Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.05.1995, Blaðsíða 20
394 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 hjá sjúklingi með meint glútenóþol er mjög lágt á íslandi. Inngangur Glúten er eggjahvítuefni í ýmsum kornteg- undum, þó sérstaklega í hveiti, byggi og rúgi (1). Glútenóþol getur valdið bólgu í húð og þarmi. Húðsjúkdómurinn nefnist hringblöðru- bólga (dermatitis herpetiformis) en þarma- sjúkdómurinn glúten-garnamein (gluten-sens- itive enteropathy, celiac eða nontropical sprue, celiac disease). Bólga vegna giúten- óþols er helst talin vera af ofnæmistoga, orsök- uð af truflun á frumubundna ónæmiskerfinu (1). Þarmabólgan skemmir og rýrir slímhúðina þannig að frásogi næringarefna verður áfátt (malabsorption), sem síðan leiðir til vannær- ingar. Sjúkdómurinn er á mjög mismunandi háu stigi, allt frá því að vera einkennalaus yfir í að valda verulegum einkennum frá meltingar- vegi og alvarlegum teiknum um næringarskort. Greiningin byggist fyrst og fremst á smásjár- skoðun vefjasýnis úr smáþörmum. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn þar sem meðferðin, glútensnautt fæði, ber oftast mjög góðan áran- gur. Glúten-garnamein er talið nokkuð algengt í nágrannalöndunum og er algengi víðast einn sjúklingur fyrir hverja 1000-2000 íbúa (1). At- hyglisvert er, að í Svíþjóð fer tíðni vaxandi meðal barna (2). Faraldsfræðileg rannsókn á sjúkdómnum hérlendis hefur ekki verið gerð fyrr en nú. Almennt hefur verið talið að sjúk- dómurinn sé fremur sjaldgæfur hér á landi, en þó hafa greinst nokkur tilfelli á Norðurlandi eystra (3). Má leiða að því getum að á Islandi sé landfræðileg dreifing kvillans mismunandi. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tíðni og algengi glúten-garnameins á Islandi á 30 ára tímabili, athuga sérstaklega útbreiðslu sjúkdómsins meðal barna, kanna landfræði- lega dreifingu sjúkdómsins og afla ítarlegra upplýsinga um aldur, kyn og einkenni sjúk- linga. Meint greiningartöf sjúkdómsins var könnuð. Þá þótti áhugavert að athuga hve oft smáþarmasýni eru jákvæð hjá þeim sem grun- aðir eru um glúten-garnamein. Efniviður og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn á glúten- óþoli í görn, sem tók yfir 30 ára tímabil, frá byrjun árs 1962 til loka árs 1991. Rannsóknin náði til allra aldurshópa, einnig barna (skil- greind yngri en 16 ára). Fimm mismunandi að- ferðum var beitt tii þess að finna sjúklingana: 1. Leitað var að sjúkraskrám í tölvuskrá og sjúklingabókhaldi Landspítala, Borgarspítala, Landakotsspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) undir viðeigandi ICD (Int- ernational classification of diseases) númer- um. Fyrir 1962-1970 var leitað undir númerinu ICD-7 286.0, fyrir 1971-1980 undir númerinu ICD-8 269.0 og fyrir 1981-1991 var númerið ICD-9 579.0 2. Leitað var í tölvuskrá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði að mjógirnissýnum sem sýndu verulega eða algera visnun á þarma- totum (subtotal eða total villous atrophia). Tölvuskráningin náði aftur til ársins 1984. 3. Haft var samband við sérfræðinga í melt- ingarsjúkdómum, blóðmeinafræði og barna- lækningum. 4. Leitað var að sjúklingum með aðstoð nær- ingarráðgjafa. 5. Leitað var að sjúklingum með því að hafa samband við „Samtök fólks með glútenóþol". Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga og haft samband við nær alla og lagður fyrir þá ítarlegur spurningalisti. Fullorðnir sjúklingar þurftu að uppfylla ákveðin skilyrði (1) (tafla I). Inntökuskilyrði fyrir börn voru samkvæmt upprunalegum skilmerkjum ESPGAN (The European Society for Paediatric Gastroent- erology and Nutrition) (4) (tafla II). Meina- Table 1. Inclusion criteria* for adults in tlie study on celiac disease in Iceland. 1. Subjective and/or objective symptoms or signs of intestinal malabsorbtion. 2. Total or subtotal villous atrophy on a small intestinal biopsy. 3. Unequivocal clinical improvement after gluten with- drawal and/or treatment with corticoid steroids. * All three criteria had to be fulfilled. Table II. Inclusion criteria* for children in the study on celiac disease in Iceland. 1. Small intestinal biopsy showing total or subtotal vil- lous atrophy. 2. Normal mucosa in a small intestinal biopsy on a gluten-free diet. 3. Histologic relapse on reintroduction of gluten. *AII three criteria had to be fulfilled. These criteria are according to the original ESPGAN (The European Society for Paediatric Gastroenterology and Nutrition) criteria (4).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.