Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 60

Læknablaðið - 15.05.1995, Page 60
430 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Tafla II. Meðferd beinþynningar — almenn atriði. Á bœði við meðferð i'forvamarskym og á brotastigi. 1. Hreyfing, líkamsrœkt: Gönguferðir, skokk, hlaup, vöðvastyrkjandi æfingar (m.a. baksund). 2. Matarœði: Kalkrík fæða, fyrst og fremst mjólkurvörur. Ráðlagðir dagskammtar: Beinþynning eða 1-10 ára 11-19 ára > 20 ára mikil áhætta / aldraðir D-vítamín lOpg (400 ae) lOpg lOpg 10-20pg Kalk 800mg 1200mg 800mg 12-1500mg Forðast mjög hátt prótínhlutfall í fæðu. 3. Forvamirgegnfalli: Forðast dettni (líkamsrækt, draga úr notkun lyfja er stuðla að réttstöðusvima, ljarlægja slysagildrur, svo sem lausar mottur og rafrnagnssnúrur. sljóvgandi efna, svo og lyfja er valdið geta blóðþrýstingsfalli í réttstöðu. 4. Tóbaksbindindi Sértæk meðferð Hér er fyrst og fremst um að ræða uppbótarmeðferð við tíða- hvörf hjá konum (tafla III). Flestum rannsóknum ber sam- an um að hætta á beinbrotum minnki umtalsvert hjá þeim konum sem nota estrogen í að minnsta kosti 10 ár eftir tíða- hvörf. Alvarlegasta afleiðing beinþynningar er mjaðmarbrot og sé reiknað með 15% líkum á slíku broti og minnkun áhættu um þriðjung með hormónagjöf virðist margt mæla með slíkri gjöf í forvarnarskyni, ekki síst þar sem tíðni brota af völdum beinþynningar mun líklega auk- ast verulega á næstu árum. Margt mælir þó gegn því að miklum meirihluta kvenna sé veitt slík meðferð án þess að reynt sé með einhverju móti að velja þær úr sem í mestri hættu eru. í fyrsta lagi yrði kostnaður vegna lyfjatöku og nauðsynlegs lækniseftirlits mjög mikill. I öðru lagi er ljóst að ýmsar auka- verkanir og óþægindi, þar á meðal áframhaldandi blæðingar myndu fæla margar konur frá notkun þessara lyfja. Fram hef- ur komið í erlendum rannsókn- um að umtalsvert hlutfall kvenna hættir hormónatöku strax á fyrstu mánuðum með- ferðar. Því þarf að vera hægt að réttlæta notkunina í hverju til- viki nreð einstaklingsbundnu mati á áhættu. Því miður er það svo að tilvist þekktra áhættu- þátta dugar ekki ein sér til að afmarka þann hóp sem hor- mónameðferð gagnast nema að takmörkuðu leyti. Því hafa von- ir verið bundnar við að unnt væri að segja fyrir um áhættu á beinbrotum í framtíðinni með einni mælingu á beinþéttni við tíðahvörf. Þetta er að vissu leyti rétt, en forspárgildi slíkra mæl- inga verður aldrei meira en svo að í besta falli er unnt að meta hlutfallslega áhættu þeirra sem eru til dæmis í neðsta fjórðungi beinþéttni miðað við þá sem eru til dæmis í miðju eða efsta fjórð- ungi (sjá greiningu). Undir slík- um kringumstæðum hefur mæl- ing, til dæmis í framhandlegg gefið allgóða raun. Þannig er eðlilegt að álykta að þær konur sem eru til dæmis í neðsta fjórð- ungi síns aldurshóps í tíðalok séu í verulegri hættu að brotna síðar af völdum beinþynningar og ættu því sterklega að hug- leiða meðferð með hormónum. Við hormónagjöf eftir tíða- hvörf þarf þó að huga að fleiri atriðum en beinþynningu. Flestar konur nota hormón við tíðahvörf til þess að slá á tíða- hvarfseinkenni og þá yfirleitt um skamma hríð. Niðurstöður nýlegra íslenskra rannsókna sýna að allt að 50 af 100 ís- lenskra kvenna nota hormóna- lyf við tíðahvörf, en aðeins 10- 20 af 100 lengur en eitt ár. Lang- tímameðferð virðist því enn ekki hafa rutt sér til rúms svo neinu nemi hér frernur en ann- ars staðar. Hin síðari ár hefur sú kenning að estrogengjöf eftir tíðahvörf dragi úr líkum á kransæðasjúk- dómum meðal kvenna styrkst mjög. Ljóst er þó að samband kynhormóna og hjartakvilla er mjög flókið og enn er veiga- miklum atriðum ósvarað hvað varðar heppilega skammta, hormónasamsetningu, lyfja- form og hvernig haga skuli með- ferð á sem hagkvæmastan máta. Vitað er að estrogengjöf breytir ýmsum áhættuþáttum hjarta- sjúkdóma (LDL kólesteról lækkar, HDL kólesteról hækk- ar, ýmsar breytingar verða á storkuþáttum blóðs, fastandi blóðsykur og insúlín lækka). Auk þess er líklegt að estrogen hafi bein áhrif á æðaveggi til góðs. Niðurstöður ýmissa faralds- fræðilegra rannsókna benda til þess að líkur á kransæðasjúk- dómum minnki verulega (um 35%) við langtíma estrogen-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.