Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 33 þriggja, fjögurra, sex og 14 mánaða gömlum. Börnunr frá 15 mánaða aldri til loka þriðja árs var boðið upp á einn skammt árið sem bólu- setningin hófst. Á 10 ára tímabili 1980-1989 veiktust 92 börn af Hib heilahimnubólgu, 61 af Hib blóð- eða liðsýkingu og 21 af bráðri barkaloksbólgu. Á fimm ára tímabili 1990-1994 fékk ekkert barn heilahimnubólgu af völdum Hib né barkaloksbólgu en þrjú fengu blóðsýkingu af völdum Hib. Hib stofnar voru 10-16% af H. influenzae stofnum sem fundust í sýnum öðrum en blóði, mænu- og liðvökva frá börnum yngri en sex ára á ýmsum tímabilum til vors 1991 en fækkaði síðan ört. Mótefni gegn hjúpsykrungum (PRP) Hib í blóði mældust <0,15 pg/ml hjá 20% barna eftir þrjá bóluefnisskammmta en >1,0 pg/ml hjá 95% barna eftirfjóra bóluefnisskammta. Ekk- ert fullbólusett barn hefur fengið sjúkdóm af völdum Hib en eitt fékk heilahimnubólgu og tvö fengu blóðsýkingu eftir einn skammt og eitt fékk blóðsýkingu eftir þrjá skammta. Árið 1993 fékk 21 fullbólusett barn þriggja til fjögurra ára, aukaskammt af PRP-D. Meðal- títri (Geometric Mean Titer) mótefna gegn PRP reyndist l,llp.g/ml fyrir skammtinn og 137,11 pg/ml eftir. Meðalgildi mótefna gegn barnaveiki mældist 0,37 AE fyrir skammtinn og 11,69 AE eftir. Óvíst er hversu lengi mótefni gegn PRP end- ast í bólusettum þegar Hib stofnar hverfa. Inngangur Haemophilus influenzae af hjúpgerð b (Hib) getur valdið hættulegum sýkingum í heila- himnum, blóði og barkaloki. Eru þær algeng- astar hjá börnum innan fimm ára aldurs en koma einnig fyrir hjá eldri börnum og fullorðn- um. Tíðni heilahimnubólgu af völdum Hib í börnum yngri en fimm ára á íslandi 1974-1988 var 43 á 100.000 (1). H. influenzae af öðrum hjúpgerðum (a,c,d,e,f) eða án hjúps veldur oft sýkingum í öndunarvegum og miðeyra, en mjög sjaldan í blóði eða heilahimnum. Síðla árs 1988 ákváðu heilbrigðisyfirvöld að bjóða upp á bóluefni gegn Hib fyrir ungbörn, PRP-D (ProHIBiT®, Connaught Ltd), eina bóluefnið sem þá var komið á markað af eggja- hvítutengdum bóluefnum gegn Hib. Það er myndað úr fjölsykrungi í hjúpi bakteríunnar Polyribosyl- Ribitol Phosphate (PRP) tengd- um Diphtheria toxoid (D), sama efni og er í barnaveikibóluefni. Aðalhvatningin til að taka það í notkun hér voru niðurstöður sem birtust 1987 úr könnun á árangri bólusetningar 30.000 barna með PRP-D í Finnlandi en þar hafði það veitt 87% vernd eftir þrjá skammta á fyrsta aldursári (2). Var byrjað að gefa það þriggja mánaða börnum hér á landi í maí-júní 1989 og skammt- ar endurteknir við fjögurra, sex og 14 mánaða aldur. Börnum frá 15 mánaða til loka þriggja ára aldurs var boðinn einn skammtur árið sem bólusetningin hófst (3). PRP-D hefur því verið í notkun hér í sex ár. Niðurstöður um árangur eftir þriggja og fjögurra ára notkun hafa birst (4,5). Hér verður skýrt frá fjölda sjúklinga með heilahimnubólgu, blóðsýkingu og barkaloks- bólgu af völdum Hib á árunurn 1980-1989 í samanburði við fjölda þeirra sem greindust 1990-1994 og þeim fjölda Hib stofna sem fund- ust í ýmiss konar sýnum frá börnum og full- orðnum á mismunandi tímabilum fyrir og eftir 1989. Loks verður getið um mótefnamælingar. Efniviður og aðferðir Fjöldi barna með Hib heilahimnubólgu, Hib blóðsýkingu án heilahimnubólgu og bráða barkaloksbólgu fannst með leit í skrám sýkla- fræðideildar Landspítala og sjúkdómaskrám barnadeilda Landspítala, Landakotsspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri en tala full- orðinna með þessar sýkingar er fengin úr skrám sýklafræðideildar. Leit að Hib í öðrum sýnum en blóði, mænu- vökva og liðvökva var gerð 1984,1986,1990 og 1994. í þrjá til fjóra mánuði á hverju þessara ára var leitað að Hib meðal allra H. influenzae stofna sem fundust í aðsendum sýnum frá hálsi, nefkoki, öndunarvegi, eyra og auga. í sýnum frá börnum yngri en sex ára var leit þó gerð samfleytt frá september 1990 til maí 1992. Á árinu 1992 var safnað nefkokssýnum úr börnum á dagheimilum til leitar að fjölónæm- um pneumókokkum (Karl G. Kristinsson og fleiri) og gafst þá tækifæri til að leita jafnframt að Hib stofnum. Nefkoksstrokum úr 17-21 árs gömlum þátt- takendum í könnun á mótefnamyndun tveggja meningókokkabóluefna var safnað 1993 til leit- ar að meningókokka- og Hib berurn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.