Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 76

Læknablaðið - 15.01.1996, Side 76
58 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Auk framangreinds hefur skýringa á mis- munandi tíðum sýkingum milli einstaklinga verið leitað í þáttum ónæmiskerfisins (4,9,14,15). Endurtekin skolun kviðarhols með skolvökva skolar jafnframt út mótefnum og átfrumum, en það skerðir mjög varnirnar og eykur á sýkingarhættuna (7). Þekkt er að nýrnabilaðir einstaklingar eru næmari fyrir sýkingum en aðrir og nú hefur verið sýnt fram á að sjúklingar með hlutfallslega lægra ónæmis- glóbúlín G (IgG) í skilvökvanum en aðrir fá fremur sýkingar. Gjöf IgG inn í kviðarholið hefur dregið úr sýkingum (14,15). Það virðist þó eingöngu hafa áhrif á sýkingar með Gram- jákvæðum bakteríum, en þær valda yfir 60% lífhimnubólgnanna (21). In vitro og in vivo rannsóknir hafa líka sýnt að gjöf á interferón alfa og gamma í kviðarholið auki bakteríudráp átfrumna í lífhimnu og skilvökva og minnki tíðni sýkinga (14). I erlendum rannsóknum hafa kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar verið algengasta or- sök lífhimnubólgu tengdri CAPD meðferð (35-45%), þá S. aureus, 10-15% (Gram-já- kvæðar bakteríur samtals 60-70%), Gram- neikvæðar bakteríur (20-30%), sveppir innan við 5%, loftfælnar bakteríur innan við 5% og aðrar orsakir innan við 3%. í 10-20% tilvika finnst engin orsök (17,18,21). Hérna hefur hlut- fall S. aureus og kóagúlasa neikvæðra stafýló- kokka snúist við og S. aureus er algengasta orsökin. Gram-jákvæðar sýkingar eru um 75% af heildinni en Gram-neikvæðar innan við 10%. Ef til vill má skýra háa tíðni S. aureus með tíðari vandamálum tengdum kviðleggs- göngum en tíðkast annars staðar og tregðu við að fjarlægja leggi við sýkingar, en skýr skil- merki um hvenær skipta eigi um leggi voru ekki til staðar. Að öðru leyti eru niðurstöður okkar sambærilegar niðurstöðum annarra. Yfir 80% sýkinga læknast við eina eða tvær lyfjameðferðir (2,18). í 20-30% tilvika verða sjúklingar mjög veikir (18) (einkennahópur 3). Einnig eru í flestum rannsóknum einhver dauðsföll sem rekja má til sýkingar (1-3% dán- arhlutfall (8)). Um 30% sjúklinga fá enga sýk- ingu (1). Hér hættu fimm (18,5%) vegna líf- himnubólgu en samtals sjö (26,5%) sjúklingar vegna fylgikvilla. Breytilegar tölur sjást um þessi atriði (1-3,8,13,22-25). Evrópskar tölur frá árunum 1981-1986 sýna að um 25% sjúk- linga hafi þurft að hætta vegna fylgikvilla, meirihluti þeirra vegna lífhimnubólgu, 22% sjúklinga hafi dáið, 14% fengið nýra og 36% haldið áfram á meðferð með sívirkri kviðskilun (16) . í okkar uppgjöri eru það fáir einstakl- ingar að erfitt er að segja að það sé frábrugðið þó tölurnar séu aðrar. Ljóst er að margt þarf að hafa í huga við undirbúning og framkvæmd sívirkrar kviðskil- unar til að minnka tíðni fylgikvilla. Alltaf skyldi nota þann búnað sem hefur gefið bestan árangur í rannsóknum (Y-kerfið, en nú eru allir CAPD sjúklingar hér á landi með það). Nauðsynlegt er að þjálfa sjúklinga vel, hafa gott eftirlit með legg og grípa mjög fljótt inn í við minnsta grun um sýkingu. Fyrirbyggjandi meðferð með mótefnum og lymfókínum í völd- um tilfellum er ef til vill á næstu grösum. Fyrir- byggjandi meðferð með sýklalyfjum (til dæmis einn skammtur af vankómýsíni) ef óhapp verð- ur við pokaskiptingu ætti líka að vera regla (17) . Stöðug sýklalyfjameðferð í sama skyni er ekki talin til bóta (17) en líklega er mikilvægt að meðhöndla graftarkýli í húð, sérstaklega ef þau eru á kvið eða kringum opið á kviðveggn- um. HEIMILDIR 1. Pollock CA, Ibels LS, Caterson RJ, Mahony JF, Waugh DA, Cocksedge B. Continuous Ambulatory Peritoneal Dialysis: Eight Years of Experience at a Single Center. Medicine 1989; 68: 293-308. 2. Heaton A, Rodger RSC, Sellars L, Goodship THJ, Fletcher K, Nikolakakis N, et al. Continuous ambulato- ry peritoneal dialysis after the honeymoon: review and experience in Newcastle 1979-84. Br Med J 1986; 293; 938-41. 3. Kurtz SB, Wong VH, Anderson CF, Vogel JP, McCar- thy JT, Mitchell III JC, et al. Continuous Ambulatory Peritoneal Dialysis. Three Years’ Experience at the Mayo Clinic. Mayo Clin Proc 1983; 58: 633-9. 4. Nolph KD, Lindblad AS, Novak JW. Continuous Am- bulatory Peritoneal Dialysis. N Engl J Med 1988; 318: 1595-1600. 5. Junor BJR. CAPD Disconnect Systems. Blood Purif 1989; 7: 156-66. 6. Taraba I, Balázs AE. Peritoneal Dialysis in Europe. Development of CAPD. Contr Nephrol 1989; 70: 290- 300. 7. Henderson IS. Composition of Peritoneal Dialysis Solu- tions: Potential Hazards. Blood Purif 1989; 7: 86-94. 8. Ejlersen E, Christiansen HD, Lökkegaard H. Peritonitis ved kontinuerlig ambulant peritoneal dialyse. 7 árs er- faring. Ugeskr Læger 1989; 151: 563-66. 9. Mactier RA, Nolph KD. CAPD: After the First Ten Years. Blood Purif 1989; 7: 65-73. 10. Maiorca R, Cantaluppi A, Cancarini GC, Scalamogna A, Broccoli R. Graziani G, et al. Prospective controlled trial of a Y-connector and disinfectant to prevent peri- tonitis in continuous ambulatory peritoneal dialysis. Lancet 1983; ii: 642-4. 11. Maiorca R, Cancarini GC, Manili L, Camerini C. Effec- tiveness of an inline disinfection and wash-out (Y-sys- tem) in reducing peritonitis rate in CAPD: a long term
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.