Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1995, Side 56

Læknablaðið - 15.05.1995, Side 56
426 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Beinþynning* Orsakir, greining og meðferð Ari Jóhannesson, dr. Jcns A. Guömundsson og Katrín Fjeldsted í samvinnu við dr. Gunnar Sigurösson, dr. Brynjólf Mogensen, Jón Þ. Hallgrímsson, Þór Halldórsson og dr. Ingvar Teitsson. Inngangur A seinni árum hafa augu manna opnast fyrir því að bein- þynning er umtalsvert heil- brigðisvandamál hér á landi. Is- lenskar rannsóknir á brotatíðni og beinþéttni, einkum meðal kvenna, benda til þess að vandamálið sé síst minna hér en í nágrannalöndunum. Kynning og umræða meðal lærðra og leikra hafa farið vaxandi og má þar nefna fræðslufundi, fjöl- miðlaumfjöllun og greinar fræðilegs eðlis. Notkun kven- hormóna til þess að koma í veg fyrir og vinna gegn beinþynn- ingu hefur verið einna efst á baugi í þeirri umræðu. Það er þó ljóst að þrátt fyrir aukinn skiln- ing á eðli sjúkdómsins og örugg- ari upplýsingar um meðferðar- kosti en áður er enn mörgum spurningum ósvarað um eðli og meðferð beinþynningar. I þessum pistli er reynt að draga saman núverandi vitn- eskju um beinþynningu með að- aláherslu á meðferð, en jafn- framt er bent á þær gloppur í þekkingu okkar sem gera lækn- ingu erfiða eins og er. * Niöurstöður samráðsfundar á vegum landlæknisembættisins sem haidinn var 1993. Skilgreining Við beinþynningu verður rýrnun á beinvef, þar sem hin harða og þétta skurn beina þynnist og frauðbeinið, sem ásamt merg og fitu fyllir hol þeirra, gisnar. Við þetta minnk- ar styrkur beinsins og hætta á brotum eykst. Þar sem bein Skilgreining á beinþynningu Gisnun á beinvef, ald- ursbundin eða sjúkleg með aukinni hættu á beinbrotum í réttu hlutfalli við gisnunina. allra gisna með aldrinum skil- greinir þetta ekki klínískan sjúkdóm, frekar en til dæmis æðakölkun (atherosclerosis). Klínískt mikilvægi er í báðum tilvikum bundið við afleiðing- arnar, það er að segja beinbrot annars vegar, blóðþurrð og drep í til dæmis hjarta og heila hins vegar. Athyglisvert er að bera þessi tvö fyrirbæri saman, þvf margt er líkt með þeim. I báðunt tilvikum er urn að ræða aldursbundnar og að hluta til erfðabundnar breytingar sem mótast síðan verulega af tilvist svonefndra áhættuþátta (sjá síð- ar). Samverkan aldursbreytinga og ytri áhættuþátta ræður síðan hversu rniklar líkur eru á að sjúkdómurinn valdi einkenn- um. Því er ljóst að aldrei verða skörp skil milli eðlilegrar og óeðlilegrar beingisnunar, held- ur ber að líta á beinstyrk sem samfellda breytu þar sem líkur á brotum standa í öfugu hlutfalli við beinmassa. Algengi, tíðnitölur Bein gisna með aldrinum, bein kvenna mun meira en karla. Brot af völdum bein- þynningar verða því einkum á efri árum og mun oftar meðal Algengi — tíðnitölur Árlega 1200-1500 bein- brot vegna beinþynn- ingar. t»ar af eru um 200 mjaðmarbrot. Sextug kona hefur 35-40% lík- ur á að hljóta beinbrot síðar á ævinni, þar með taldar 15% líkur á mjaðmarbroti. kvenna en karla. Sé tekið mið af íslenskum upplýsingum um beinþéttni og brotatíðni, svo og upplýsingum frá V-Evrópu og N-Ameríku má ætla að árlega verði hérlendis 1200-1500 brot

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.