Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1995, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.05.1995, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 399 er það möguleiki, en við efumst um að slíkt skýri allan þennan mismun. Við teljum skýr- inguna á þessu fyrirbæri frekar vera þá að meira sé leitað að sjúkdómnum þar með mjó- girnissýnatöku en nytjahlutfall rannsóknarinn- ar er það sama þar og annars staðar á landinu. Þar eru því einfaldlega fleiri skoðaðir og þann- ig virðast fleiri tilfelli greind. Okkur grunar að sjúkdómurinn sé þekktari meðal lækna á þessu svæði og jafnvel einnig meðal almennings. Meira virðist gert af því fyrir norðan að útiloka kvillann með sýnatöku hjá þeim sem hafa væg ósérhæfð meltingareinkenni. Þannig teljum við að það sé algengara fyrir norðan en sunnan að væg klínisk tilfelli af glúten-garnameini greinist. Okkar könnun styður reyndar þessa tilgátu. Það má því hugleiða hvort sjúkdómur- inn sé vangreindur sunnan heiða. Þannig verð- ur erfiðara að rökstyðja að algengi glútenóþols í görn sé mun lægra á íslandi en í nágranna- löndunum, það er ef tölurnar að norðan eru yfirfærðar á allt landið. Slíkur samanburður milli landa er þó mjög óeðlilegur að okkar mati, sérstaklega þar sem við höfum engar töl- ur yfir heildarfjölda sýna erlendis rniðað við íbúafjölda, né um nytjahlutfall þeirra. Ekkert er vitað unr hugsanleg áhrif unrhverf- is og þá sérstaklega fæðuvals á þessa landfræði- legu dreifingu glútenóþols í görn og almennt um meint lágt algengi hér, borið saman við nágrannalöndin. Sérstaklega má færa fyrir því rök að fæðuval skipti rnáli fyrir ungbörnin, að stutt brjóstagjöf og glúten (kornmatur) gefið snemma, þegar þarmaslímhúð er lítt þroskuð, geti ýtt undir tilurð sjúkdómsins (11). Það er ljóst að erfðir skipta miklu máli í tilurð sjúkdómsins (1). í þessari rannsókn fundust þrír einstaklingar (11% sjúklinga) með glútenóþol í sörnu fjölskyldunni. Fjölskyldu- rannsóknir hafa sýnt að nákomnir ættingjar sjúklings með glúten-garnamein hafa 10% lík- ur á að fá sjúkdóminn (1). Flestir sjúklingar í okkar rannsókn hafa verið vefjaflokkaðir og kom í ljós sterk fylgni við HLA DR3, DQ2, en 84% þeirra höfðu þann vefjaflokk (12). Þetta er sami vefjaflokkur og tengist sjúkdómnum í Norður-Evrópu (1,14,15). Þannig er erfða- mynstrið hér hið sama og í nágrannalöndunum þar sem sjúkdómurinn er algengari. í ljósi þessa er líklegt að umhverfisþættir á íslandi vegi þyngra en erfðir í því hve sjaldgæfur sjúk- dómurinn er hérlendis. Það ber einnig að hafa í huga í umræðu um tíðni og algengi glútenóþols að tölur þar að lútandi eru breytilegar (hækka eða lækka) eftir árum, samanber faraldsfræði- legar rannsóknir frá Finnlandi og Skotlandi (13). Klínísk einkenni íslenskra sjúklinga eru keimlík þeim sem greint er frá í öðrum löndum (1). Einkennin geta verið margvísleg, misslæm og stundum lítil sem engin. Þau eru oft al- menn, til dæmis óskýrð þreyta, eða tengjast öðrum líffærakerfum svo sem beinum. Athygl- isvert er að enginn greinist með krabbamein, en glútenóþol í görn er áhættuþáttur fyrir ýmsa slíka sjúkdóma og þá sérstaklega eitilsarkmein og kirtilmyndandi krabbamein í smáþörmum (1). Það er ekki óalgengt að sjúklingur sé ein- kennalaus frá meltingarvegi (1) og athyglisvert er að 25% sjúklinga okkar höfðu ekki niður- gang. Það að sjúklingurinn geti verið ein- kennalaus, sjúkdómurinn sé þögull, þrátt fyrir greinanlegan slímhúðarskaða bendir til þess að algengi sjúkdómsins hér sem annars staðar sé örugglega hærra en mælt er. Umfang sjúk- dómsins verður enn meira ef þeir eru taldir með sem hafa svokallað meint dulið (latent) form, það er glútenóþol án merkjanlegra vefja- breytinga í þarmi (16). Glúten mótefni eru ef til vill nothæf til að greina þetta meinta byrjunar- stig sjúkdómsins (17), en það er þó hvergi tekið með í faraldsfræðilegum rannsóknum, saman- ber inntökuskilyrði fyrir glúten-garnamein (tafla I). Eins og getið er um að ofan er glútenóþol í görn oft lúmskur sjúkdómur og rétt greining getur dregist lengi. Þetta skýrir að hluta til greiningartöf um 16 ár að meðaltali hjá okkar sjúklingahópi. Það þarf því nauðsynlega, og er hægt að okkar mati, að flýta réttri greiningu hjá þessum sjúklingum með enn meiri fræðslu um sjúkdóminn fyrir lækna og almenning. Læknar þurfa til dæmis alltaf að muna eftir þessum sjúkdómi þegar rannsökuð er óútskýrð beinþynning, blóðleysi vegna járnskorts eða megrun. Þegar hefur verið nefnd til sögunnar hnitmiðaðri og meiri notkun á glúten mótefna mælingum. Að lokum má nefna að þeir læknar sem spegla ættu að vera enn betur vakandi fyrir sjúkdómnum, en hann má iðulega greina með berum augum í slímhúð annars hluta skeifu- garnarinnar (18). I samantekt ályktum við að glúten-garna- mein virðist vera fátíður sjúkdómur á íslandi, þótt tíðnin hafi farið verulega vaxandi síðustu árin. Sjúkdómurinn er sérstaklega sjaldgæfur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.