Læknablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 76
58
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Auk framangreinds hefur skýringa á mis-
munandi tíðum sýkingum milli einstaklinga
verið leitað í þáttum ónæmiskerfisins
(4,9,14,15). Endurtekin skolun kviðarhols með
skolvökva skolar jafnframt út mótefnum og
átfrumum, en það skerðir mjög varnirnar og
eykur á sýkingarhættuna (7). Þekkt er að
nýrnabilaðir einstaklingar eru næmari fyrir
sýkingum en aðrir og nú hefur verið sýnt fram á
að sjúklingar með hlutfallslega lægra ónæmis-
glóbúlín G (IgG) í skilvökvanum en aðrir fá
fremur sýkingar. Gjöf IgG inn í kviðarholið
hefur dregið úr sýkingum (14,15). Það virðist
þó eingöngu hafa áhrif á sýkingar með Gram-
jákvæðum bakteríum, en þær valda yfir 60%
lífhimnubólgnanna (21). In vitro og in vivo
rannsóknir hafa líka sýnt að gjöf á interferón
alfa og gamma í kviðarholið auki bakteríudráp
átfrumna í lífhimnu og skilvökva og minnki
tíðni sýkinga (14).
I erlendum rannsóknum hafa kóagúlasa
neikvæðir stafýlókokkar verið algengasta or-
sök lífhimnubólgu tengdri CAPD meðferð
(35-45%), þá S. aureus, 10-15% (Gram-já-
kvæðar bakteríur samtals 60-70%), Gram-
neikvæðar bakteríur (20-30%), sveppir innan
við 5%, loftfælnar bakteríur innan við 5% og
aðrar orsakir innan við 3%. í 10-20% tilvika
finnst engin orsök (17,18,21). Hérna hefur hlut-
fall S. aureus og kóagúlasa neikvæðra stafýló-
kokka snúist við og S. aureus er algengasta
orsökin. Gram-jákvæðar sýkingar eru um 75%
af heildinni en Gram-neikvæðar innan við
10%. Ef til vill má skýra háa tíðni S. aureus
með tíðari vandamálum tengdum kviðleggs-
göngum en tíðkast annars staðar og tregðu við
að fjarlægja leggi við sýkingar, en skýr skil-
merki um hvenær skipta eigi um leggi voru
ekki til staðar. Að öðru leyti eru niðurstöður
okkar sambærilegar niðurstöðum annarra.
Yfir 80% sýkinga læknast við eina eða tvær
lyfjameðferðir (2,18). í 20-30% tilvika verða
sjúklingar mjög veikir (18) (einkennahópur 3).
Einnig eru í flestum rannsóknum einhver
dauðsföll sem rekja má til sýkingar (1-3% dán-
arhlutfall (8)). Um 30% sjúklinga fá enga sýk-
ingu (1). Hér hættu fimm (18,5%) vegna líf-
himnubólgu en samtals sjö (26,5%) sjúklingar
vegna fylgikvilla. Breytilegar tölur sjást um
þessi atriði (1-3,8,13,22-25). Evrópskar tölur
frá árunum 1981-1986 sýna að um 25% sjúk-
linga hafi þurft að hætta vegna fylgikvilla,
meirihluti þeirra vegna lífhimnubólgu, 22%
sjúklinga hafi dáið, 14% fengið nýra og 36%
haldið áfram á meðferð með sívirkri kviðskilun
(16) . í okkar uppgjöri eru það fáir einstakl-
ingar að erfitt er að segja að það sé frábrugðið
þó tölurnar séu aðrar.
Ljóst er að margt þarf að hafa í huga við
undirbúning og framkvæmd sívirkrar kviðskil-
unar til að minnka tíðni fylgikvilla. Alltaf
skyldi nota þann búnað sem hefur gefið bestan
árangur í rannsóknum (Y-kerfið, en nú eru
allir CAPD sjúklingar hér á landi með það).
Nauðsynlegt er að þjálfa sjúklinga vel, hafa
gott eftirlit með legg og grípa mjög fljótt inn í
við minnsta grun um sýkingu. Fyrirbyggjandi
meðferð með mótefnum og lymfókínum í völd-
um tilfellum er ef til vill á næstu grösum. Fyrir-
byggjandi meðferð með sýklalyfjum (til dæmis
einn skammtur af vankómýsíni) ef óhapp verð-
ur við pokaskiptingu ætti líka að vera regla
(17) . Stöðug sýklalyfjameðferð í sama skyni er
ekki talin til bóta (17) en líklega er mikilvægt
að meðhöndla graftarkýli í húð, sérstaklega ef
þau eru á kvið eða kringum opið á kviðveggn-
um.
HEIMILDIR
1. Pollock CA, Ibels LS, Caterson RJ, Mahony JF, Waugh
DA, Cocksedge B. Continuous Ambulatory Peritoneal
Dialysis: Eight Years of Experience at a Single Center.
Medicine 1989; 68: 293-308.
2. Heaton A, Rodger RSC, Sellars L, Goodship THJ,
Fletcher K, Nikolakakis N, et al. Continuous ambulato-
ry peritoneal dialysis after the honeymoon: review and
experience in Newcastle 1979-84. Br Med J 1986; 293;
938-41.
3. Kurtz SB, Wong VH, Anderson CF, Vogel JP, McCar-
thy JT, Mitchell III JC, et al. Continuous Ambulatory
Peritoneal Dialysis. Three Years’ Experience at the
Mayo Clinic. Mayo Clin Proc 1983; 58: 633-9.
4. Nolph KD, Lindblad AS, Novak JW. Continuous Am-
bulatory Peritoneal Dialysis. N Engl J Med 1988; 318:
1595-1600.
5. Junor BJR. CAPD Disconnect Systems. Blood Purif
1989; 7: 156-66.
6. Taraba I, Balázs AE. Peritoneal Dialysis in Europe.
Development of CAPD. Contr Nephrol 1989; 70: 290-
300.
7. Henderson IS. Composition of Peritoneal Dialysis Solu-
tions: Potential Hazards. Blood Purif 1989; 7: 86-94.
8. Ejlersen E, Christiansen HD, Lökkegaard H. Peritonitis
ved kontinuerlig ambulant peritoneal dialyse. 7 árs er-
faring. Ugeskr Læger 1989; 151: 563-66.
9. Mactier RA, Nolph KD. CAPD: After the First Ten
Years. Blood Purif 1989; 7: 65-73.
10. Maiorca R, Cantaluppi A, Cancarini GC, Scalamogna
A, Broccoli R. Graziani G, et al. Prospective controlled
trial of a Y-connector and disinfectant to prevent peri-
tonitis in continuous ambulatory peritoneal dialysis.
Lancet 1983; ii: 642-4.
11. Maiorca R, Cancarini GC, Manili L, Camerini C. Effec-
tiveness of an inline disinfection and wash-out (Y-sys-
tem) in reducing peritonitis rate in CAPD: a long term