Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Síða 47

Læknablaðið - 15.05.1995, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 417-21 417 Vísindadagur barnalækna, 19. nóvember 1994 Ágrip erinda 1. Ónæmisfræðileg vandamál hjá börnum með þráláta miðeyrnabólgu og skútabólgu Sigurveig Þ. Sigurdardóttir11, Þórólfur Guðnason2', Þóra VíkingsdóttirI> , Ingibjörg Halldórsdóttirl> , Ingileif Jónsdóttir11 '' Rannsóknarstofa Háskólans í ónœmisfrœði, 2>barnadeild Landspítalans, Reykjavík Inngangur: Orsakir tíðra bakteríusýkinga í efri loftvegum barna eru oftast ekki ljósar. Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga hvort ófullnægjandi mótefnasvar geti skýrt þrálátar sýkingar í miðeyrum og skútum íslenskra barna. Rannsóknaraðferðir: Born yngri en tveggja ára með endurteknar sýkingar í miðeyrum og skútum og heilbrigð böm á sama aldri voru rannsökuð. Dregið var blóð, gerður blóðstatus og mælt IgM, IgG, IgA og IgG-undirflokkar (Ig). Mæld voru sértæk IgG mótefni gegn fjölsykrublöndu úr Pneumo23 og pneumókokka hjúpgerðum 3, 6B, 19 og 23 ásamt Tetanus fyrir og fjórum vikum eftir bólusetningu. Auk þessa var mælt heildar-IgE og gerð húðpróf (,,prick“) fyrir helstu ofnæmisvökum. Einnig var mælt mannan bindiprótein (MBP) í sermi og slgA í munnvatni. Igvarmælt með RID ogsértæk mótefni, heildar-IgE, MBP og slgA með ELISA. Alls hafa verið rannsökuð 34 börn með sýkingar og 16/20 börnum sem fengist hafa í samanburðarhópinn. Niðurstöður: Niðurstöður eru frá 16 börnum úr hvorum hópi á aldrinum tveggja til 15 ára (meðalald- ur = 5,75 ár.) Taflan sýnir „geometrískt mean“ og 25-75% vik- mörk (eftir bólusetningu í sértækum mótefnum). Marktækt minna heildarmagn af IgA og IgG mældist í sermi sjúklingahópsins heldur en samanburðarhópsins (p=0,05 og <0,02 fyrir IgA og IgG). Enginn munur var á magni IgM og IgG undirflokka. Tetanus-IgG mótefni juk- ust marktækt í báðum hópunum (p<0,002 og <0,01 fyrir sjúklingahóp og samanburðarhóp). IgG gegn fjölsykrublöndu í Pneumo23 bólu- efninu jókst marktækt fyrir báða hópa (p<0,0002) og sértæk mótefni gegn hjúpgerð 6B einnig (p<0,05 og <0,005). Ekki reyndist marktækur munur á milli hópanna þó almennt hafi verið betra mótefnasvar gegn fjölsykrum í samanburðarhópnum. Magn slgA reyndist lægra hjá sjúklingahópnum (p<0,05 ,,one-tail“). Tíðni ofnæmis og total-IgE reynd- ist hærra hjá sjúklingahópnum (p<0,05 „one tail“ fyrir IgE). Ályktun: Þessar bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að munur sé á mótefna- og of- næmisástandi barna með þrálátar sýkingar miðað við heilbrigð börn. IgA (g/l) igG (g/i) Pneumo23-lgG (AU) Pn6b-lgG (ug/ml) Tetanus-lgG (lU/ml) Sjúklingahópur N=16 0,89 (0,6-1,3) 7,4 (6,94-9,7) 11,9 (8,2-18) 1,9 (1-4) 10,9 (9,7-14,7) Samanburðarhópur N=16 1,3 (.8-1,7) 9,9 (7,8-11,8) 17,6 (10,7-26) 3,1 (1,1-3,8) 7,9 (4,8-14,6)

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.