Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1995, Síða 57

Læknablaðið - 15.05.1995, Síða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 427 vegna beinþynningar, þar af um 200 mjaðmarbrot. Sextug kona hefur um 25-40% líkur á að hljóta beinbrot síðar á ævinni (þar af 15% líkur á mjaðmar- broti) og stuðlar beinþynning að meirihluta brotanna, sem mörg hver verða við óverulegan áverka. Afleiðingar Algengustu brotstaðir af völdum beinþynningar eru framhandleggur, hryggsúla og lærleggsháls. Framhandleggs- brot gróa oftast án fylgikvilla. Samfallsbrot á hrygg eru oftast fleygun (stundum einkenna- laus) eða hrun sem gjarnan veldur miklum verkjum, stund- um langvinnum, sérstaklega ef hryggsúla aflagast verulega (kyphosis). Þá fylgja aflögun í vexti oft verulegar sálarþjáning- ar. Lærleggshálsbrot eru alvar- legust með umtalsverðri dánar- tíðni fyrstu vikurnar eftir brotið og margir þeirra sem lifa ná aldrei fyrri getu. Orsakir og áhættuþættir Beinþynning verður ef dreg- ur úr uppbyggingu á beinvef, niðurbrot hans eykst eða hvort tveggja. Framan af ævi situr uppbygging í fyrirrúmi og bein þéttast og styrkjast. Hámarki beinstyrks er náð á þrítugsaldri og er hann yfirleitt meiri meðal karla en kvenna. Hann er að miklu leyti erfðabundinn, en aðrir áhrifaþættir eru aldur við fyrstu tíðir hjá konum, kalk- neysla og iðkun íþrótta. Um eða rétt fyrir miðjan aldur hefst síð- an gisnun á beinvef sem heldur áfram til æviloka. Samkvæmt ís- lenskum rannsóknum á bein- þéttni í framhandlegg og hryggj- arliðbolum kvenna, verður hratt beintap á fyrsta áratugi eftir tíðahvörf (15-20%) og síð- an hægara línulegt beintap (um 1% á ári). Þannig hafa íslenskar konur um sjötugt að meðaltali tapað um 30% af þeim bein- massa sem þær höfðu um tíða- hvörf. Karlar tapa hins vegar um 0,5% á ári eftir miðjan ald- ur. Ljóst er að kvenhormón vernda beinvef gegn niðurbroti beint eða óbeint og gjöf þeirra við og eftir tíðahvörf kemur í veg fyrir þá hröðu gisnun sem lýst er hér að ofan. Auk framan- greinds eru nokkrir aðrir áhættuþættir sem geta stuðlað að beinþynningu (tafla I). Greining Beinþynning er yfirleitt ein- kennalaus uns brotastigi er náð. Brot greinast á röntgenmynd- um, en þær eru þó mjög óná- kvæm aðferð til þess að meta beinþéttni. Á síðari árum hafa rutt sér til rúms nákvæmar mæl- ingar á beinþéttni. Þar er notast við ísótóp eða röntgengeisla sem hleypt er í gegnum bein og er upptaka geislans í réttu hlut- falli við kalkmagnið. Mest reynsla er komin á mælingar á framhandleggsbeinum og reyn- ast þær hafa allgott forspárgildi Ábendingar beinþéttnimælinga 1. Við tíðahvörf ef líkur á brotum í framtíðinni ráða miklu um hormónanotkun. 2. Ef einstaklingur hlýtur beinbrot við lítinn áverka eða röntgenmynd vekur grun um beinþynningu er vert að kanna þéttni beina og þá helst með beinni mælingu á hryggjarbol og lærleggshálsi. 3. Til eftirlits með sjúklingum á sykursterameðferð ef líkur eru á að hún verði langvinn. 4. Sterk ættarsaga eða aðrir áhættuþættir (tafla I). 5. Til mats á árangri meðferðar við beinþynningu (á eins til tveggja ára fresti). Tafla I. Áliœttiiþœttir beinþytiningar. Almenn atriði Sjúkdómar Lyf Erfðir (fjölskyldusaga) Lystarstol Sykursterar Hreyfingarleysi Ofstarfsemi skjaldkirtils Skjaldkitilshormón Ofþjálfun með tíðastoppi Ofstarfsemi í kalkkirtlum (ofskömmtun) Reykingar Heilkenni Cushings Flogaveikilyf KynhoiTnónaskortur Langvinnir meltingar- (m.a.ótímabær tíðahvörf) og lifrarsjúkdómar Kalkskortur Magabrottnám Liðagigt Heiladingulsæxli (prolactinoma) Sykursýki, insúlínháð

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.