Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 23

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 397 Algengi glútenóþols í lok ársins 1991 var 1:9600 íbúa (tafla IV). Einn sjúklinganna lést árið 1976 af orsökum ótengdum sjúkdómnum. Átta sjúklinganna ólust upp á Norðurlandi eystra og 10 sjúklinganna greindust á Akureyri. Algengi sjúkdómsins á Norðurlandi eystra í lok ársins 1991 var 1:2600 (tafla V). Ef litið er sérstaklega á börnin voru tvö börn með glútenóþol 1991, en meðalfjöldi barna (innan 16 ára) árið 1991 var 68.211. Algengi sjúkdómsins meðal barna 1991 var því 1:34.106 börn. Reiknað nýgengi er 0,016:1000 lifandi fædd börn. Kynjahlufallið var konur/karlar 3:1. Þrír sjúklingar heyrðu til sömu fjölskyldunn- ar (tvö systkini og föðursystir þeirra). Miðgildi aldurs við greiningu var 34 ár, en aldursdreifing við greiningu var frá átta mán- aða til 79 ára (mynd 2). Tími frá upphafi einkenna til greiningar (greiningartöf) var frá fimm mánuðum til 55 ára, að meðaltali 16 ár. Helmingur sjúkling- anna hafði einkenni þegar í barnæsku. Algeng- ustu kvartanir sjúklinga við greiningu voru þyngdartap, þreyta og slappleiki, niðurgangur, kviðverkir og þensla á kvið (tafla VI). Einn sjúklinganna greindist með hringblöðrubólgu en enginn hafði fengið krabbamein, sérstak- lega ekki eitilsarkmein (lymphoma). Algeng- ustu frávik í niðurstöðum blóðrannsókna voru járnskortur, blóðleysi og fólatskortur (tafla VII). Glúten mótefni voru einungis mæld hjá sjö sjúklingum við greiningu og var IgA já- kvætt hjá þeim öllum. Börnin tvö sem fundust Table IV. Point prevalence of celiac disease in lceland. Year Population No of cases Prevalence 1 Dec. 1971 207,174 0 0 1 Dec. 1981 231,958 3 1:77,300 1 Dec. 1991 259,577 27 1:9600 Table V. Point prevalence of celiac disease in Nordurland eystra. Population of Year Nordurland eystra No of cases Prevalence 1 Dec. 1981 25,886 0 0 1 Dec. 1991 26,382 10 1:2600 Table VI. The most common symptoms at presentation in Icelandic celiac disease patients. Symptoms No of cases Frequency % Weight loss 25 89 Fatigue 22 79 Diarrhea 21 75 Abdominal pain 20 71 Abdominal distention 20 71 Flatulence 17 61 Table VII. Abnormal laboratory results for Icelandic celiac disease patients. No positive/No tested Anemia (Hemoglobin < 118 g/l in females, < 130 g/l in men) 15/23 Iron deficiency (serum ferritin < 10 (ig/l) 16/22 Serum folate deficiency (< 3.6 mmol/l) 12/14 Serum vitamin B12 deficiency (< 175 pmol/l) 9/17 Serum calcium deficiency (<2.20 mmol/l) 8/19 Increased antigliadin antibody IgA (> 7 units) 7/7 Increased antigliadin antibody IgG (> 105 units) 5/7 Fig. 2. Age and gender distribution at the time of diagnosis in celiac patients in Iceland.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.