Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 43 Table IV. Comparison of publislied investigations on the appropriateness of antimicrobial prescriptions in hospitals. Hospital Authors No. patients (%) incorrect use City Hospitals (7 hosp.) Scheckler/Bennett (6) 2094 (62) no signs of infection City Hospital Roberts/Visconti (7) 340 (66) unjustified, (21) inappropriate Paediatric Hospital Gibbs, et al. (8) 167 (19) unjustified, (49) inappropriate University Hospital Kunin, et al. (9) 500 (52) unjustified University Hospital Castle, et al. (10) 50 (64) unjustified University Hospital Petrello, et al. (11) 65 (48) unjustified University Hospital Maki/Shuna (12) 144 (31) unjustified or inappropriate University Hospital Gudjónsson, et al. 302 (40) inappropriate, (15) unjustified meðferð (grunaðar eða staðfestar sýkingar) er munur ekki marktækur (p=0,13). Umræða Meginniðurstöður þessarar athugunar benda til að sýklalyfjavali á sjúkrahúsum sé oft verulega ábótavant, en aðeins 45% ávísana töldust allskostar réttar. Megingallar ávísana lutu oftast að röngu lyfjavali eða röngum skömmtum, en í 15% tilvika var talið að lyfja- gjafar væri alls ekki þörf. Niðurstöður svipaðar þessum (6-12) hafa fengist í rannsóknum í ná- lægum löndum á umliðnum árum (tafla IV). Athygli vekur að jafnvel þó að skilmerkin í rannsóknum þessum hafi verið mismunandi ber þeim harla vel saman, hvort sem þær eru gerðar á háskólasjúkrahúsum, bæjarsjúkrahús- um, fullorðinsdeildum eða barnadeildum. Enginn munur reyndist á réttmæti lyfjaávísana hjá þeim sem lyfin fengu í meðferðarskyni eða til varnar, ávísanir töldust réttar í 47% tilvika hjá báðum hópum. Sýklalyf virtust notuð á lítillega skynsamari hátt á lyfjadeildum. Rétt notkun lyfja ætti enda að standa lyflæknum nær en öðrum og því sérstakt áhyggjuefni að rúmlega 40% sýklalyfjaávísana á lyfjadeildum skuli hafa reynst rangar eða þeim ábótavant. Meðferðarlengd í athugun okkar reyndist mjög mismunandi eins og við var að búast en jafn- framt er athyglisvert að í einungis 10% tilvika (11/107) var varnarmeðferð beitt lengur en mælt er með. Við athugunina komu fram nokkur vanda- mál. Fyrra gagnasöfnunartímabil rannsóknar- innar stóð frá 28. mars 1994 til 2. maí 1994. Verkfall meinatækna stóð hins vegar megin- hluta þess tímabils (frá 5. apríl til 21. maí 1994). Það hafði áhrif á framkvæmd rannsóknarinn- ar. Aðgangur lækna að fjölmörgum rannsókn- um, þar á meðal sýklaræktunum, var takmark- aður og háður undanþágum og þótti líklegt að það gæti haft áhrif á hvort og hvernig sýklalyf væru gefin. Því var ákveðið að endurtaka gagnasöfnun, og var það gert 26. júlí 1994 til 24. ágúst 1994. Þegar niðurstöður seinna rannsóknartíma- bilsins lágu fyrir kom í ljós að áhrif verkfallsins á niðurstöður voru mun minni en við höfðum ætlað. Niðurstöður seinna tímabilsins voru sambærilegar hinu fyrra þegar litið er á niður- stöður í heild sinni. Fjöldi rangra meðferða reyndist þó heldur meiri seinna tímabilið (21% á móti 10%, p<0,05), en fjöldi meðferða sem taldist vera ábótavant reyndist áþekkur (38% á móti 41%, p=ekki marktækt). Niðurstöðum tímabilanna tveggja var því steypt saman. Við gagnasöfnun var einvörðungu stuðst við tölvulista sjúklingabókhalds Landspítalans. Á gagnasöfnunartímabili var skipt um tölvukerfi í sjúklingabókhaldi á tímabilinu (21.4.- 1.5.1994) og því var ekki unnt að fá neina lista útprentaða á þeim tíma. Þetta tafði fram- kvæmd rannsóknarinnar og lækkaði hlutfall sjúkraskráa sem tókst að finna niður í 88% sem hefði ella sjálfsagt verið hærra. Huglægt mat tveggja manna ræður alfarið niðurstöðum rannsóknarinnar en rannsókn sem þessi er vart framkvæmanleg á annan hátt. Sami háttur hefur verið hafður á fyrri rann- sóknum á sama efni (6-12), þótt fjöldi sérfræð- inga sem metið hafi réttmæti meðferða sé mis- jafn, jafnvel í sumum vel gerðum athugunum aðeins einn (12). Ekkert var aðhafst af hálfu aðstandenda rannsóknarinnar til að leiðrétta ávísanir með- an á rannsókninni stóð enda fór mat á réttmæti fram eftir útskrift sjúklinganna. Sjúklingunum var ekki fylgt eftir í þessari könnun og því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.