirðinga. Það er því spurning, hvort Háskóli Is- lands hefði ekki átt að auglýsa þessa stöðu. Það er líka spurn- ing, hvort allir læknar stöðvar- innar hafi sömu skyldum að gegna gagnvart Háskóla Is- lands. Og hvað um annað starfs- fólk? Ég veit ekki til að þetta gildi um heilsugæslulækna á öðrum stöðvum. Félag íslenskra heimilislækna hefur gefið út svokallaðan stað- al fyrir heilsugæslustöðvar þar sem settar eru fram kröfur stétt- arinnar um mönnun og aðbún- að á heilsugæslustöðvum. Sam- kvæmt þessum staðli telst það hæfilegt að hver heimilislæknir annist 1500 manns, ef hann sér jafnframt um heilsuvernd fyrir hópinn. Þar sem læknir gegnir jafnframt vaktþjónustu „erjafn- an gert ráð fyrir fœrri einstakl- ingum á livern lœkni.“ í ráðherratíð Guðmundar Bjarnasonar fyrrverandi heil- brigðisráðherra var það yfirlýst stefna heilbrigðisráðuneytisins að þetta ákvæði um 1500 manns á lækni skyldi gilda, og ég veit ekki annað en að þetta sé enn stefna ráðuneytisins. í ársskýrslu Heilsugæslu- stöðvarinnar Sólvangi fyrir árið 1992 kemur fram, að íbúatala á upptökusvæði stöðvarinnar það ár var 17.238 manns. Það er vit- að að íbúum fer fjölgandi á þessu svæði, svo að það er vægt áætlað að þeir séu nú 18.000. Ef miðað er við staðal FÍH ættu því 12 heilsugæslulæknar að vinna við þessa stöð og raunar fleiri, þar sem læknar stöðvarinnar sinna vöktum að einhverju leyti. Hins vegar eru nú einung- is sjö heilsugæslulæknar starf- andi við stöðina, en auk þess sérfræðingur í barnalækningum í hálfu starfi og prófessor í hálfu starfi sem heimilislæknir auk þess að vera prófessor í fullu starfi. Það máþvísegjaaðþarna séu átta læknisstöður þegar allt hefur verið talið með og vantar þá að minnsta kosti fjögur stöðugildi til að stöðin sé full- skipuð læknum samkvæmt staðli FÍH og ráðuneytisins. Þessi heilsugæslustöð er því stórlega vanmönnuð til að sinna almennum heimilislækningum á svæðinu, þó ekki sé bætt á hana verkefnum. Við þessar aðstæð- ur kemur svo Háskóli Islands inn á stöðina og krefur hana um þjónustu umfram það sem tíðk- ast á öðrum heilsugæslustöðv- um, svo sem kennslu og rann- sóknir án þess að sjá fyrir aukn- um vinnukrafti til að sinna þessum auknu verkefnum. Það hlýtur að liggja í augum uppi að með þessu er háskólinn að íþyngja stöðinni sem þjónustu- stöð fyrir Hafnfirðinga, taka frá henni vinnuafl og nýta í sína þágu. Þegar þess er gætt að það gildismat virðist vera ríkjandi um þessar mundir að meira sé lagt upp úr hlutum eins og rann- sóknum, svokölluðum vísinda- störfum, ráðstefnusetum og kennslu en daglegu starfi við lækningar er mikil hætta á að hið daglega læknisstarf verði út- undan þegar þetta tvennt togast á um tíma læknisins. Hér er spurning um áherslur því allt er þetta nauðsynlegt innan vissra marka. I ársskýrslu Heilsugæslu- stöðvarinnar Sólvangi er það talið samviskusamlega fram, hvað hver og einn hefur setið á mörgum ráðstefnum, hve marg- ar greinar hann hefur skrifað eða verið með í og fleira í þeim dúr. Það er hins vegar ekki tek- ið fram, hve mörgum stundum menn hafa skilað í klínískri vinnu inni á stöðinni. Með hlið- sjón af því, sem að framan er sagt er þó fyllilega ástæða til að huga að því. Ef þáttur háskól- ans bólgnar út án þess að séð sé

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.