Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 26
14
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
No. of strains
Fig. 6. Quarterly incidence ofpenicillin resistantpneumococci
of serogroups 6,19 and 23. The values for serogroup 19strains
also includes strains with penicillin MIC of 0,06 mg/l.
No. of strains
nig/1
Fig. 7. Penicillin MlC's of oxacillin resistant pneumococci
isolatedfrom patients in Iceland. Squarepattern, serogroup 6,
diagonal pattern, serogroup 19, diagonal squares, other se-
rogroups/types.
hröð. Fjölgun hjúpgerðar 19 hófst um einu ári á
eftir hjúpgerð 6, en hjúpgerð 23 hefur nokkuð
staðið í stað allan tímann (mynd 6).
Lágmarksheftistyrkur penicillíns hjá (fjöl-
ónæmu) hjúpgerðar 6 stofnunum hefur verið
nokkuð hár, eða á bilinu 0,5-2 mg/1, en flestir
höfðu lágmarksheftistyrk 1,0 mg/1. Stofnar af
hjúpgerð 19 hafa haft mun lægri penicillín lág-
marksheftistyrk, eða 0,06- 0,125 mg/1 (mynd
7), og eru þeir því á mörkum þess að teljast
hafa lélegt næmi, þótt allir hafi þeir mun hærri
lágmarksheftistyrk en næmir pneumókokkar.
Þeir eru því í raun með minnkað penicillín
næmi og því væntanlega með breytt penicillín
bindiprótín. Fjölónæmu stofnarnir af hjúpgerð
6 hafa flestir haft ceftríaxón lágmarksheftistyrk
0,5- 1,0 mg/1.
Uppruni: Þar sem nánast allir penicillín
ónæmir stofnar af hjúpgerð 6 voru fjölónæmir
og með sama næmismynstur og penicillín lág-
marksheftistyrkur, var talið líklegt að þeir
væru af einum klóni (clone). í samstarfi við
Alexander Tomasz hjá Rockefeller háskólan-
um í New York og James Musser í Baylor
College, Houston, voru um 60 stofnar ítarlega
stofngreindir. Eftirtalin atriði voru skoðuð:
Penicillín bindiprótín gerð; enzýmflokkun eftir
rafdrátt á 15 hvötum (multilocus enzyme el-
ectrophoresis) og rafdráttur á DNA með
PFGE (pulsed field gel electrophoresis) eftir
bútun með Smal skerðihvatanum (51). Á
þennan hátt voru íslensku stofnarnir bornir
saman við aðra þekkta fjölónæma 6B klóna
víðs vegar að úr heiminum (tafla II) og reynd-
ust þeir vera óaðgreinanlegir frá spænska klón-
inum. Þar sem spænska klóninum hafði verið
lýst löngu áður, var talið líklegt að íslenski 6B
klóninn væri sá sami og spænski og upprunnin
þaðan.
Table II. Comparison ofrecognised clones of penicillin resistantpneumococci of serotype 6B. PBP refers to penicillin binding
protein pattern, ET type to multilocus enzyme genotype and Smal to fragmentation pattern obtained by pulsed-field electrophor-
etic separation of restriction enzyme digests of chromosomal DNA. From reference (51) .
Strains Penicillin MIC (mg/1) Capsular type PBP ET type Smal
lcelandic 1 6B a A a
Spanish 2 6B a A a
USA Texas 4 6B a F q
USA Alaska 0,25 6B e E f