Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 16

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 16
390 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 ef hún veikist sjálf má lehgja orlofið enn meira inn í meðgönguna. Orlof eftir fæðinguna er sex mánuðir. í Noregi er fæðingarorlof 33 vikur og möguleiki að lengja það í 42 vikur. Einnig má taka allt að 12 vikum fyrir fæðingu, en þá skerðist orlof eftir fæðingu sem því nemur (3). Svíar hafa gengið lengst í löggjöf um fæðingar- orlof. Þar er orlofið 15 mánuðir en möguleiki er að hefja töku þess allt að tveimur mánuðum fyrir fæðingu. Þá skerðist tíminn með barninu sem því nemur. Til eru lög þess efnis, að sé konan í erfiðisvinnu og geti ekki fengið sig flutta til, eigi hún rétt á að vera í orlofi 50 síðustu dagana fram að fæðingu án skerðingar á orlofi eftir fæðingu (4). I Finnlandi er fæðing- arorlof 55 vikur (um 13 almanaksmánuðir). Má það hefjast allt að 10 vikum fyrir fæðinguna, en í síðasta lagi sex vikum fyrir hana. Að auki bætist við orlof í meðgöngunni sé konan í erfið- isvinnu. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á Norðurlöndunum til að kanna veikindaforföll kvenna í meðgöngu. f Noregi voru 50,8% úti- vinnandi kvenna frá vinnu vegna veikinda einu sinni eða oftar en einungis 29,3% í meira en 14 daga (3). Af þessum 29,3% fengu flestar veik- indavottorð í 36. viku og þótti það styðja þörf- ina fyrir möguleika á orlofi í meðgöngu (3). Þessi athugun var gerð fyrir víkkun á orlofs- reglum (árið 1986). í annarri norskri athugun reyndist 81% kvenna hafa fengið veikindavot- torð í meðgöngu, oftast á síðasta þriðjungi meðgöngu (1). í Svíþjóð eru um það bil 70% útivinnandi kvenna frá vinnu í meðgöngu vegna veikinda í að meðaltali 66 daga, en 15% þessara kvenna höfðu möguleika á orlofi í meðgöngu vegna erfiðrar vinnu (4). I Dan- mörku kom fram að 43% kvenna voru frá vinnu vegna veikinda í meðgöngu í að meðal- tali 8,4 vikur, til viðbótar rétti á orlofi í fjórar til átta vikur fyrir fæðingu. Það er athyglisvert að réttur til orlofs fyrir fæðingu virðist ekki draga úr forföllum frá vinnu í meðgöngu á Norðurlöndum, enda mundi þá tímalengd or- lofs eftir fæðingu skerðast. Fjarvistir frá vinnu bætast við lögboðinn rétt. Algengt virðist að konur vinni í meðgöngu, en verði síðan að hætta vegna meðgöngukvilla eða þreytu. Þessi athugun var gerð til að fá mynd af því hve oft konur á Islandi hætta vinnu og af hvaða orsökum. Konurnar voru valdar þannig að þær fæddu í tveimur aðskildum mán- uðum, þar sem áhrifa sumarfría gætti aðeins í öðrum mánuðinum. Að öðru leyti var ekki beitt neinu forvali sem hefði átt að hafa áhrif á niðurstöður, enda reyndust grunnbreytur eins og aldur, fyrri barneignir, meðgöngulengd, fæðingarþyngd og kynjaskipting barna vera eins og yfirleitt er á íslandi (10-13). Þessar breytur voru álíka þegar konurnar voru bornar saman eftir því í hvorum mánuðinum þær fæddu. Úrtakið getur því líklega lýst því sem almennt er meðal íslenskra kvenna. Næstum tvær af hverjum þremur konum sem hættu vinnu urðu að gera það vegna með- göngukvilla. Hinar hættu vegna þess að þær höfðu áður ákveðið að hætta vinnu við tiltekna meðgöngulengd eða nýttu sér sumarleyfi, en það átti aðeins við um þær sem luku meðgöngu á vanalegum sumarleyfistíma. Nálega ein af hverjum sex hafði fengið vottorð, oftast til vinnuveitanda, sem sýnir að vinnuveitandi greiðir oft laun í veikindum á meðgöngu. Þessi fjöldi er líklega of lágt metinn þar sem allmarg- ar konur sögðust hafa fengið vottorð til vinnu- veitanda þótt afrit fyndust ekki í mæðraskrám. Munur var á lengd vinnuframlags í meðgöngu milli helstu starfsstétta, einkum milli þeirra sem unnu erfiðari vinnu og vinnu sem teljast mátti líkamlega auðveld. Flestar konur vinna í meðgöngu hér á landi, enda er atvinnuþátttaka kvenna mikil, 76,5% á aldrinum 16-74 ára (14). Hins vegar kom á óvart að níu af 10 konum hætta að vinna áður en að fæðingu kemur og að jafnaði tveimur mánuðum fyrir fæðinguna. Um 10% hætta áður en 20 vikur eru liðnar af meðgöngu, aðal- lega vegna blæðinga eða annarra veikinda. Aðrar hætta um miðja meðgöngu (eftir 24 til 31 viku), oft vegna stoðkerfisverkja. Athyglisvert var að af þeim sem fæddu í september og hættu vinnu á þessum tíma voru flestar námsmenn eða kennarar og áttu langt sumarfrí. Þær sem fæddu í nóvember hættu hins vegar nánast allar vegna þreytu og svefnleysis auk stoðkerfis- verkja. Flestar kvennanna hætta á síðasta hluta meðgöngu, um þremur vikum fyrir lok eðlilegs meðgöngutíma. Algengasta ástæðan er þreyta en einnig ber á meðgöngueitrun og stoðkerfis- verkjum. Tiltölulega fáar konur virðast vinna allt fram að fæðingu, en í þeim hópi eru eink- utn þær sem fæða fyrir áætlaðan fæðingardag (um 60%) og því var meðgöngulengd styttri hjá þeim sem unnu til loka meðgöngu. Hins vegar var ekki munur á fæðingarþyngd hjá

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.