Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 12

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 12
386 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 miðað við þær sem fæddu í september (50,6%) (p<0,002). Fjölbyrjur með tvö eða fleiri börn hættu síður vinnu. Meðgöngulengd kvenna sem unnu alla meðgönguna var styttri (meðal- tal 274,8 dagar) en hinna (280,1 dagur). Konur í erfiðisvinnu hættu oftar vinnu og fæddu létt- ari börn (p=0,003). Flestar konur vinna í meðgöngu. Meirihluti útivinnandi kvenna hættir vinnu að meðaltali tveimur mánuðum fyrir lok meðgöngu eða jafnvel fyrr, vegna veikinda, fara í launalaust leyfi eða sumarleyfi. Ein af hverjum sex nýtur tryggingabóta í einhverju formi fyrir fæðingu. Erfiðari vinnu fylgir tilhneiging til að eignast léttari börn og fæða fyrr hér sem annars staðar. Inngangur Miðað við tölur um burðarmálsdauða geng- ur konum á Islandi almennt vel að ganga með og eiga börn. Með lögum um fæðingarorlof nr. 59/1987 (að stofni til frá 1960) er konum tryggt fæðingarorlof (laun) í sex mánuði (frá 1.1.1990). Upphæð fæðingarorlofsgreiðslu miðast við vinnuframlag síðustu 12 mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma. Greiðslur orlofs geta hafist mánuði fyrir áætlaðan fæðingar- tíma. Ef konan veikist í meðgöngu eða getur ekki unnið vegna meðgöngunnar þarf hún ann- að hvort að nota áunnið veikindaorlof (greiðsl- ur frá vinnuveitanda) eða hún getur sótt um sjúkradagpeninga. Við veikindi í lok með- göngu má sækja um framlengt fæðingarorlof í einn til tvo mánuði ef konan hefur ekki haft önnur laun í veikindum. Hafi hún notið sjúkra- dagpeninga, koma þeir til frádráttar. A Norðurlöndum, þar sem reglur um fæð- ingarorlof eru að sunru leyti svipaðar og á Is- landi, hefur komið í ljós að um eða yfir helm- ingur fæðandi kvenna fá veikindavottorð í meðgöngunni, flestar á síðasta þriðjungi með- göngunnar (l^t). Þetta gerist jafnvel í þeim löndum þar sem fæðingarorlof á síðasta mán- uði meðgöngu er auðfengið eða fastákveðið í lögum (3,4). Ekki hefur verið kannað hve stór hluti kvenna á íslandi vinnur á síðasta þriðjungi meðgöngu, hvenær þær hætta vinnu, hvernig þeim bætist tekjutap fram til fæðingar eða hve margar eiga við vanheilsu að stríða á með- göngu sem hamlar vinnu. Tilgangur þessarar athugunar var að fá upplýsingar um þessi atr- iði, ef kærni til endurmats á hvort og hvernig ætti að koma við umbótum á fæðingarorlofi. Einnig var kannað hvort vinna í lok með- göngu, einkum erfiðisvinna, geti haft áhrif á meðgöngulengd og fæðingarþyngd barna hér á landi sem annars staðar. Efniviður og aðferðir Á tveimur mánuðum ársins 1993 voru tekin viðtöl við 407 konur sem fæddu á Landspítal- anum (13% fæðandi kvenna á árinu), 206 í september og 201 í nóvember. Viðtöl fóru fram á sængurlegudeildum Kvennadeildar á öðrum til fjórða sólarhringi eftir fæðingu. Konum sem fæddu á fimmtudögum var sleppt þannig að viðtöl voru ekki tekin um helgar. Farið var yfir mæðraskrár kvenna sem fætt höfðu sólarhring- inn á undan samkvæmt fæðingartilkynningum og fengnar upplýsingar um aldur, fjölda fyrri meðgangna, starf, hjúskaparstétt og starf maka, meðgöngulengd í dögum samkvæmt ómskoðun, kyn og fæðingarþyngd barnanna. Athugunin var kynnt fyrir konunum og allar samþykktu að svara spurningum um eftirtalin atriði: Hvort og hvenær hún hætti vinnu, hvers Tafla I. Skipting ístarfsstéttir hjá 407 konwn sem fœddu á Landspítalanum íseptember og nóvember 1993. Starfsstéttaskipting maka er einnig tilgreind. Konur Barnsfeður Starf Fjöldi (%) Fjöldi (%) Verkamenn og afgreiðslufólk 109 (26,8) 69 (17,3) Iðnmenntun og verkstjórn 9 (2,2) 96 (24,1) Skrifstofu og sjúkrahússtörf* 137 (33,5) 64 (16,0) Háskólamenntun og vinnuveitendur 45 (11.1) 88 (22,1) Sjómenn og bændur 7 (1.7) 36 (9.0) Nemar 41 (10,1) 38 (9,5) Án vinnu Ekki vitað 59 (14,5) 7 (1,8) Samtals 407 398 * Kennarar meðtaldir.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.